Dvöl - 07.04.1935, Blaðsíða 15

Dvöl - 07.04.1935, Blaðsíða 15
7, opríl 1935 D V Ö L 15 Auðvitað fréttist þetta og sagan var ýkt og skreytt, eins og geng- ur, en ritstjórinn vill ekki láta sér þetta nægja og þess vegna á eg nú að leggja af stað og liafa *tal af vofu frú Hickey og hrað- rita athugasemdir hennar, ef ein- hverjar verða. Annars álít eg, að þetta verði nokkurs konar auka- sumarleyfi fyrir mig — og hvað draugaganginn áhrærir, þá liefi ,eg lesið svo margar draugasögur, að eg ætti að vera nokkurnveg- inn vel að mér í þeirri grein og ekki koma neitt á óvart. Við sátum og röbbuðum um daginn og veginn það sem eftir var kvöldsins, en þó var þessi för hans stöðugt í huga mínum. ILoks gat eg ckki lengur látið vera að vekja máls á þessu á ný: — Jæja, Jimmie, um þetta leyti annað kvöld verður þú líklega í kyrrð og næði að tala við frú Hickey afturgcngna. — Nei, Bcrt, slíks er cngin von. En mér liggur við að óska, að cg tryði á afturgöngur. Það myndi gera mér þctla allt sögulegra. Allt í cinu kom liann lil mín, sló mig þéttingsfast í öxlina og sagði: Heyrðu, Bcrt. Nú datt mér nokkuð í hug: Ömögulcgt er að segja hve lengi eg þarf að dvelja þarna í kotinu — það cr svo illt að henda reiður á afturgöngum, eins og þú vcizt —, en að minnsta kosti í viku vcrð eg að dúsa þar. I dag er miðvikudagur. Þú ætlir nú að koma tij mín á laugardag- inn og vera hjá mér um helgina! Eg kom með ýmsar mótbárur, en þær lirakti Jimmie allar jafn- óðum. Endirinn varð því sá, að eg lofaði að koma til hans ein- hverntima á laugardagskvöldið — ef ekkert ófyrirsjáanlcgt haml- aði för minni. Eg lofaði þó jafn- framt sjálfum mér því, að láta eitthvað það koma fyrir, er hindraði heimsókn mína, því eg er gerólíkur Jimmie að því leyti, að eg ber rótgróna virðingu fyrir afturgöngum. Þetta er þó ekki af því, að eg sé liuglaus að eðlis- fari, og krafta hefi eg fullkom- lega á við livern meðalmann og jafnvel rúmlega það. En aftur- göngum licfi eg alltaf beig af. Þrátt fyrir þctta var eg þó síð- ara hluta laugardags kominn á járnbrautarstöðina í Wexford og fór nú að svipast um eftir farar- tæki út að draugahúsinu. Loks kom eg auga á aldraðan bónda. Hann studdist við vagn, er að minnsta kosti var jafngamall lionum sjálfum, og ckki var hest- urinn fjrrir vagninnum unglegri en þcir. Eg stundi hátt. Ef ekki var annara farartækja völ, gat eg alveg cins farið gangandi. Bóndinn leit ekki einu sinni upp, er eg kom til hans. Eg vildi þó reyna, hvort ekki væri hægt að toga úr Iionum orð og ávarp- áði hann því glaðlega: — Fvrirgefið. Ekki getið þér víst sagt mér, hve langt er úl að Hickcy-búgarði?

x

Dvöl

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.