Dvöl - 03.03.1935, Blaðsíða 3

Dvöl - 03.03.1935, Blaðsíða 3
B V Ö L 3. marz 1034 Rafaella Eftir Axel Munthe. Málverkið var álitið eitt hið bezta á allri sýningunni, og nafn listamannsins unga var á allra vörum. Það var alltaf hópurinn í kring um málverkið að dást að tví, og menn voru alveg gagn- teknir af fegurð þess. Hún lá á Purpurasessu í legubekk, og æsku. ijóminn lék um yndisþokka henh- ai'. Meiri háttar listdómarar höfðu Sizkað á, að hún væri í hæsta lagi sextán ára. 1 grönnum limum hennar fólst enn eitthvað af hinni töfrandi fegurð barnsins, og það Var sem væri hún sveipuð^ blæju ^ins ósnortna hreinleika. Hver var þessi yndislega, vel vaxna og dáfríða meyja? Gat það verið satt, sem menn pískruðu sín a milli, að stúlkan, sem þessi úndurfagra mynd var af, bæri eitt af tignustu nöfnum Frakk- ^ands, að ættgöfug fegurðardÍ3 frá Faubourg St. Germain hefði i^omið til málara, sem þekkti hana ekki neitt og látið hann finna það, Sern hann alltaf hafði verið að leita að, en aldrei fundið fyr? Hver var hún? Læknirinn staldraði við um stund og hlustaði á hina hrifnu sVningargesti, sem *létu dæluna eaúga. Þetta benti ótvírætt á sig- Ur ungs málara. Hann tróð sér 8eSnum þröngina og komst að lokum út á ganginn. Þar stað- næmdist hann eitt augnablik og sá skrautlega vagna renna hvern á eftir öðrum niður eftir Champs Elysées, svo fór hann yfir Place de la Concorde og gekk inn í Boulevard St. Germain. Klukkan sló sjö, þegar hann gekk framhjá St. Germain des Prés kirkjunni. Hann greikkaði sporið, því að enn átti hann langt ófarið. Hann gekk inn í eina af smágötunum nálægt Jardin des Plantes og eftir nokk- urn tíma var eins og hann væri eiginlega ekki lengur í París. Göt- umar urðu að dimmum og mjó- um sundum, búðimar voru orðn- ar smáholur og veitingahúsin drykkjukrær. Vel búnu fólki fór sífækkandi, vinnuúlpumar urðu tíðari og tíðari. Klukkan var bráð- um1 átta. Þetta var leikhúsatíminn við hinar skrautlegu aðalgötur, en hér gengu hópar af þreyttum verkamönnum heim eftir erfiði dagsins. Þeir voru úttaugaðir og gleðivana á svip, en vinnan var líka erfið. Strax um sexleytið á morgnana hringdu klukkurnar í verksmiðjunum og á vinnustöðv- unum. Margir þeirra voru klukku- tíma á leiðinni í vinnuna. Hér og þar stóðu tötralega búnir menn með útrétta aðra hendina. Það var ekkert spjald á brjóstinu á

x

Dvöl

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.