Dvöl - 21.04.1935, Síða 3

Dvöl - 21.04.1935, Síða 3
21. apríl 1935 D V ö L 8 F anginn Eftir JOHN GALSWORTHY. Það var snemma sumars og- blíðskaparveðul-. Fuglarnir sungu ennþá vorsöngva sína og síðustu blómin voru ófallin af trjánum! í Lundúna-görð unum. Allt í einu sagði einn af vinum mínum: „Ha — er gullspör hérna?“ Það var fullt af sólskríkjum og þröstum í garðinum og svo voru' uglur, sem létu til sín heyra á næturnar, og gaukur, sem hélt eins og Columbus, þegar hann sá eyjamar — grænu, skógi vöxnui blettina í borginni, að hann væri kominn til meginlandsins — skóg- arflákanna í Kent og Surrey. En g'ullspör — það náði ekki nokk- urri átt! »Ég heyri til hans — þarna heima“, sagði vinur minn og gekk heim að húsinu. Þegar hann kom aftur, settist hann og mælti: „Ég vissi ekki, að þið hefðuð fugl í búri“. Matreiðslumaðurinn °kkar átti kanarífugl: „Asni!“ hreytti hann út úr sér. Við hinir skildum ekki, hvers- vegna hann lét svona. „Ég hata þessi búr, hvort sem bau eru notuð til að loka inni ^Uenn eða málleysingja. Ég þoli ®kki að sjá þau eða hugsa um tau“. Hann leit á okkur með Sremjusvip, eins og við hefðum ’hóðgað hann með því að fá fram þessa játningu. Svo hélt hann á- fram og talaði ótt: „Fyrir nokkrum árum síðan var ég staddur í þýzkri borg, ásamt vini mínum, sem var að kynna sér þjóðfélagsmál. Hann bauð mér einu sinni að koma með sér og skoða fangelsi. Ég hafði aldrei séð fangelsi og fór því með hon- um. Það var alveg svona veður — heiður himin og þetta hress- andi, ókyrra blik yfir öllu, sem! hvergi sézt nema sumstaðar í Þýzkalandi. Fangelsið var í miðri borginni og með sama sniði — var okkur sagt — eins og þau voru hér fyrir mörgum árum> og þið hafið ef til vill séð. Þjóðverj- arnir máttu ekki þá, og mega sjálfsagt ekki enn, heyra nefnt annað en að fangamir séu algjör- lega grafnir lifandi — lokaðir frá öllu mannlegu félagi. En þá voru þeir nýkomnir upp á lag með þetta og höfðu ofstækisfulla nautn af því, eins og þeir reynd- ar hafa af öllu, sem þeir taka upp á. Ég setla ekki að fara að lýsa Þessu fangelsi eða því, sem ég sá þar. Mér leizt vel á fangavörðinn, og það er óhætt að segja, að fangelsinu var vel stjórnað, að svo miklu leyti, sem hægt er að stjórna hræðilegri stofnun. Ég ætla aðeins að segja ykkur frá því eina, sem ég aldrei mun

x

Dvöl

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.