Dvöl - 10.02.1935, Síða 8

Dvöl - 10.02.1935, Síða 8
8 D V O L 9. febr. 1936. N I Z Z A Þegar kuldinn herjar í norðrinu Btreyma tugir þúsunda manna til hinna suðrænu landa til að njóta þar sólar og sumarveðráttu. Nizza, er ein þeirra suðrænu borga, sem er mikið sótt af ferða- mönnum á vetrum. íbúar borgarinnar eru rumlega 220 þús. og mesta tekjugrein þeirra er að taka á móti ferðamönnum. Eitt þeirra verka, sem íbúar borgarinnar sýna með hvað mestri ánægju, er myndastytta af frelBÍshetjurmi Garibaldi, en Garibaldi fædd- ist í Nizza fyrir 128 árum. Það eru mest Englendingar og Ameríkumenn, sem heimsækja Nizza. Aðal ferðamannastraumurinn þangað er frá því í nóvember og fram í aprílmánuð. Á þeim tíma er hitinn þar að meðaltali 8,5 stig, sólskinsdagar 103, þegar loft er þungskýjað en úrkomulaust 42 dagar og regndagar 46. Nizza á langa sögu að baki. Hennar er fyrst getið í sögum 300 f. Krist. Þá hét hún Nikaia. Nú gengur hún undir tveim nöfnum, Nice, sem er hið franska heiti hennar og Nizza, sem er ítalskt og hún hefir síðan, að hún var undir ítölskum yfirráðum.

x

Dvöl

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.