Dvöl - 03.11.1935, Blaðsíða 15

Dvöl - 03.11.1935, Blaðsíða 15
3. nóv. 1935 D V Ö L 15 heldur ekki hollt að vera allt of berjablár, þegar við færum í kossa stuld um kvöldið! Ojæja. Við viss- um að þeir eldri og giftu voru ekki alveg saklausir af því að vera ögn kossakærir á bak við kon- urnar og spöruðum ekki að flimta um slíkt, en nú var öllu tekið vel. Á einum hvíldarstaðnum fór sá elsti að bera saman nútíð og i'ortíð. Það var nú tvennt ólíkt! „Ójá, greyin ykkar,“ það vor- um við tveir hinir yngstu, „þið þykist nú helzt menn en eruð þó ekkert nema horaðar hengilmæn- ur, merglaus beinamuðlingur, — skröltandi innan í þunnum bjórn- um. Nei, þá var þó munur í mínu ungdæmi. Þá var margt um röska drengi. Þar voru kraftar í köglum og maður lifandi þegar þeir fóru í eina grábröndótta þá mátti nú sjá hraustleg átök, lipurð og hörku. En nú þora menn ekki lengur að glíma af ótta við lið- hlaup og limlestingar. Svona fugls bein, eins og ykkar, mundu líka hrökkva í sundur eins og sprek, eins og sprek. Og svo ungu stúlkurnar. Þar er sama sagan. Þetta eru veiklu- legir, brjóstalausir aumingjar, sem nærast helzt ekki á neinu nema blátæru vatni, til þess, að vera nógu andsk. veimiltítulegar og eftir nýjustu tízku. öllu fer aft- ur, öllu. Fólkinu fer aftur, jörð- unum fer aftur, fénu, hestunum, kúnum, öllu, öllu.“ Karli var svo rnikið niðri fyrir, að hann varð að þagna. Við unglingamir skelli- hlógum, miðaldra mennirnir brostu. Ó, þú gullna meðalhóf! Innan stundar beygðum við af heiðinni niður á þjóðveginn. Tók nú brátt að kárna gaman ferðar- innar. Öskrandi bílar tvístruðu aftur og aftur hópnum fyrir okk- ur. Menn með kerrur og klyfja- hesta gjörðu og sitt okkur til bölvunar. Það bar óðum í loft skaplyndis okkar. Nauðsyn krafð- ist, að við næðum til þorpsins um kvöldið og helzt í birtu. En dagur- inn var miskunnarlaus. Alllangt innan við kauptúnið lagðist rökk- urmóða haustkvöldsins yfir okkur og varð æ ógegnsærri. Við áttum fullt í fangi með að halda hópnum saman. Flest af lömbunum gekk afleitlega. — Þarna lcom ferðalangur skokkríð- andi með dráttarhest í togi. Hann hægði hvergi ferð sína, en reið beint í hópinn. „Hæ, mannfjandi!“ hrópaði einn okkar. Ekkert lát. „Heyrirðu ekki, hundinginn þinn“. Ekkert lát. „Geturðu ekki farið eins og maður gegn um hópinn, hottentottinn þinn?“ Ekkert lát. En þegar hann var kominn aftur úr hópnum og hafði tvístrað hon- um til beggja hliða út af vegin- um, fekk hann líka 'skammimar. Við lögðum allir saman. Hver taug í okkur titraði af heift. En ekki- sens bölvað meinhomið að tarna glotti bara svo djöfullega ánægður framan í okkur, að okkur' fannst víst öllum það sama, sem sé að í

x

Dvöl

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.