Dvöl - 03.11.1935, Blaðsíða 4

Dvöl - 03.11.1935, Blaðsíða 4
4 D V Ö L 3. nóv. 1935 inn poka. Presturinn opnaði pok- ann og brosti ánægjulega, þegar hann sá hvað í honum var. Það voru kaffibaunir. Augu gamla mannsins ljómuðu af gleði, og hann tók handfylli sína af gráum baununum og lét þær renna um greipar sér. „f heila viku hefi ég ekki bragðað uppáhaldsdrykkinn minn,“ sagði hann. „En mér smakkast hann líka þeim mun betur. Taktu við peningunum, Páll! Nú fer ég strax út í eldhúsið og brenni fulla pönnu af þessum yndislegu baun- um. Þú skalt líka fá fullan bolla, Páll. Þú ert duglegur strákur." „Ég þigg það“, sagði drengur- inn og elti prestinn út í eldhúsið. Móðir Marion var þar ekki. Hún hafði íarið til þorpsins að kaupa mjólk. Gamli maðurinn tók steikar- pönnu og setti á eldavélina, fyllti hana af baunum og sneri henni gætilega á eldinum. Ilmandi kaffi- brennslulykt lagði út um opinn eldhússgluggann. „Með allri virðinu fyrir Napó- leon mikla“, muldraði presturinn ofan í barminn, „trúi ég samt ekki að honum takist að loka megin- landinu. Við getum ekki verið án þess að fá vörur frá Englending- um. Það veizt þú vel, Páll. Pabbi þinn lifir eingöngu á því að smygla inn enskum vörum.“ „Og hann hefir allsnægtir,“ skaut Páll inn í glaðlega. En það er líka til of mikils mælst að krefjast þess að fólk lifi alveg án þess að bragða kaffi, te, súkku- laði og margt fleira.“ „Napóleon álítur, að hann geti alveg brotið verzlun Englendinga á, bak aftur með því að loka meg- inlandinu,“ sagði gamli maðurinn og hristi baunapönnuna. „Og hann hefir fyrirskipað að allar ensk- ar vörru skyldu brenndar. En eg er hræddur um, að „litli liðþjálf- inn“ okkar hafi spennt bogann full hátt í þetta sinn, þegar jafn- vel ég, svona gamall maður, ger- ist lögbrjótur, af því að ég get ekki verið án kaffisopans, og pabbi þinn, sem annars er heiðar- leikinn sjálfur, er orðinn smyglari vegna meginlandslokunarinnar. — Það lítur því ekki vel út með fyr- irætlanir keisarans. Náðu í kaffi- kvörnina þarna, Páll, baunimar eru að verða fullbrenndar.“ Meðan presturinn og Páll skift- ust á þessum orðum tóku þeir ekki eftir því, að lítill maður með þrístrendan hatt á höfði, á hvítum hesti, nálgaðist prestssetrið. Um leið og litli maðurinn, sem var klæddur gi'árri. kápu, fór fi'am hjá húsinu, stöðvaði hann snögg- lega hestinn og þefaði í allar átt- ir eins og rándýr, sem finnur lykt af bráð. Það kom gremjusvipur á fallega andlitið hans, þegar hann fann kaffilyktina. Svo sló hann í hestinn. Eftir örlitla stund sté hann af baki hjá prestssetrinu og augnabliki síðar opnaði hann skyndilega eldhúsdyrnar. Báðir

x

Dvöl

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.