Dvöl - 09.06.1935, Blaðsíða 6

Dvöl - 09.06.1935, Blaðsíða 6
2 D V Ö L 9. júní 1935 Kýmnisögur — Hvar er hœgt að hitta mann- inn yðar? Eg hefi enga hugmynd um livar hann er. Hann sagðist koma seint heim í kvöld, vegna þess að hann þyrfti að vinna aukavinnu á skrif- stofunni. — Eg er svo óskaplega hrædd um að eg verði grafin lit'andi þegar eg dey, herra læknir. — Það þurfið þér ekki að vera hræddar uin ef eg stimda yður þeg-" ar þar að kemur. Siggi gamli hefir verið að kíta við kellu sína og farið halloka eins og vant er. Hann er því fremur hnugg- inn í skapi fyrst í stað, en fer svo að teija kjark i sjálfan sig og segir: — Já — þó að eg sé fáfróður almúgamaður, þá er eg þó að einu leyti vitrari en sjá.lfur Salómon, því aldrei heflr mér dottið í liug að eiga meira en eina konu — já, enda er það fullnóg. — Katrín, myndirðu ekki heldur vilja giftast mesta bjánanum í ver- öldinni, heldur en verða piparjóm- frú? — Ó', Lárus, þetta kemur svo óvænt. — Ert þú aldrei á annari skoðun en konan þín? — Jú, oft, en eg læt hana aldrei komast að því. Arni kemur til Jóa nábúa síns og biður hann að lána sér reipi. — Það er mér alveg ómögulegt, svarar Jói, því eg þarf að nota þau sjálfur. — Til hvers ætlarðu að nota þau núna? — Eg ætla að fara að binda sand. — Binda sand? Arni starir agn- dofa á Jóa og heldur að liann só orðinn brjálaður. llvernig getur þú gert það? — Maður getur notað reipi til livers sem vera skal, þegar maður ekki vill lána þau. Bróðirinn: Þegar eg er orðinn stór ætla cg að græða mikla peninga eins og hann pabbi. Systirin: Þegar eg er orðin stór ætla eg að eyða miklutn pening- um, eins og hún mamma. TJ n g f r ú S m i t h (öfugu megin við þrítugt, er að sýna ungum manni, sem kominn er í heimsókn, myndir; er þar meðal annars mynd af henni sem ungbarni á örmum móð- ur sinnar): Hér sjáið þér nú hvernig eg leit út fyrir tuttugu árum. Gesturinn: Ián' hvað þetta er fallegt; en segið mér, hvaða barn eruð þér með á handleggnum? Presturinn: Eg veit til þess að menn hafa orðið lilindir af þvi að drekka áfengi. D r y k k j u m a ð u r i n n : Það er alvég öfugt með inig, eg sé tvöfalt, þegar eg drekk.

x

Dvöl

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.