Dvöl - 03.03.1935, Blaðsíða 12

Dvöl - 03.03.1935, Blaðsíða 12
12 D V Ö L 3. marz 1934 meira að segja svefnherbergi Lúðvíks 14. með sængurfötum og öllu eins og var á hans dögum. En engin merki sjást hans mörgu fögru ástmeyja, sem settu sinn svip á hið fræga hirðlíf á bernskuárum þessarar hallar. Þrátt fyrir öll listaverkin, skrautið og íburðinn, verður mér á að stanza lengst við eitt her- bergið, sem enga húsmuni hefir að geyma, aðra en þá, er standa á miðju gólfi. Það er eitt lítið borð og 4 einfaldir stólar. En við þetta herbergi eru áhrifaríkir við- burðir tengdir, sem1 snerta núlif- andi menn flestra ianda. 1 þessu herbergi má segja, að ráðin hafi verið örlög- og æfikjör miljóna og hundraða miljóna manna, sem nú lifa, og sem lifa á næstu áratug- um. — Hér var það sem Wilson, hinn göfugi Bandaríkjaforseti, barðist fyrir rétti og viðreisn smælingjanna, bræðralagi þjóð- anna, en varð að miklu elyti að !úta í lægra haldi fvrir tröllaukn- um stálvilja yfirdrotnunarfor- ingjans franska, Clemenceau. Fyrsti reglulegi fundur þeirra 32ja þjóða, sem þátt tóku í friðar- samningunum, var haldinn hér til hliðar í Spegilsalnum 18. jan. 1919, en við þetta litla borð voru samningarnir undirritaðir 28. júní 1919, af þeim Wilson, Clemen- ceau, Lloyd George og Orlando. Og þó að friðarsamningarnir væru að ýmsu leyti óviturlegii' og líklegir til að sverfa fast að hinum sigruðu Þjóðverjum, og hlaða síðar glóðum elds að höfði sigurvegaranna, sem notuðu mátt sinn til að kúga þá, sem minni- máttar voru í svipinn, — þá fólu þeir þó í sér vísi að hugsjón Wil- sons forseta, að þj óðirnar ættu að fara að vinna meira saman (Þjóðabandalagið) en áður. Það var ósk Wilsons forseta, að bræðralagið, samvinnan og þekking þjóðanna hver á annari fengi yfirráðin, í stað þjóðemis- drambsins, sundrungar og van- þekkingar, sem áður hefði ríkt. Hér í þessari höll vax það 1783 að friðarsamningamir milli Eng- lendinga og Bandaríkjanna voru gerðir og Bandaríkin í Ameríku voru fyrst viðurkennd sjálfstæð. Hinn mesti frelsisdagur þeirrar voldugu framfaraþjóðar er því tengdur við þennan stað. — En frelsið er ekki alltaf tengt við Versali. Hér var það sem her Þjóðverja tók sér bólfestu 1870 í þýzk-franska striði'nu og sat hér um París í 6 mánuði. Héðan var tilkynnt 18. janúar 1871 stofnun þýzka keisaradæmisins. Nokkru seinna (26. febi'. 1871) voru frið- arsamningar milli Frakka og Þjóðverja undirskrifaðir á þess- um stað, en í þeim var sá ófrið- arneisti falinn, sem loks blossaði upp 1914 og varð að því verald- arbáli, sem kunnugt er. Mættu veggir þessir tala, hefðu þeir merkilega sögu að segja. Það er eins og þessi staður sé

x

Dvöl

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.