Dvöl - 09.06.1935, Blaðsíða 17

Dvöl - 09.06.1935, Blaðsíða 17
9. jtiní 1935 D V 13 Þegar fyrsta dagsskíman náði niður á hæðina gladdist hún yfir því að geta virt fyrir sér litla iambið sitt, þar sem það lá og slcalf í döggvotu grasinu. Hún lét vel að því og örfaði það með snoppunni, þangað til það brölti á- takanlega klaufalega á fætur og byrjaði að sjúga. Ærin snéri hausnum að því, og virti fyrir sér hverja lireyfingu þess, og jannaði lágt og vingjarnlega. Nú hafði morgunsólin, — sem fyrir löngu síðan byrjaði að sldna á fjallstindinn, og vakti ernina — smáfærst niður á lág- lendið. Lambið hætti að sjúga, ærin gekk nokkur skref áfram og reyndi að fá það til þess að fylgja sér eftir. Henni var ant um að það yrði þess megnugt að fylgja sér eftir sem1 fyrst, til þess að þau gætu náð fjárhópn- um. Henni fannst hún vera um- kringd af ósýnilegum hættum, á þéssum eyðilega stað. Lambið virtist hrætt við að hreyfa sig. Það hristi eyrun og jarmaði aumkvunarlega. Ærin snéri aftur að hlið þess, og lét vel að því og ýtti við því með snoppunni, og gekk síðan áfram jarmandi nokkur skref. Og aftur neitaði lambið að fylgja henni eftir, og jarmaði hástöfum. Rétt í því heyrðist ógurlegur þytur i loftinu og ærin sá að ráðist var á afkvæmi hennar. Hún snéri sér snögglega. við, og- bjóst til o L grimmilegrar varnar; en á sama aúgnabliki lyfti örnin sér til flugs og flaug í áttina til fjal!3- ins. Lambið hékk máttlaust niður úr klóm hennar. Ærin fylgdi eftir með átakanlega skerandi jarmi, hún starði upp í loftið, og hrasaði um þúfur og runna. Ernimir voru ánægðir. Hungur þeirra var sefað. Ungarnir lágu og dottuðu í sólskininu. Karlfugl- inn sat sigrihrósandi og hnar- reistur á stalli sínum, og virti fyrir sér hina dásamlegu veröld er breiddi úr sér fyrir neðan hann. Af og til lyfti hann vængj- um sínum og gargaði glaðlega til sólarinnar. Arnarmóðirin sat á hreiðursbrúninni önnum kafin við að snyrta fjaðrir sínar. Hún teygði hausinn yfir sofandi unga sína í hreiðrinu og gaf frá sér vingjarnlegt en dimmraddað garg. En niðri á hinni eyðilegu hæð ráfaði ærin fram og aftur og kallaði með sáru og nístandi jarmi á lambið sitt. Fjárhópurinn og skrúðgrænt haglendið inn á milli fjallanna var gleymt. Sólveig Jónsdóttir þýddi úr ensku. — Eg vinn vanalega svo mikið, að ég er ot' þreyttur ti'l að geta borðað. — Eu ég borða vanalega svo mikið, að ég .er of þreyttur til að geta unnið.

x

Dvöl

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.