Dvöl - 31.05.1935, Blaðsíða 9

Dvöl - 31.05.1935, Blaðsíða 9
31. maí 1935 D V Ö L 9 hans þegar kossar hinna stúlkn- anna brunnu á vörum hans, og faðmlög þeirra gátu naumlast veitt honum stundar frið. Hann þráði alltaf þessa einu, sem hann eiskaði, þessa einu, sem hann þafði aldrei kysst, en þó lifað sælustu stundirnar með. Nú, þeg- ar hún var töpuð honum, gæti hann vel beðið hana um koss, krafið hana um faðmlög, en hon- um kom það bara ekki til hugar. Slíkt myndi aðeins gera illt ^ err a. Gunnar hrökk upp frá hugsun- um sínum. — Því var hann að rifja þetta allt upp fyrir sér nú, þegar hann var að fara burt, langt burt, rorður í land, til þess að gleyma sorgum sínum', gleymá Hildi — öllu? Hann ætlaði að stunda sjómennsku í fjarlægum lar.dshluta, fyrir það fyrsta í sum- ar, ef 1il vill lengur. Helzt vildi hanr. aldrei koma aftur — að núnnsta kosti ekki fyr en Hildur væri farin úr sveitinni. —, — Það var bezt að fara að sækja hesíana. Hann klæddi sig án þess að vekja hitt fólkið, tók beizlin í skemmunni og gekkivest- ur túnið. Sólin skein á úðavota jörðina. Hún eyddi daggardrop- unum smátt og smátt og dró úr hugaræsingu unglingsins. Hann teigaði að sér morgunloftið, ilmi þrungið og heilnæmt. Átti hann að krækja norður fyrir Heiðarbæ eða ganga þar um? Það var auð- vitað alveg sama. Allir sofandi. Iíann var komin að skemmu- veggnum. Ósjálfrátt staðnæmdist hann og hallaði sér upp að honum. Og minningarnar komu. — Héma var það sem Hildur stóð, þegar hún sagði við hann að hann væri asni. Helvítis asni. Já víst var hann asni. En nú var það búið. Hann var að fara. — — En hvað það var fallegt að sjá niður í dal- inn núna. Var það eitthvað óvenju fagurt, eða sýndist honum það bara af því að hann var að kveðj a ? Og þarna var stóri steinn_ inn r.iðri í hvammi, steinninn, þar sem þau átti hús, þegar þau voru börn, Hildur og hann. Já, þegar þau voru börn. En það voru þau ekki lengur. Nú voi’u þau fullorð- in, næstum gömul. — — Gunnar- —Hildur! l au urðu bæði jafn undrandi, þegar Hildur kom fyrir skem|mu- hornið. — Þú ert snemma á fótum Gunnar. Ertu að fara? — Já. — Er það mín vegna ag þú f erð ? Af hverju heldurðu það? sagði hann kalt — næstum hranalega. — Eg veit það. — Jæ.ja, þá þarftu heldur ekki að spyrja. Vertu sæl, Hildur. En meðal annara orða. Má eg ekki óska þér til hamingju? Eg heyri sagt að þú sért trúlofuð. — Þakka þér fyrir, sagði hún dræmt. Eg hélt ekki að þú værir

x

Dvöl

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.