Dvöl - 03.11.1935, Blaðsíða 10

Dvöl - 03.11.1935, Blaðsíða 10
10 D V Ö L 3. nóv. 1935 lánardrottni sínum og gekk í lið með Itölum. En auk Itala og Meneliks átti Jóhannes fleiri fjendur við að stríða, því her- menn Mahdíans höfðu ráðist inn í Norður-Abessiníu um þetta leyti og voru komnir alla leið að Tana-vatni. Jóhannes réðist nú á móti þeim en beið herfilegan ósigur við Metemmeh og féll sjálf- ur í orustunni. Menelik náði nú keisaratigninni, en þrátt fyrir það hélzt vináttan milli hans og ítala íyrst í stað, og gekk jafnvel svo langt, að hann gaf alla Abessiníu undir vernd þeirra. En þetta stóð þó ekki lengi, því þegar árið 1893 vildi Menelik losna við verndina. Þegar það fékkst ekki með góðu, greip hann til vopna. Italir fóru halloka og biðu loks ósigur í úr- slitaorustunni við Adua árið 1896. Friðarsamningar voru undirskrif- aðir 'í Addis Abeba. Samkvæmt þeim slepptu ítalir vemdarhendi sinni af Abessiníu og greiddu auk þess skaðabætur. Að þessum ófriði loknum fór Menelik að sækjast eftir vináttu Frakka, og er járn- brautin frá Djibuti til Addis Abeba afleiðing af því. Árið 1902 gerðu Englendingar samning við Abessiníukeisara. Var þar svo tiltekið, að Abessiníu- menn skyldu skuldbundnir til að gera engar áveituframkvæmdir við Tanavatn eða Bláu Nil. Hugð- ust Englendingar með þessu að tryggja sér afnot vatnsins. Árið 1906 gerðu Bretland, Frakkland og Italía samning með sér um að tryggja sjálfstæði Ab- essiníu. Auk ýmissa annarra ákvæða var í samningi þessum svo til tekið, að ekkert þessara þriggja rík.ja mætti seilast til áhrifa eða hlunninda í Abessiníu, nema samþykki hinna tveggja kæmi til. Þegar Menelik andaðist árið 1913 tók dóttursonur hans einn við keisaratigninni en var rekinn frá völdum þrem árum síðar. Zeoditu dóttir Meneliks varð þá drottning í Abessiníu, en henni til 'aðstoðar og eftirlits var skipaður ríkisstjóri frændi hennar einn, Haile Selassie að nafni. Þegar hún andaðist, tók hann við keisara- ligninni. Nú leið og beið til ársins 1925. Þá fóru Englendingar og ítalir að makka saman um Abessiníu, og komst það svo langt, að í des- embermánuði var orðið fullt sam- komulag á milli þeirra um málið, og var aðalinnihald samkomulags- ins á þessa leið: Englendingar áttu, óáreittir af ítölum, að fá sérleyfi til áveitu- framkvæmda við Tanavatn og Bláu Níl, en ítalir aftur á móti til járnbrautalagninga og hagnaðs þess, er af því leiddi. Þessi mála- lok voru tilkynnt Abessiníulceis- ara 9. júlí 1926. Hann sendi þeg- ar mótmæli til Þjóðabandalagsins og fékk þar fullan stuðning Frakka. Þeim þótti hinir hafa far- ið á bak við sig og skírskotuðu

x

Dvöl

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.