Dvöl - 09.06.1935, Blaðsíða 15

Dvöl - 09.06.1935, Blaðsíða 15
9. júní 1935 D V Ö L 11 »Það hefir ein eikin er af annari skefur« Eftir CHARLES G. D. ROBERTS. jCharles G. D. Roberts er fœddur í Kanada 1860. Gckk á háskóla og varð prófessor í bókmenntum við œðri skóla í Kanada. Var einn af bcztu smásagnahöf. sinnar þjóðar. Gaf sig sérstaklcga að því að lýsa hinu villta náttúrulífi norður-Kanada, og þaðan oru hans beztu sögur. Samdi einnig fjölda stœrri skáldsagna, og var Ijóðskáld gott. Munu skáldverk hans hafa valdið meiri áhrifum á kana- diska rithöfunda, á sínum tíma, en nokkurs annars höfundar þeirra]. Það var rétt fyrir dögun. Myrkrið var að byrja að þynnast kringum fjallstoppinn. Jafnvel þar uppi var enginn andvari. Þokuslæðan, sem huldi stjörnurnar, hékk aðeins handai- breidd uppi yfir gróðurlausum tindinum. í austri klauf tindur- ínn brattann og slútti ógnandi yf- ir hlíðinni og dalnum neðan undir. Efst í brúninni, á sundur- tættum og sprungnum kletta- stalli, áttu ernir hreiður sitt. Þegar myrkrið hörfaði niður brattann og dagsskíman náði visnu trjágreinunum, sem hreiðr- ið var riðið úr, vöknuðu litlu em- irair við vondan draum, undir léttum vængjum móður sinnar. Hún teygði úr hálsinum, starði í kringum sig, og lyfti vængjunum um1 leið; en ungamir kveinkuðu sér undan köldu loftinu, er næddi inn á fiðurlausa líkami þeirra, og þrýstu sér upp að henni. Karl- fuglinn, er húkti á slútandi hellu, við hliðina á hreiðrinu, hreyfði sig ekki. En hann var vakandi. Hann leit til hliðar, og gult aug- að, undir beinu og grimmdarlegu augnaloki', hafði gætur á dags- skímunni, er færðist í aukana við hafsbrúnina í austri. Þessir voldugu fuglar kvöldust af hungri, jafnvel ungarnir, og til þess að verða við sífelldum kröfum þeirra, þá spöruðu for- eldrarnir við sig, og voru orðin mögur og áhyggjufull. Dag eftir dag- höfðu víðáttumiklar og þrot- lausar veiðifarir þeirra fært þeim litla úrlausn. Makríls. og síldar- torfurnar virtust forðast strend- uraar þetta vor, og kanínurnar virtust hafa flúið í fylgsni sín kringum fjallið. Arnarmóðirin — stærri og með öflugri vængi en karlfuglinn — leit út eins og hún hefði orðið fyrir slysi. Augu hennar, grimmdarleg og áhyggjufull, dofnuðu af og til, eins og hún væri að örmagnast. Deginum áð- ur, þegar hún var að sveima yfir stöðuvatni, langt inni í landi, hafði hún komið auga á stóran silung-, sem lá í vatnsskorpunni. Með hálfþöndum vængjum renndi

x

Dvöl

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.