Dvöl - 09.06.1935, Blaðsíða 16
12
D V
Ö L
9. júní 1935
hún sér niður og læsti klónum í
bak hans. En silungurinn reynd-
ist henni ofurefli. Hvað eftir
annað dró hann hana í kaf, og
hún hafði verið nær drukknuð
áður en hún gat losað klærnar
úr baki hans. Síðla og naumlega
hafði . hún komizt til baka á
fjallstindinn.
Nú sló roða á föla dagsskím-
una í austri. Fagurrauðir flekkir
liðu um stöllóttan fjallstindinn.
Rauð tuska, sem ofin var i
hreiðrið, skein eins og nýtt blóð
í aukinni dagsbirtunni. Og innan
lítillar stundar flæddi rósrauð
bylgja niður brattann, er sólin
gægðist yfir hafsbrúnina.
Karlfuglinn teygði hausinn
fram yfir dýpið og blakaði vængj-
unum og gargaði hásum rómi,
eins og hann væri að fagna deg-
inum. Hann þagnaði snöggvast í
þessum stellingum, og rendi aug-
unum yfir hreiðrið. Síðan beygði
hann hausinn og lyfti vængjun-
um!, og steypti sér hratt en mjúk-
lega niður í hyldýpi loftsins, eins
og þegar maður stingur sér til
sunds. Kvenörnin fylgdi honum
með augunum, þar sem haim
hálfhvarf sjónum hennar í rökk-
urskímunni, þangað til ihann end-
aði hinn tignarlega boga, og reis
aftur upp í ljósaskiftin, og flaug
síðan beint áfram út geiminn.
Þegar landslagið kom skýrar í
í ljós, fór örhinn að fljúga í af-
armikla hringa. Hann teygði
hausinn til jarðar, í ákafri leit
eftir einhverju til þess að seðja
með hungur unga sinna og maka.
Skammt frá sjónum, þar seml
dagsskíman náði enn þá lítið til,
var dálítil hæð, lamin af hverju
regni er himnarnir komu af stað.
Þar var ekkert afdrep, nema ein-
stöku einiberjarunnar á stangli.
Hæðin var þakin mosaþembum og
snöggu en kjarngóðu grasi. Á
þessu hráslagalega og hálfdimma
bersvæði, var ær, er borið hafði
um nóttina. Hún sperti eyrun,
því hún óttaðist aðkomandi
hættu, og hlustaði eftir hinu
rninsta hljóði, en hún heyrði þó
ekkert nema nið sjávarins
skammt undan.
Iiún hafði orðið viðskila við
fjárhópinn, er hún tók lambsótt-
ma, og þessi óvelkomna kyrrð
fyllti hana með kvíða. Þegar hún
fyrst heyrði veikburða jarm
lambsins, breyttist allt. Hræðsla
hennar margfaldaðist, vegna litla
lambsins, og jafnframt vaknaði
hjá henni hugrekki, er hún hafði
aldrei fundið til. áður. Þegar litli
vesalingurinn skalf við hlið henn-
ar, jarrhaði hún lágt, og lét vina-
lega að honum. En þegar ugla
vældi í kjamnu, hinumegin í
hæðinni, þá rétti hún reiðilega
upp hausinn og leit í þá átt, er
hljóðið kom úr. Og er mús trítl-
aði íramhjá, svo þruskaði í
skrælnuðu laufinu, þá stappaði
liún niður framfótunum, og
mundi hafa búizt til varnar,
þótt það hefði verið ljón.