Dvöl - 03.02.1935, Page 11

Dvöl - 03.02.1935, Page 11
3. febrúar 1035 D V Ö L eru bændurnir þar, þeir bræður Siefán og Kristófer, stórmyndar- legir röskleikamenn. Og þessi mikilfenglega náttúrufegurð hér með hrikaleik og yndisprýði sam- an ofna í hverjum drætti, fóstrar held eg, fyrst og fremst skapfast atorkufólk. Fylgdarkonan hefir brugðið sér heim á bæinn, en við látum hestana lötra seinagang á ská um brekkurnar og Tunguna og niður að Norðlingafljóti, sem rennur eftir allbreiðu dalverpi og takmarkar Tunguna að vestan. Þegar niður kemur af henni, liggur önnur hraunálman við næstu grös. — Bergmóðan hefir klofnað á undir- hlíðum Strútsins og runnið fram beggja vegna, vestri álman miklu lengra niður, eða alt á móts við Gilsbakka. Vegurinn sækist seint, þótt leið- in sé víðast greiðfær. En það er nú einhvern vegln svona, að sum- ir klárarnir hafa komist að raun nm það, að mennirnir, sem sitja á baki þeim séu engir reiðgapar og fullkomlega muni óhætt að 8taldra við og glefsa grastopp hér og þar við götubakkann. Það er ekki fyr en fylgdarmærin, sem alla jafna er á undan, hefir snúið við og þeysir fram í vígahug með 8vipuna á lofti, að hestarnir skilja, að þessi ferð er síst gerð í þeirra þágu. Útlendingunum finnst mikið til um viturleik þessara skepna, eins og líka er rétt — sem ekki þurfa annað en að heyra tóninn Ú í fylgdarmeynni til þess að taka til fótanna. Þegar við höfum riðið röskar tvær stundir, er sveigt út af hinni gömlu ferðamannaleið, sem liggu^ norður á Arnarvatnsheiði, og spöl- korn inn í hraunið aftur til suð- vesturs. Og svo, alt í einu, erum við hjá hellinum. Hraunið er hér dálítið öldótt, en annars flatt og heillegt. En rétt við fætur okkar gapir við ketilmynduð gjá. Að sunnan er sprungubarmurinn þver- hnýptur og í miðju hans gín við kolsvart op. Það er inngangurinn í Surtshelli- Þar sem við komum að gjánni er hún hálffull af stórgrýtis björg- um. Það eru þrepin niður að þess- ari hrikalegu stórsmíð náttúruafl- anna. — Þá er nú að ganga í bæinn. Hin rösklega fylgdarkona okkar hefir litið eftir að hestarnir séu vel bundnir saman, því hagar eru engir. Svo hoppar hún lóttilega niður af efsta bergþrepinu og fram á holurðina. Við reynum að fylgja henni eftir, þótt óvanir séum á þessum leiðum. Samferðamennírnir eru báðir rösk- ir léttleikamenn. Að lítilli stund liðinni sér aðeins daufa glætu að baki, við op inngangsins, en í sömu andrá grillir í dagsbirtu fram undan. Það er næsta op sunnan við hið fyrsta, h. u. b. 100 m. neð- ar. Það er Drápsgjá, þar sem Hell- ismenn hryntu niður fé Hvítsíðinga og annara byggðamanna,

x

Dvöl

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.