Dvöl - 03.02.1935, Page 14

Dvöl - 03.02.1935, Page 14
14 D V Ö L 3. fcbrúar 1935 Rostungar NiOurl. Síðasta rostungaveiðin. Vetrarforðinn okkar var nú orðinn sæmilegur. Daginn eftir, þegar við ætluðum að taka til starfa við kofann okkar, sáumj við stóran hóp af rostungum úti á ísnum. Við höfðum nú báðir i’engið nóg af viðureign við þess- ar skepnur og langaði lítið eftir þeim. Johansen hélt því fram að við þyrftum ekki meiri forða og gætum látið þá eiga sig. En mér fannst það vera léttúð, að láta mat og eldsneyti liggja svona rétt við bæjardyrnar, án þess að nota sér það. Svo varð það úr, að við löbbuðum af stað, með sína byssuna hvor. 1 skjóli við ýmsar mishæðir á ísnum var auðvelt að læðast að dýrunum. Við komumst brátt í 20 álna færi og gátumi legið þar kyrrir og virt þau fyrir okkur. Það var áríðandi að velja sér fórnardýr og miða svo vel, til þess að eyða ekki skotum að ó- þörfu. Þama voru bæði ung og gömul dýr og af því að við vorum fullsaddir af að fást við þau stóru, kom okkuír saman um' að velja þau mixmstu, sem við sæj- um! — og fleiri en tvö þurftum við ekki. Meðan við biðum þess að þau hreyfðu hausana, svo þau lægju vel við skoti, höfðumi við góðan tíma til að horfa á þau. Undarleg dýr eru þetta. Meðan þau lágu uppi á ísnum hjuggu þau án afláts hvort annað í bakið með þessum líka litlu vígtönnum sínum; þetta gerðu bæði full- orðnu dýrin og ungviðin. Ef eitt- hvert þeirra byltí sér til og þrengdi að nágranna sínum, rauk hann upp með skræk og keyrði tennumar í hrygginn á hinum. Þag var sannarlega ekkert nota- legt blíðuatlot og vel kom það sér, að húðin á þeim er þykk, en samt lagaði blóð úr bakinu á mörgum þeirra. Svo mátti búast við að hinn stykki upp og borg- aði atlotin í sömu mynt. En bæri svo nýjan gest að, neðan úr djúp- inu, komst allt í uppnám. Þá hrein allur hópurinn í kór og elztu tarfarnir greiddu aðskota- dýrinu nokkur vel úti látin högg; það skreiddist gætilega áfram, hneigði sig í auðmýkt og þokaði sér smátt og smátt inn í þvöguna, þar sem það fékk eins mörg högg og tími og atvik leyfðu. Svo komst smám saman kyrrð á þang- að til nýtt tilefni gafst. Við biðum árangurslaust eftir því að dýrin,, sem við ætluð- um okkur, sneru hausnum svo mikið, að við gætum skotið þau í hnakkann. En af því þau voru svo lítil héldum við að kúla fram- an í hausinn myndi gera út af við þau, og loks hleyptum við af. En þau tóku viðbragð og gátu velt sér í vatnið í hálfgerðu roti. Nú varð bæxlagangur. Allur hóp- urinn reigði upp stóru, ljótu

x

Dvöl

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.