Dvöl - 31.05.1935, Blaðsíða 10

Dvöl - 31.05.1935, Blaðsíða 10
10 D V Ö L 31. maí 1935 Máninn á biðilsbuxum. Er það stjarnan sem hann er að hugsa um? horskur og hvergi feiminn máninn á biðilsbuxum brunar um liimingeiminn. En œtli það sé nú alltaf ein og hin sama stjarna? sem augafullur liann eltir. Ekki veit eg að tarna. Þura í Garði. farinn svona allt í einu. Það er svo skrítið að þú skulir vera að fara. — Nei, >að er ekkert skrítið. Vertu sæl, Hildur. Ilann rétti henni höndina. Hún gekk nær honum og greip hönd hans, og í augun kom glampi. — Gunnar, einu sinni vorum við góðir vinir. — Já, það er ekki mér að kenna ef við erum það ekki enn. Hún leit í augu hans og sagði hægt og biðjandi: — Fyrirgefðu mér! Kysstu mig að skilnaði — einn koss. Hann ýtti henni frá sér með hægð og sagði næstum skipandi: — Hildur, leiktu þér ekki að þeim eldinum, sem erfiðast er að slökkva! — Ætlarðu ekki að fyrirgefa mér? bað hún. Ef þú þarfnast minnar fyrir- gefningar þá er hún til reiðu. Eg vona svo að þú finnir það, sem þú leitar að — sem við öll leitum að, en fæstir finna. Eg er farinn mína leið. Eg veit ekki sjálfur livert hún liggur. Hildur starði á hann, og það var eins og hún skildi hvorki upp né niður í því sem hann var að segja. Ilann sneri sér frá henni og hélt af stað. Hún einblíndi á eftir honum, þögul og hreyfingarlaus — eins og líflaus líkami. Hann skildi eftir sig götu í túninu, þar sem hann fór. Þegar kemur fram á dag, verður þessi gata horfin. Sólin græðir öll slík sár. Gunnar gekk til fjalls, í áttina til hestanna.------( Nú var hann Gi fara burt, yfirgefa foreldra, æskustöðvar, kunningja og — Hildi. Framundan var óvissan, r.ýtt umhverfi, óþekkt fólk. í sál hans var auðn og tóm — myrkur. En hátt á lofti yfir jöklinum í austri var skínandi eldhnöttur, sem baðaði jörð og himinn í geisla flóði sínu. Það var vorsólin í allri sinni dýrð. — Hversvegna ferðu alltaf út á svalirnar þegar eg er að syngja? — Til þess að fólk geti séð, að eg er ekki að berja þig.

x

Dvöl

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.