Dvöl - 10.02.1935, Page 9

Dvöl - 10.02.1935, Page 9
9. febr. 1935. D V Ö L 9 í ríki risafurunnar Eftir Indriða Indriðason I. Risafuruna kannast allir við. Þetta stórvaxna rauðaviðartré, er vex í nokkrum hluta Kaliforníu, og Oregonríkjanna i Bandaríkjunum. Að risafuran á ekki heima ann- nrsstaðar er flestum einnig kunn- ugt. Iiún heflr fundist víða i jarð- lögum liðinna tíma, um alla Mið- Evrópu, og Bretlandseyjar, svo og ' Vestur-Asíu og einnig um alla Norður-Ameríku. Það var búið að finna leifar hennar, og vísindamenn höfðu gert sér glögga grein fyrir útliti hennar áður en hún fannst lifandi vestur í ríkjum þessum árið 1795. Talið er að risafuran hafi eyði- lagst og dáið út á ísöldunum, hvar- vetna, nema þarna vestur á Kyrra- hafsströndinni. Það að risafuran er rauðiviður, — aðalrauðaviðartegundin sem til er, — er almenningi máske ekki eins vel kunnugt, enda bendir hafnið ekki til þess, þar eð fura er vitanlega ekki rauðaviðartré, enda er risafuran ekki fura í raun réttri, heldur trjátegund sem er hdtt á milli furu og syprus trjáa, aö eðli og eiginleikum. Árlega er höggvið og selt milli ^O—90 miljóna króna virði af risa- furu, í þessum tveim áðurnefndu rlhjum. Hefir verið tekið til stór- kostlegrar skóggræðslu, og svo höggvið í þess stað. — Stór flæmi af þessum risaskógi hafa verið af- girt og friðuð undir eftirliti stjórn- arinnar. II. Konungar skógarins eru tré þessi. Hinn óviðjafnanlegi styrkur þeirra, krafturinn sem i þeim felst, ber þögult vitni um, að þau séu sein- ustu leifarnar áf gömlum og vold- ugum ættstofni. Það hefir oft verið reynt, og tek- ist misjafnlega að lýsa þeim. — Að mynda þessi stórfenglegu tré með orðum einum, og það eiga sjálfsagt ýmsir eftir að reyna það. Eg ætla að freista þess að taka ykkur lesendur góðir með mér inn í lendur þeirra og ríki, og skulum við sjá til hvers það ferðalag okk- ar leiðir. Við hefjum för okkar frá San

x

Dvöl

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.