Dvöl - 07.04.1935, Blaðsíða 6

Dvöl - 07.04.1935, Blaðsíða 6
8 D V Ö L 7. apríl 1035 gægðist litið eitt í böggulinn og horfði á barnið. „Það sefur,“ hvíslaði liann. „Nei, sko bara, hvað nefið á litla anganum er snoturt og karlmann- legt,-----alveg eins og á pabb- anum! Það sefur og grunar ekki að pabbi horfir á það. Æ-já, — þetta er ömurlegt, unginn minn. -----Fyrirgefðu, fyrirgefðu mér, barnið mitt! Þetta eru nú einu sinni örlög þín.“ Assesorinn deplaði augunum og fann einhvern kítlanda niður vangana. Hann reifaði barnið aftur og tók böggulinn undir handlegginn og hélt áfram. Það, sem eftir var af leiðinni að húsi Mjelkins, braut liann heilann um allskonar þjóðhagsleg vandamál, en jafnhliða fór samvizka hans að ónáða hann meira. Ef eg væri heiðarlegur og ær- legur maður, hugsaði hann, þá kærði eg mig kollóttann um það, hvað heimurinn segði, tæki barn- ið og færi til konu minnar, félli á kné fyrir henni og segði: — „Fyrirgefðu mér! Eg hefi syndg- að. Mér getur þú refsað, en sak- laust barnið vil eg ekki leiða i glötun. Sjálf eigum við ekkert barn; við fóstrum þetta barn eins og við ættum það sjálf.“ — Hún er gæðakona, hún mundi strax fallast á þetta, og þá hefði eg barnið hjá mér. Æ, já!“ — Hann var nú kominn að húsi Mjelkins og stóð þar alveg ráðþrota. Fyr- ir sjónum hans svífur mynd: Hann situr licima og les blöðin- Dálítill drengsnáði með snoturt, íbogið nef, vefur sig að honum og leikur sér að dúskunum á sloppn- um hans. En inn í þessa mynd smeygðu sér aðrar myndir og leituðu fast á. Það voru myndirnar af starfs- félögum hans, með hæðnisbros á vörum og glettni í augum, og yf' irmaðurinn kom hæðnislegur og klappaði á öxl lians. — 1 sál hans höfðu nú samt, — við hliðina á samvizkubitinu, — smeygt sér inn hlýjar, draumkenndar tilfinn- ingar. Assesorinn lagði barnið gæti' lega frá sér á tröppurnar f}rrir framan húsið, því næst sló hann út hendinni, eins og hann vildi segja: Mig tekur það mjög sárt, en það getur ekki orðið öðru- vísi! Á ný fann hann eitllivað hlýtt velta niður vangana. — „Fyrir' gefðu þrælmenninu honum föður þinum, barnið mitt,“ tautaði hann. — „Hugsaðu til mín síðar án allrar beiskju og fyrirgefðn mér!“ Hann gekk eitt skref afturábak, ræskti sig óákvcðinn og hikaði og sagði: „Nei, látum það koiuu> sem koma vill! Eg liirði ekki hót um hvað heimurinn segir. Eg tek barnið með mér. Dómar manÐ' anna koma mér ekkert við.“ Migujew tók barnið á ný undir handlegg sér og gekk aftur hei111 á leið. —

x

Dvöl

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.