Dvöl - 07.04.1935, Blaðsíða 10

Dvöl - 07.04.1935, Blaðsíða 10
10 D V Ö L 7. apríl 1035 Ósamkomulagið eykst. Edgar er vísað á dyr, allslausum. Hann skrifar Allan, og hiður hann að senda sér peninga, til þess að lifa af á meðan hann væri að fá sér vinnu. Ekkert svar. Edgar skrif- ar aftur og biður hann að senda sér það, sem hann ætti heima af fötum og munum. Ekkert svar. Hann sveltur, og biðst loks afsök- unar. En John Allan svarar ekki. Þá lætur liann skrá sig í herinn til fimm ára. Hann hagar sér mjög hermannlega, hvorki spilar né drekkur. Hann hækkar í tign- inni, vekur eftirtekt með fram- komu sinni og hæfileikum. Hann fær styttan herþjónustutímann, til þess að komast á West Point, sem var þá og er enn talinn tign- asti staður fyrir unga menn, sem ætluðu að verða hermenn. Þess er krafist af honum, að hann sættist við fósturföður sinn, en Edgar neitar því. Stuttu siðar þeppnast honum þó að komast að á West Point. En Adam var ekki lengi í Paradís. Hann kann illa við agann, og fer að drekka aft- ur. Hann fer að vanrækja lier- þjónustuna, er þrjózkur og þver- úðarfullur. Svo er liann rekinn. Frances liggur á banasænginni. Einasta ósk hennar er, að fá að sjá Edgar. John Allan neitar henni um ósk sina. Frances, sem veit að hún á skammt eftir ólif- að, biður þá um, að láta ekki grafa sig fyr en Edgar hefir séð hana. Ekkert tillit er heldur tek- ið til þeirrar beiðni. Þegar Edgar fréttir að Frances sé dáin, bregð- ur hann skjótt við, en þá er búið að jarða hana. Hann fellur í yfir- lið og er loks tekinn burt með valdi. En hann snýr við aftur og er um nóttina hjá gröfinni. — Næstu ár flæktist hann úr ein- um staðnum í annan. Menn vita lítið um ferðir lians. Menn vita aðeins, að hann skrifar kvæði, og ávinnur sér frægt nafn. — Loks lendir hann hjá frænku sinni, Maríu Clemn, lieimilislaus og allslaus. María Clemn er ekkja, sem vinnur fyrir sér með sauma- skap, móður sinni, tveimur börn- um sínum og bróður Edgars, sem er berklaveikur. Ofan á allt þetta bætist svo Edgar. Þar finnur hann athvarf, sem hann notar, það sem eftir er æfinnar. Engin móðir hefði getað umgengizt barn sitt. með meiri ástúð, djúptækari skilningi og takmarkalausari þol- inmæði, heldur en María Cleinn umgengst Edgar Poe. I útliti virð- ist hún vera mjög blátt áfram, en hlýtur að hafa haft mjög ein- kennilegar lífsskoðanir. Þrátt fyr- ir fátæktina, sem er svo áberandi á heimilinu, hefir hún eitthvað virðulegt og göfugt við sig, sem hefir ógleymanleg áhrif á alla- Hún er átján árum eldri en Ed- gar, og hefði þess vegna getað elskað hann sem kona, en allt. sem hún gerir fyrir hann, sýnir, að hún ber aðeins hreinar móð- urtilfinningar í hrjósti til hans.

x

Dvöl

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.