Dvöl - 20.10.1935, Blaðsíða 3
20- október 1935
D V ö L
3
-Ríkí mitt er ekki af þessum heimi"
Eftir HENRI
Uppi á kambi hinpar löngu,
hringmynduðu hæðar, sem veitti
útsýn yfir þorpið, stóð aðeins eitt
hús. Það var reist nákvæmlega á
ttúðjum stígnum, sem lá upp á
hæðarkambinn, þannig að hver,
sem hélt svo langt eftir stígnum,
var neyddur til annaðhvort að
hverfa aftur eða ganga inn.
h’etta einkennilega hús, sem al-
gjörlega lokaði fyrir gamlan
sóknarveg, sem sást að baki þess,
var enganveginn merkileg eða
þýðingarverð bygging í hinu sein-
láta Sainte-Patenne-byggðarlagi.
Öðru nær. Þessi útstígur, sem lá
til hússins, var nær því jafn auð-
ur og yfirgefinn frá morgni til
kvölds, eins og frá kvöldi til
morguns.
í húsi þessu, sem var vegna
iegu sinnar hluti af heildarsvip
landslagsins, eins og virðuleg
sóknarkirkja er órjúfanlega
tengd við allt umhverfi í sveit-
mni, bjuggu hjón nokkur. Húsa-
kynnin voru þröng og hrörleg.
Þetta voru þögul og ómannblend-
iu hjón, sem unnu á daginn inn
í borginni og höfðu sjaldan næði
til að sitja í litla, blómklædda
karðinum, sem fylgdi íbúð þeirra
eins og einskonar gestastofa.
Það var alls ekki hægt að segja
*tð maðurinn og konan væru úr
BARBUSSE
sama efni steypt og í sama móti.
Hann var hvassnefjaður, með
grængrá augu og afsleppa höku.
1 gegn um grófgert hárið, sem
var bleikt sem hálmur á lit, skein
í þétta, rauða húð. Konan var
aftur gædd lipurð og kvikleik,
sem stakk kynlega í stúf við
klunnalega stærð eiginmannsins,
og búin þessum yndislegu and-
stæðum, sem ófrávíkjanlega verða
að fylgjast að, til þess að fegurð
þeirra njóti sín: Fölt, milt yfir-
bragð og mikið, svart hár, mjúkt
eins og silki.
En þessi atriði hafa litla þýð-
ingu. Það sem gjörði þau svo
eftirtektarverð, var þeirra nána,
innilega samlíf. Það var undan-
tekning ef þau sáust öðruvísi en
saman. Og bæri það við, var eins
og þau væru sífellt að litast um
hvort eftir öðru. Þau brostu eða
hlógu samtímis, ekki til þess að
vera lík, heldur vegna þess, að
liinn gagnkvæmi innileiki samlífs
þeirra hafði gjört þau svo lík.
Og augu þeirra, sem annars
voru svo ólík að lit og blæ, höfðu
sama undursamlega ljómann, svo
nákvæm og hárfín var gagn-
kvæmd sálarlífs þeirra.
Almenningsálitið sagði, að þau
elskuðust of heitt. Jafnvel þótt
væru upprunnin í þessum lands-