Dvöl - 07.04.1935, Blaðsíða 11

Dvöl - 07.04.1935, Blaðsíða 11
7- apríl 1035 D V ö L 11 Þarna hittir Edgar litlu frænku sína, Virginíu, viðkvæmt og ynd- islegt barn, átta eða níu ára gamla. Hún ber þess greinilega merki, að hún er berklaveik, en er létt og glöð í lund. Hún verð- ur mjög hrifinn af þessum stóra, myndarlega frænda, sem líka hænist að henni. Hins vegar er Edgar ástfang- inn í cinhverri Mary Devereaux, sem að vísu vill giftast honum. En kvöld nokkurt, þegar hann kem- ur mikið drukkinn, hræðir liann hana svo með hrottaskap sínum, að hún hágrætur og segir honum siðan upp. Seinna lýsir hún ást þeirra, sem varaði svo stutt, en vill þá engum segja, hvað gerð- ist um kveldið, þegar allt fór út um þúfur á milli þeirra. Um þetta levti mun Poe hafa verið hálf- þrítugur að aldri. Menn vita ekki nákvæmlega, hvenær hann ákveður að kvong- ast frænku sinni, en vinum hans hefir víst grunað, hvað hann ætl- aði sér, og gera allt, sem í þeirra valdi stendur, til þess að hindra þennan ráðahag. Einkennilegast af öllu er, að María Clemn gefur samþykki sitt til þessa. Hún veit lika mjög vel, að öll nauðsynleg skjöl og vottorð, sem þarf við hjónavígsluna, eru fölsuð. Á þeim stendur, að Virginía sé tuttugu ára, en í raun og veru er hún aðeins þrettán, og leit meira að segja út fyrir að vera enn yngri. Um sambúð þeirra hjóna er gott eitt að segja. Umliyggja Poes fyrir konu sinni er mikil og ó- þreytandi. Hann veit varla hvaíS óþolinmæði er. Aldrei segir hann styggðaryrði við hana, aldrei kemur liann ölvaður heim til hennar. Oft ber hann hana bein- línis á höndum sér. Virginía er hrifin af manni sínum, enda hef- ir Poe verið glæsimenni að út- liti. Hann hefir töfrandi áhrif, þar sem hann er, jafnvel þó hann sé oft tötralega til fara, og vín- nautn og ópíum hafi sett sín merki á liann. Hann skrifar sín- ar háfleygu og hugmyndaríku skáldsögur, verður meðritstjóri að tímariti, sem þegar nær geysi- mikilli útbreiðslu og vinsældum, er Poe kemur til skjalanna. Hins vegar vinnur hann sér litið inn af peningum. Við og við heldur hann fyrirlestur, og framkoma hans heillar álieyrendur. Fátæktin liggur eins og mara á litla heimilinu. Húsgögnin eru að- eins fá og fátækleg. Samt virðist allt vera snoturt. María Clemn gerir það, sem hún getur. Virg- inía gengur livítklædd, og útlit hennar er líka fölt. Því meir sem sjúkdómurinn mergsýgur hana, þvi heitar elskar Poe hana. Enda skrifar hann sjálfur í einu nafn- kunnasta kvæði sinu: „I could not love except when the death was mingling his with beuty’s breath“. (Eg get ekki elskað, nema dauðinn setji svip sinn á f egurðina).

x

Dvöl

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.