Dvöl - 10.02.1935, Síða 2

Dvöl - 10.02.1935, Síða 2
2 D V Ö L 10. febr. 1935 Kýmnisögur H a n n: A ég að segja þér dálítið skrítið Dóra, í samkvæminu í gær bað ég syatir þinnar, og nú erum við trúlofuð. Ertu ekki hissa? Hún (10’j’ára): Hissa! Nei! Til þess var samkvæmið haldið. He r r a n n: Þú hefir sagt klæð- skeranum, að ég væri ekki heima? Þjónninn: Ég sagði honum að hvorugur okkar væri heima. Ég skulda honum nefnilega líka. Hann: Nú er aumingja Gvend- ur dauður. Það datt tveggja smá- lesta járnbiti í höfuð honum. H ú n: Já, ég hefi lika allt af sagt það, að hann hefði ekki Bterkt höfuð. — Hvað gafstu manninum þín- um í jólagjöf ? — Vindlakassa. — Hvað kostaði hann? — Ekki neitt. Síðustu vikurnar fyrir jólin tók ég daglega einn vindil úr kassanum og hélt þeim saman. Hann fékk þá svo alla á aðfangadagskvöldið og grunaði ekki neitt. Hann var ákaflega ánægður af þessu og talaði mikið um það, hvað ég hefði valið góða tegund. Prú A. (íbyggin): Nú get ég sagt þér nokkuð skrítið, kæra frú B, því þú getur víst þagað? P r ú B. En sú spurning. Ég sem er þögul eins og gröfin. (Við frú C. sem er að kveðja): Bíddu svo litla stund, ég þarf að segja þér nokkuð á eftir. Valdimar: Alltaf eru þeir að finna upp nýtt og nýtt. Nú hefir einn hugvitsmaðurinn fundið upp hnappalausar skyrtur. Ég las nýlega um það í útlendum blöðum. Björn: Hvaða vitleysa! Síðan ég giftist geng ég alltaf í slíkum skyrtum. Slátrari: Ég hefi heyrt, að hér sé feitt naut til sölu. Er hægt að fá að sjá það? Sonur nautasalans, (kall- ar): Pabbi, hérna er einhver mað- ur, sem vill sjá þig. H ú n: Það er fyrir löngu sannað, að kvongaðir, menn verða langlíf- ari, en ókvongaðir. Hann: Nei, góða mín, það er aðeins ímyndun. Þeim finnst bara lífið lengra. Þeir voru að tala um lífið eftir dauðann: — Heldurðu að við vinnum sömu störf hinumegin, og við höfum unn- ið hér í lífi? — Að minnsta kosti ekki hún tengdamóðir mín. Hún býr til rjómaís. Prentsmiðjan Acta.

x

Dvöl

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.