Dvöl - 03.11.1935, Side 5

Dvöl - 03.11.1935, Side 5
3. nóv. 1935 D V Ö L lögbrjótamir hrukku við, þegar dymar opnuðust.. Litli maðurinn með þrístrenda hattinn stóð beint fyrir framan þá. „Keisarinn!“ hrópaði prestur- inn óttasleginn og sleppti pönn- unni, sem hann var að taka af eldinum. „Já, einmitt!“ hreytti voldug- asti stjómandi Evrópu út úr sér reiðilega. „Hvað er það, sem þér aðhafist, prestur minn?“ Gamli maðurinn stóð skjálfandi af hræðslu fyrir framan Napóle- on. Hann þóttist viss um, að þetta myndi kosta sig kjól og kall. Hann bærði varirnar, en gat engu orði komið upp. „Hvað hafizt þér að?“ endur- tók Bonaparte, fokvondur. Þá sagði Páll með mestu still- ingu: „Presturinn er aðeins að fram- tylgja skipunum yðar hátignar. Hann er að b r e n n a enskar vör- ur, sem smyglað hefir verið inn í landið“. Napóleon sneri sér við og horfði hvasst í augu Páls, þá færðist allt i einu bros yfir fölt andlitið. Hann gekk nokkur skref áfram og kleip Pál góðlátlega í eyrað. „Þú ert hnittinn strákur11, sagði hann. „Hvað ætlarðu að verða, þegar þú ert orðinn stór?“ „I-Iermaður, yðar hátign“. „Það líkar mér“. Litli maðurinn i gráa frakkan- um gekk til dyra, vatt sér við á þröskuldirmm og sagði glaðlega: Skálavísur Hér er bjart og vítt til veggja vorhátt undir salaþök. Léttar brekkur efstu eggja, auðveld stærstu grettistök. — Góðum málum Ijúft að leggja liðsemd fulla og heillarök. Æskan skal hér vegu velja, varða leiðir, hækka mið. Gnýpur hæstu og tinda telja, treysta vonir, efla grið. — Hún mun aldrei öðrum selja óðalsrétt sinn, fjöllin við. Ritað i Skíðaskálanum vígslukvöldið. Á. G. E. „Ég hefði ekkert séð og enga lykt fundið, en lokaðu eldhús- glugganum næst, þegar þú b r e n n i r smyglaðar enskar vörur!“ Rétt á eftir heyrðu þeir hófa- dyninn undan hesti keisarans líða burtu frá prestsetrinu. „Þú bjargaðir mér, Páll“, sagði presturinn og varpaði öndinni léttilega. „Keisarinn reiddist ekki. Nú smakkast okkur kaffisopinn tífalt betur“. Nokkrum mímitum síðar gæddu lögbrjótarhir sér á vænum slurk af hinni „brenndu" bannvöru. Og Páll fékk ósvikinn drykkju- skilding með sér, þegar hann fór. Hans hnittna svar hafði bjarg- að kjóli og kalli prestsins. Margrét Jónsdóttir þýddi.

x

Dvöl

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.