Dvöl - 10.02.1935, Side 11

Dvöl - 10.02.1935, Side 11
D V Ö L 11 % 10. febr. 1935 stóru stofna, gengið nokkurn spöl undir hvelfingu þessar miklu trjá- lima. • Hvað oraakar þau miklu áhrif er við verðum fyrir, þegar við göng- um um ríki hinnar víðlendu risa- furu? Ef til vill er það íturvöxtur trjánna. Hinn þráðbeini stofn er teigir sig hundruð feta upp í him- inblátt loftið. Það sem bak við Vöxt hans liggur. Ljósþráin, kraft- urinn, viljinn í eina átt. Ef til vill uð einhverju leiti, en það er líka eitthvað annað, dýpra, sem við heigjum okkur fyrir. Kyrrðin, sem yfir öllu hvílir. Helgiblærinn sem að hugir okkar finna og viður- kenna. Guðahof þetta er tignar- legra og heilagra en nokkurt það, sem menn hafa byggt, fjarlægt ðllu því er ætíð liggur á bak við slíkt hjá okkur mönnunum. Byrj- uð og fullkomnað af náttúrunni, hyggt á lífsþrá og ljósþrá, einvörð- ungu. Osjálfrátt kemur okkur í hug tími sá, er risadýrin,þau hin stærstu voru uppi, og við hugsum okkur þau hér meðal þessara risa. Vís- indamenn mundu aðvara okkur, °g segja að slíkt hafi ekki átt sér stað, að þau hafi verið þar á tíma þessara trjáa. En við sinnum því eigi. Hugsun okkar er of hlutfalls- hundin. Risadýr á meðal risatrjáa. Okkur virðist við hafa færst til í 8ögu tímans. A þessari miklu sigra- og valda- ðld mannsins, er ekkert það lifandi til sem svo gjörsamlega strjúki í burtu sjálfbyrgins-tilfinningu okkar, hugsun og hugsjónir um stærð og veldi. Hér erum við í öðrum heimi, og á annari öld? Allt sem er smátt og lítilsvirði, er horfið. Hér á allt stórbrotið, hreint og heilagt, heima. ‘Z Osjálfrátt lítum við niður eftir okkur sjálfum. Prá hökunni og niður á skótærnar okkar. Höfum við ekki skroppið saman? Mink- að? Er vöxtur okkar hinn sami? Hugsanalíf okkar hefir breytzt. Sjálfsþóttinn og einstaklingsálítið er horfið. Við erum eins og ofur- lítil börn meðal þessara stórmenna. I því trausti að það sé aðeins um stundarsakir, höldum við leið- ar okkar og hugurinn reikar. Réttilega hefir risafuran fengið nafn sitt. Tegundirnar eru tvær, og er önnur þeirra kölluð ,Gigantea‘ og hin ,Sempervirens“. Sameigin- legt nafn þeirra er ,Sequoia‘. Bæði nöfnin á hvor tegund fyr- ir sig, þegar tekið er tillit til þýð- ingar nafnanna. Pyrra nafnið bend- ir til risavaxtar þeirra, og hið seinna þýðir „Ætíð,lifandi“, eilift. Risavöxtinn þekkjum við öll. Hálft fjórða hundrað feta á hæð, með bol um hundrað fet að uin- máli, eru þessir jötnar skógarins. En tölur þessar þýða lítið, hvort heldur einar sér, eða með öðru, en þegar við stöndum á meðal trjánna, þá fæði8t sú hugsun, er knýr fram orð eins og „Tröllaukinn, risavax- iðu, án nokkurrar þumlungavitn-

x

Dvöl

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.