Dvöl - 03.11.1935, Qupperneq 9

Dvöl - 03.11.1935, Qupperneq 9
3. nóv. 1935 D V Ö L 9 Englendingum er þess vegna hið mesta áhugamál, ‘ að Abessinía haldi sjálfstæði sínu, eða þó að minnsta kosti norðvesturhluti hennar. Auðæfi landsins liggja svo að segja ónotuð. Samgöngur allar og flutningar eru þar stórkostlegum erfiðleikum bundnir, vegna þess að vegir eru þar engir teljandi. Allar samgöngur verða að fara þar eftir vegleysum og troðning- um. Járnbrautir eru þar engar, nema einspora braut milli Addis Abebt og Djibuti í franska Som- alilandi. Vegalengdin þar á milli er um 700 km. Iðnaður er enginn í landinu svo teljandi sé, annar en heimilisiðn- aður og þá helzt meðal Falasj- anna. Þó er sútunarverksmiðja í Addis Abeba og prentsmiðja og rafmagnsstöð. Saltvinnsla er og dálítil við saltfen í sunnanverðu landinu, er mestmegnis til eigin þarfa. Utanríkisverzlunin er hverfandi, ef miðað er við Ev- rópuþjóðir. Umsetningin nemur tæplega meira en sem svarar 150 milj. kr. á ári. Innflutningurinn er aðallega vopn og skotfæri, vefn- aðarvara og glysvarningur, en útflutningur kaffi, fílabein, tog- leður og húðir. Eftir að íbúar Abessiníu höfðu tekið kristna trú á fjórðu öld eftir Krist, breiddust grísk áhrif og menning út i landinu og ríkið stóð með miklum blóma þangað til á sjöundu öld. Þá brutust Fal- asjamir til valda og héldu þeim þangað til árið 1268, að Abess- iníumenn hröktu þá úr valdasess- inum. En um þetta leyti fór Múhamedstrú að breiðast út í landinu. Þó tókst að koma í veg fyrir, að hún útrýmdi kristninni, en Portúgalsmenn, sem þá höfðu mikil áhrif í landinu, gerðu sér mikið far um að koma abess- insku kirkjunni undir stjórn páf- ans, og urðu út úr þessu öllu mikl- ar og langar innanlandsdeilur. Lauk þeim loks með því, að land- ið skiptist i þrjú ríki, Tigré, Am- hara og Schoa og hélzt það þang- að til 1855, að höfðingja einum tókst að leggja allt landið undir s-ig. Tók hann sér þá keisaranafn og nefndist Theodor II. Hann féll í ófriði við Englendinga 1868. Nú börðust þrír höfðingjar lengi um völdin, unz einum þeirra tókst að ná yfirhönd yfir hinum báðum, og varð hann árið 1872 keisari, og kallaði sig Jóhannes. Annar mótstöðumanna hans, Menelik, er síðar varð keisari, gafst upp sjálfviljuglega og fékk að halda stöðunni sem undirkon- ungur í Schoa. Jóhannes keisari var duglegur maður og stjórnaði með röggsemi og harðri hendi. Aðaláhugamál hans var að ná valdi á höfn við Rauða hafið, helzt Massaua. En Italir urðu þar fyrrí til og tóku borgina, líklega með samþykki Englendinga. Út af þessu varð ófriður milli ítala og Abessiníumanna. Menelik brást nú

x

Dvöl

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.