Dvöl - 20.10.1935, Blaðsíða 8

Dvöl - 20.10.1935, Blaðsíða 8
8 D V Ö L 20. október 1985 F a r f u g 1 Eftir Guðrúnu Jónsdóttur Kveld, — yndislegt sumarkveld. Sólin er að síga til viðar yzt út við sjóndeidarhringinn og varpar gullnum ljóma yfir hafið. — Him- ininn logar : em bráðið gull. Hlíðarnar rísa dimmleitar : fjarska; hátt uppi gnæfa fjöllin blá og tignarleg. Það er kyrrð; ekkert nema árniðurinn í fjarska og lágvært ölduhljóð við sandinn rýfur hina heilögu kyrrð sumar- kveldsins. Ásta stendur við baðstofuglugg- ann og horfir út. Hún er nýkom- in heim. Hún stendur grafkyrr og starir yfir sveitina, — þessa sveit, sem hún hefir ekki séð í fimmtán ár. Hún stendur þögul og kyrr við gluggann. Enginn truflar hana, hún er ein; bærinn er í eyði. Ilún er komin heim eftir 15 ár; en í dag er sveitin þó sú sama og hún var fyrir 15 árum; sólin sezt á sama hátt nú og þá og öldurnar gjálfra sama lagið og fyrr við fjörusteinana. Hún rennir augunum hæglát- lega til, eins og hún vilji festa sér sem bezt í minni hvert ein- stakt atriði við landslagið; eða eins og hún sé að rifja upp fyrir sér gamlar, hálfgleymdar minn- ingar. Hún styður hvítum hönd- unum á fomfálegu gluggakistuna og starir út um ellidökkar rúð- urnar. Fimmtán ár. Getur það verið, að það séu fimmtán ár síðan hún lék sér sem barn hér í þessari baðstofu; síðan hún lifði hér sín- ar fyrstu gleði- og sorgarstundir! Var það ekki í gær eða fyrradag, sem hún yfirgaf sveitina sína 17 ára gömul með hugann fullan af draumum og björtum vonum um fagra framtíð ? Og nú stendur hún hér á sama stað; fimmtán ár eru liðin, en þó er allt um- hverfið hið sama og þá. Hún sjálf er það eina, sem hefir breyzt. Hún rennir huganum aftur til hins liðna - til móður sinnar, sem bjó hér í þessari baðstofu; seni sat með hana í kjöltu sér og kenndi henni að stafa og lesa sálmaversin sín. Nú liggur hún grafin í litla kirkjugarðinum úti á riesinu og brimhljóðið syngur lík- söngslagið yfir henni og hvílu- r.autum hennar nætur og daga. Fyrir þrjátíu og fimm árum síð- an var hún ung stúlka með blá augu og ljóst hár. — Hvað er hún nú? Og faðir hennar. Hún mundi svo vel eftir honum; hve hann var hár og herðabreiður og hve hann ýtti hraustlega frá landi, þegar hann reri út á miðin til þess að sækja björg í búið. Hún

x

Dvöl

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.