Melkorka - 01.10.1950, Síða 13

Melkorka - 01.10.1950, Síða 13
Elísabet Eiríksdóttir bæjarfulltrúi Sextugsafmœli Sá ljóti siður er nú að verða landfastur liér að skrifa afmælisgreinar um fólk frá þrí- tugu og frameftir. Ég kenni alltaf í brjósti um þá, sem verða fyrir því að fá slíkar grein- ar um sig og verð því að biðja vinkonu mína Elísabetu Eiríksdóttur afsökunar á því að ég skuli gera henni þann grikk að nota 60 ára afmæli hennar sent tilefni þessarar greinar. Það má víst með sanni segja að 60 ár séu skjótt liðin hjá, þó að 60 ár séu nægi- legur tími til að nota vel eða illa eftir atvik- um. Nu vill svo vel til að þessi 60 ár Elísa- betar hafa verið alveg sérstaklega vel notuð. Elísabet Eiríksdóttir er fyrir löngu þjóð- kunn kona. Starf hennar í þágu verklýðs- hreyfingarinnar og sósíalismans er orðið svo langt og margþætt að hún mun vera með þekktustu konuin hérlendum. Hún er ein af stofnendum K.ommúnistaflokks íslands og síðar Sameiningarflokks alþýðu — Sósíal- istaflokksins. Hún er stofnandi og formaður verkakvennafélagsins Einingar á Akureyri. Hún hefur setið í bæjarstjórn Akureyrar um margra ára skeið og unnið fjölmörg störf önnur á vegum verklýðshreyfingarinnar og að málefnum hennar. Hún hefur eigi aðeins staðið með í fylkingarbrjósti verklýðshreyf- ingar Norðurlands, heldur hefur lnin einn- ig verið með öruggustu forustumönnum ís- lenzkrar verklýðshreyfingar. — Hún er svo vinsæl og réttsýn að jafnvel andstæðingar hennar verða að viðurkenna yfirburði hennar sem málflytjanda og dáðst að for- ustuhæfileikum hennar. Elísabet er ein af þeim konum, sem á eftir að verða kunn fram um aldir, þegar farið verður að skoða verkin, og áhrif jress brautryðjendastarfs, sem unnið helur verið í íslenzkri verklýðs- hreyfingu. Elisabet Eiriksdóttii Nú eru tímar mikilla jrrenginga fyrir fagrar hugsjónir á hinu svokallaða vestur- hveli. Grinnnd og miskunnarleysi æðir um grímuklætt á ýmsa lund. Allskonar „apa- bíli“ kalla sig leiðtoga Jrjóða og hyggjast að hrinda heiminum út í nýtt blóðbað með „jass“-undirleik. Öllu er snúið öfugt. Það sem áður var kölluð innrás er nú kölluð vörn. Eitt sinn höfðu íslendingar sarnúð með smáþjóðum, sem ráðizt var á af öðrum stærri og sterkari. Nú skal það heita dyggð. Það er verið að færa fasismann í föt lýð- ræðisins, eins og úlf í sauðargæru. A slíkurn tímum er gott að eiga í landinu traust og gott fólk eins og Elísabetu Eiríks- dóttur, búið þeirn beztu kostum, sem okkur í bernsku var kennt að virða og meta, hreysti, sannleiksást og góðvilja. — Megi okkur auðnast að njóta starfskrafta hennar vel og lengi. — Hamingja fylgi henni hvar sem hún ier. D. Á. MELKORKA 63

x

Melkorka

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Melkorka
https://timarit.is/publication/625

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.