Dvöl - 10.02.1935, Qupperneq 6

Dvöl - 10.02.1935, Qupperneq 6
6 D V 10. febr. 1935 sjá, að hún fékk ákafa löngun til að segja honum harma sína. — Það var eins og hreint loft streymdi inn um opinn glugga. En auðvitað sagði hún ekkert. Það var bara ímyndunarafl henn- ar, sem var á flótta og leitaði hæl- is í svona kynlegum draumum. Pilturinn spurði hvort hann gæti gert nokkuð fleira. Hún neitaði og þakkaði. Hann fór í jakkann, bauð góða nótt og fór. Hún sat eftir einmana og hrædd og heyrði hann loka útidyrahurðinni. Hver skyldi þetta annars vera? Það var þó ekki þessi margumtal- aði formaður verkamannafélagsins? Hún hafði heyrt góðgjarnar konur tala um að sá piltur hefði sjálf- sagt getað „komist áfram“, hefði hann ekki tekið þessa vitleysu fyrir. Jæja, henni var sama um alla pólitík. Hvað hafði hún vitápóli- tík? Hún var bara svo ólánsöm, ekki aðeins vegna þess að maður- inn hennar lá þarna og hraut ó- viðkunnanlega, heldur af því að hún var sjálf svo varnarlaus og vissi svo fátt. Hefði hún ekki ver- ið svona einföld, þá sæti hún ekki hér um hánótt yfir ókunnum manni. Hún horfði lengi á sofandi andlit hans, en gat ómögulega þekkt það. Kaupmaðurinn vaknaði um morg- uninn og hélt að öll veröldin hefði staðið í sömu sporum, meðan hann svaf. En frammi í eldhúsinu var kon- Ö L an hans að þvo bolla og brauðdiska. Þá kom hún auga á nærri fulla súkkulaðikönnu, afgang frá veisl- unni. Hún hafði einhverja óbeit á að hirða þetta. Svo' hellti hún úr könnunni í skólpfötuna og hugsaði um það, hvort nokkuð gæti verið smánar- legra en það, að vera húsfreyja og búa með ókunnum manni. Skrifað í desember 1934. Oddný Guðmundsdóttir. Kennari nokkur var að segja börnunum frá Alexander mikla og sigrum hans með mjög áhrifaríkum orðum. — Hvað haldið þið að Alexander hafi gert er hann hafði lagt Ind- land undir sig? Haldið þið að hann hafi stofnað til veizlu til að fagna sigri sínum? Nei, hann settist nið- ur og grét. Börnin urðu hissa yfir þessum krakkaskap í Alexander mikla, svo kennarinn spurði. — Getur nokkurtykkarsagtmér hversvegna Alexander fór að gráta? Lítil hendi var rétt upp. — Jæja Tommi minn, hver held- ur þú að verið hafi orsökin? — Hann hefir kannske ekki rat- að til baka heim til sín. >Ha n n: Kallarðu þetta hatt, sem þú hefir á höfðinu? Hún: Kallarðu þetta höfuð, sem þú hefir undir hattinum.

x

Dvöl

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.