Dvöl - 27.01.1935, Blaðsíða 14

Dvöl - 27.01.1935, Blaðsíða 14
u D V ö L 27. 1935 fórnaði náðug frúin algerlega hund- inum. Hún fóðraði hann á sælgæti og kökum og gerði allt, sem í hennar valdi stóð til að hæna hann að sér. Hann hafði verið í eigu gamallar konu, sem nú var dáin, og var því í raun og veru munaðarleysingi. Þetta varð til þess, að náðug frúin var enn blíð- ari við hann, en ella hefði verið, til þess að úppræta söknuð hans. Það var auðséð á augum hans, að hann bar sorg í hjarta. Já, hann var auðsjáanlega bæði vitur og til- finningaríkur. En náðug frúin ásetti sér, að fá hann til að gleyma sorg- inni og taka aftur gleði sína. Að morgni þriðja dags lagði náð- ug frúin af stað í fyrstu gönguför sína og hafði hundinn sinn með sér. Hún hafði áður en liún lagði af stað, fært honum að gjöf skraut legt hálsband og var við það silkiband, svo hægt væri að teyma hann. En strax og út á götuna kom streyttist hundurinn við af öllum kröftum og vildi ekki fylgja náðugri frúnni. En með því að náðug frúin var sterkari en hund- urinn, varð hann að fylgja henni, hvort honum líkaði betur eða ver og gekk svo um stund, að hún dró hann á eftir sér. En svo tók náðug frúin eftir þvi, að þeir, er hún mætti, veittu því athygli, hve tregur hundurinn var í taumi, og tók hún hann þá á handlegg sér.' Þetta gekk ljómandi vel. Það hlaut líka að vera fögur sjón að sjá hana með þetta litla fallega dýr á handleggnum. En eitthvað var hann samt órólegur. Hann var alltaf að kippast við og brjót- ast um. Loks tók hún eftir því, að einhver bleyta fór að leka nið- ur eftir kápunni hennar. Ó, það var ekki um að villast, bleytan stafaði frá hundinum. Nú voru góð ráð dýr. Nú var ekki um annað að gera en að ná í bíl og komast heim sem fyrst. Þegar heim kom, mætti hún manni sínum í forstofunni. Ilann var að fara út. — Hvað er þetta? Þú ert kom- in aftur! Og í bíl? Eg hélt þú ætlaðir að fara allt gangandi hér eftir. En svo sá hann bleytuna á kápu náðugrar frúarinnar og vissi hvers kyns var. — Aumingja litla dýrið. Svona er sorgin mikil ennþá. Ósköp hefir hann grátið. Náðug frúin anzaði ekki manni sínum einu orði. Hún flýtti sér fram hjá honum og inn. En hvað þessir karlmenn geta verið tilfinn- ingalausir. Náðug frúin hringdi til dýra- læknis, því það var augljóst mál, að hundurinn var veikur, armars hefði þetta ekki komið fyrir. Dýralæknirina og hundurinn voru gamlir kunningjar. Þetta var svo sem ekki í fyrsta sinni, sem hann hafði þurft á lækni að halda. Þegar náðug frúin heyrði þetta, klappaði hún saman hönduuum af gleði. — En hvað þetta var heppilegt.

x

Dvöl

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.