Dvöl - 03.11.1935, Blaðsíða 7

Dvöl - 03.11.1935, Blaðsíða 7
3. nóv. 1935 D V Ö L 7 hergögnum áleiðis. Því er einnig haldið fram af sumum hernaðar- sérfræðingum, að jafnvel flugvél- ar komi að tiltölulega litlu gagni á þessum slóðum í hernaði. Mörg vatnsföll eru í landinu, en ekkert þeirra er skipgengt. Helztu árnar í norðurhluta landsins eru Bahr el Azrek, eða Bláa Níl, sem rennur úr Tana-vatninu, og Tak- azze, sem er á landamærum fylkj- anna Tigré og Amhara og rennur að lokum í Níl. í suðurhluta lands- ins er Hawasch-fljótið, sem renn- ur til norðausturs eftir frjósöm- um dal milli Gallalandsins og Schoafylkisins. Á meðan á þurkatímanum stendur, eru árnar mjög litlar og sumar þorna alveg. En á rigninga- tímunum vaxa þær gífurlega og fljóta þá langt yfir bakka sína. Það er regntíminn í Abessiniu, sem mestan þátt á í því, að vatns- borðið í Níl hækkar svo, að Eg- yptar geta veitt henni yfir land sitt. Þó að Abessinia sé í hitabeltinu (landið nær frá 2.—15. gr. n. br.), þá er veðurlag þar mjög misjafnt vegna hæðamismunar og fleiri á- stæðna. Sunnan- og austantil i landinu er veðurlag þurrt og ofsa- heitt, en þegar norður og vestur í fjalllendið kemui', verður lofts- lagið kaldara og heilsusamlegra, nema niðri í dölunum, þar sem hitinn er gífurlegur. Þar er og víða votlent mjög og þess vegna lítt byggilegt vegna óhollustu og hitabeltissjúkdóma. Regntíminn í norðurhluta landsins er frá byrj- un apríl til ágústloka. Rigningin er yfirleitt afar stórkostleg og útilpkar að heita má alla sam- göngumöguleika. Á þessum tíma er og mikið kaldara en á öðrum tímum árs, sérstaklega kólnar oft mjög í veðri eftir heiftarlegustu skúrirnar. Þar sem veðurskilyrði eru svo misjöfn, er gróðurihn auðvitað eftir því. Sumstaðar er hreinn hitabeltisgróður, en á öðrum stöð- um mjög lítill. Kaffirunnurinn er héðan upprunninn og vex viltur, einkum í héruðunum Kaffa og Enarea. Dýralíf er mjög fjölskrúðugt. Af rándýrum má nefna ljón, leo- parda, sjakala, hýenur, gaupur, villiketti refi o. fl. Þar eru einnig fílar, nashyrningar og nílhestar. Gíraffar halda til í hinum þurru landsvæðum í suðurhluta landsins en antilópur uppi í hásléttunum. Villinaut eru á láglendinu þar sem votlent er. Hinn mesti sægur ér þar af fuglum. Ránfuglar, svo sem ernir, fálkar, hrægammar o. fl. Skriðdýrin eru algengust á lág- lendinu, m. a. mikið af eiturslöng- um og krókódílar eru í flestum ám. Abessiniumenn, hinn ráðandi kynflokkur í landinu og sá fjöl- mennasti, er af semitiskum stofni, eins og t. d. Arabar og Gyðingar. Sagan segir að nokkrum óldum fyrir Krists fæðingu hafi þjóð-

x

Dvöl

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.