Dvöl - 09.06.1935, Blaðsíða 12

Dvöl - 09.06.1935, Blaðsíða 12
8 D V Ö L 9. júní 1935 L i b a n o n Libanon er alllangnr fjallgarð- ur rneðfram Miðjarðarhafsströnd- inni og er venjulegast talin til Sýrlands. Arabiska heitið er Djebel Libnan, sem þýðir hvítu fjöllin. Við sjóinn er víðast mjó lág- lendisræma, þó nær hálendið hallalítið fram að sjónum á stöku stað. Þegar láglendinu sleppir tek. ur við aflíðandi halli með frjó- sömum gi'óðri og er ræktunar menning komin þar á hátt stig. Þar er ræktaður vínviður, fíkju- tré, olífur, bómull o. fl. Þegar lengra dregur upp í fjöllin, nær skógurinn orðið yfir stærri og stærri svæði. Vex þar mikið af grenitrjám, en einnig margar teg- undir af lauftrjám. En sedrus- viðurinn hefir þó gert garð- inn frægastan. Einna elztar sagnir um Libanon hafa menn frá leiðöngrum Egipta og Baby- lpníumanna til að sækja þangað sedrusvið. Hann er nú ekki eftir nema á litlu svæði við lindina Nahr el Kadishak’s. I skógunum er mikið af björnum, úlfum1 og íleiri villidýrum. Ennþá hæi’ra úppi tekur við fjölbreyttur lyng- gróður, sem nær upp á efstu eggjar. Hæstu tindarnir ná allt að 3000 m. hæð. Hæstur er Dor el Chodib um 3100 m. Enginn jökull er á fj allstoppunum, en snjór liggur þar mikinn hluta ársins. Utan af hafinu þykja fjöllin á Libanon mjög svipstór og til- komumikil. Við Miðjarðariiafið er loftið venjulega þurt og tært og hefir mai-gur ferðamaðurinn lýst þeirri sjón með áhrifamiklum orðum, þegar hann sá í fyrsta sinn, hinn glæsta fjallahring bera við heiðan, bláan himinn. Libanon hefir legið undir ýms

x

Dvöl

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.