Dvöl - 03.11.1935, Blaðsíða 2

Dvöl - 03.11.1935, Blaðsíða 2
2 D V 3. nóv. 1935 Kímnisögur Læknir Bismarcks. Það sem tengdi Bismarek og Schwenninger lækni hans vináttu- böndurn, er auðskilið af eftirfar- andi sögu: Þegar Schwenninger var í fyrsta sinni sóttur til Bismarcks, spurði hann sjúklinginn ótal spurninga. Loks var Bismarck nóg boðið og hann spurði í bræði sinni, hvenær hann losnaði við allar þessar spurn- ingar. Þá bjóst Schwenninger til ferðar, tók hatt sinn og kápu og mælti við kanzlarann: — Ef þér viljið láta annast yð- ur, án þess áð vera spurður neins, þá er bezt fyrir yður að senda eftir dýralækni. Þessi hressilega ókurteisi hafði þau áhrif á Bismarck, að hann varð eins og annar maður, og eft- ir þetta sýndi hann lækninum fyllsta traust. Þegar Bismarck einu sinni seinna var spurður að því, hvernig á því stæði, að Schwenninger hefði svo góð áhrif á hann, eftir að fjöldi annara lækna árangurslaust höfðu komið til hans, svaraði Bismarck: — Schwenninger er fyrsti lækn- irinn, sem hefir annast mig. Alla aðra lækna mína hefi ég orðið að annaat! Akvörðun. Einu sinni kom rík, imyndunar- gjörn og ófríð kona til málarans Lenbach. — Mig langar til þess að biðja 0 L yður að mála mynd af mér og hafa hana fallega og líka. Lenbach svaraði: — Já, göfuga frú, en þá verðið þér að ákveða, hvort heldur hún á að vera. Kunnið þór að þegja? I stjórnarráði einu var lialdin mjög þýðingarmikil ráðstefna. öll þjóðin fylgdist mjög vel með í því, sem þar gerðist. Sérstaklega biðu blaðamennirnir í höfuðborginni með mikilli eftirvæntingu eftir úrslit- unura, til þess að geta birt þau fyrir almenningi eins fljótt og hægt var. Við lok ráðherrafund- arins komu tveir blaðamenn til eins ráðherrans með irafári miklu og spurðu hann á þessa leið: „Heflr einhver þýðingarmikil ákvörðun verið tekin?“ Það datt ofan yflr ráðherrann í fyrstu, við þessa óvæntu spurn- ingu. En síðan mælti hann og brosti íbygginn: „Kunnið þér að þegja herrar mínir?u „Já, já“, svöruðu þeir í sann- færingartón. Þá svaraði ráðherrann og brosti vingjarnlega: „Það kann eg líka“. Síðan kvaddi hann mjög kurt- eislega, steig upp í vagninn og ók af stað. Skúli: Ég hefi heyrt að þú haflr enn fallið á prófinu nú í haust. Eyvi: Það var svo sem engin furða, þeir lögðu fyrir alveg sömu spurningar og í vor.

x

Dvöl

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.