Dvöl - 10.02.1935, Blaðsíða 3

Dvöl - 10.02.1935, Blaðsíða 3
10. febr. 1935 D V Ö L S „Guðaveiáar" Atkvæðin voru talin. Allir lög- hlýðnir menn fylltuat heilagri lotn- ingu. Þeir höfðu séð það, með sárri hryggð, hvernig löggjöf vors kæra föðurlands hafði verið fótum troðin undanfarin ár, og hvernig frómir þegnar, sem annars hefðu sjálfsagt verið meinlætamenn, söfnuðu glóð- um elds yfir höfuð sér með því að drekka smyglað áfengi. Hugsjóna- mönuum þótti og frelsi einstak lingsins misboðið, þegar hann hafði ekki einu sinni leyfi til að drekka burt sitt eigið vit á eigin ábyrgð, og þeim sömu fagurfræðingum þótti hinum frjálsu sonum hins göfuga kynstofns ósamboðið að drekka soðna súrblöndu eða sykur- vatn úr miðalausum fiöskum. Svo voru enn aðrir, sem voru ósköp hógværir og sögðu, að þjóð vor væri svo þunglynd, að vínið væri alveg ómissandi, þar sem gleði og mannfögnuður ætti að vera, en allir settu að sjá sóma sinn í því að sjá í friði rúður og aðra meinlausa hluti. Þó eru til nokkrir menn, sem eru svo svartsýnir, að þeim hnnst óþarfi að ganga út frá því, að menn hafi heilbrigða skynsemi °g hagi sér eftir því — svona al- mennt. 1 sjóþorpinu Kambavík, og þar * grennd, urðu beztu menn sveit- arinnar svo glaðir, að þeir gátu ekki beðið eftir því að gefa fögn Uði sínum útrás í göfugri whisky- drykkju, heldur útveguðu þeir sér i skyndi nokkrar flöskur af mein- lausasta Spánarvíni, en oddvitinn lagði til „Landa“, sem hann kom til skila í vel þvegnum olíubrúsa, sem hann faldi innan í ullarhreyt- um. Kaupmaðurinn tók við öllu þessu, því hjá honum Atti frelsis- hátíðin að vera, og sjálfur lét hann hitá súkkulaði, svo alt skyldi lita sakleysislega út. Um kvöldið komu svo nokkrir menn með hvíta flibba, og jafnvel í hvítum vestum líka, og konur sín- ar höfðu þeir með sér, þeir sem annars áttu nokkrar konur. Kaup- maðurinn hafði boðið þessu fólki í afmælisveizlu. Það var í raun og veru afmælið hans þenna dag, og konan hans, sem var fjarska ung, og að því skapi einföld, hélt, að þessvegna væru allir svona kátir. Og hún hitaði súkkulaði í sælli leiðslu og hugsaði um það, að ekk- ert væri til ánægjulegra en það, að vera húsfreyja og eiga fríðan, prúðmannlegan mann. Gestirnir byrjuðu á súkkulaðinu og á meðan þeir drukku, sögðu þeir sögur af bruggurum, höfðu yfir ijóðmæli um bruggara og töl- uðu um dóma í bruggmálum. En unga konan kaupmapnsins skildi ekkert í því, að þeir skyldu hafa gaman af þessu, því þeir sögðust allir hata brugg. Síðan töluðu þeir af nokkrum hita um þann góða

x

Dvöl

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.