Dvöl - 20.10.1935, Blaðsíða 9
~0. október 1935
D V
Ö L
9
ftiundi hvernig hann strauk henni
um vangann svo að hún fann
hiýjuna af hendi hans. Hve hand-
tak hans hlýjaði henni inn að
innstu hjartarótum; og hún vissi
að honum þótti vænt um hana þó
að hann segði ekki neitt.
Hann hafði siglt út á miðin og
aldrei komið aftur. Hvar var
hann nú? — Hvar voru öll þau
atvik, sem liðin voru? Hvarf það
allt út í óminnið — kom það
aldrei aftur?
— — Hún stendur þögul og
kyr, það er sem hún hlusti. Heyr-
ir hún ef til vill ónrinn af léttum
hlátrum æslcu sinnar í þessari
litlu fornfálegu baðstofu, sem
einu sinni var henni allur heimur-
inn; finnur hún enn til hryggðar
yfir brotnum skeljum og týndum
völum, eins og fyrr er hún lék
sér hér á pallinum?
Hún þegir og lætur hugann
reika.
— — Hér hefir hana dreymt
sína fyrstu drauma unr ástir og
æfintýr; óljósar þrár hafa bærzt
í barmi hennar er iiún stóð hér
fyrr á síðsumarkveldum og horfði
á sólina síga í hafið — þá dreymdi
hana um löndin handan við hafið,
um konungssoninn unga og guð-
vef og fögur klæði.
Hana dreymdi jafnvel að hún
sigldi á báti, með fannhvítum
seglum, beint inn í kveldroðann.
Og nú stendur hún hér svo
hljóð og minnist alls þess liðna.
Hún er komin til þess að kveðja
þetta allt, í síðasta sinni.
Það er eins og minningamar
vefjist inn í blámóðu kveldsins
— eins og loftið sé þrungið af
minningum. Þær anda á móti
henni blítt og vært og hún hreyf-
ir sig ekki, en minnist.
Hún man svo vel morguninn,
þegar faðir hennar reri í síðasta
sinn. Hún man tillit hans, þegar
hún kvaddi hann og horfði á
eftir honum út í þokuna. —
Hann hvarf henni sýnum, þau
sáust aldrei oftar. — Síðan voru
mörg, mörg ár liðin.
Og móðir hennar. Hve hún
hafði grátið sárt, er hún vissi að
hann var drukknaður. Það var
eins og þessi sári vonlausi grátur
nísti hjartarætur barnsins og
íyllti hana orðlausri angist.
Hjáíparvana og sorgmædd hafði
móðir hennar barizt áfram um
sumarið og fram á vetur. Fyrir
jólin dó hún af barnsförum og
barnið litla dó líka. Ásta var ein
eftir.
Hún man hversu söknuðurinn
hafði heltekið hana þá, er hún
skyldi hvað orðið var. Að hún var
einmana og enginn, enginn í víðri
veröld vildi vera henni góður, nú
þegar móðir hennar og hann litli
bróðir hennar voru dáin og lágu
í kaldri moldinni í kirkjugarðin-
um á Nesi; þar, sem brimhljóðið
gnauðaði og minnti hana stöðugt
á öldurnar, sem hvolfdu bátnum
hans pabba hennar.