Melkorka - 01.10.1950, Síða 14

Melkorka - 01.10.1950, Síða 14
HvaS gerir kirkjan? Eftir Sigriði Eiriksdóttur A þessu ári hefur í einu dagblaði bæjar- ins og raunar í 2 ómerkilegum vikublöðum aftur og aftur verið imprað á því, live nauð- synlegt það sé fyrir íslendinga að búa sig til hernaðar. Fyrir nokkrum árum hefði slík uppástunga þegar verið kveðin niður og jafnvel verið hent að henni mikið ganran. —■ En styrjaldaráróður stórra dagblaða malar jafnt og þétt og sljóvgar dómgreind almenn- ings, enda mun vera einlrver tilgangur með þeirri óskaplegu orku, sem eytt er í það að telja fólki trú um, að hin eina björgun þess sé að fela sig forsjá stórveldis, jafnvel Jrótt það lesi um Jrað daglega, að heil landflæmi séu lögð í eyði í styrjaldarátökum undir ,,vernd“ sama stórveldis. Að vísu lienda margir gaman að liervæð- ingarkröfum Vísis, Mánudagsblaðsins og Landvarnar, og telja hugaróra hálfgeggjaðra manna. Svo er þó ekki. Skriffinnar Jressir vita vel hvað þeir eru að gera; Jreir sjá hvernig hin stöðugu stríðsæsingaskrif smátt og smátt ná áhrifum hjá þjóðinni og bak við skrif þeirra er bláköld alvara. Það skipt- ir engu máli, þótt einn þeirra dragi í land öðru hverju og telji sig með skrifum sínum einungis hafa meint „heimavarnir til hjálp- ar og öryggis" líkt og Danir geri, J>. e. Jrjón- usta sem aðallega sé fólgin í kaupum á sára- umbúðum, lyfjum og hjúkrunartækjum. Vitanlega er Jrað sjálfsagt og skylt að birgja þjóðina upp með slíkar nauðsynjar, en ég veit ekki betur en að Rauða Kross deildir þjóðanna annist slík ltjálpar- og öryggisstörf í styrjöldum og við eigum liér vel skipu- lagðar Rauða Kross deildir, sem starfa með sama fyrirkomulagi og í sambandi við Al- Jrjóða Rauða Krossinn. Það ætti Jrví ekki að Sigriður Eiriksdóttir þurfa að Itala áhyggjur af þeirri hlið máls- ins, enda er Jrað ekki Jrað sem fyrir þessum mönnum vakir. í Vísi frá 10. ágúst er svo að orði komizt: ,,Svo sem kunnugt er kveður stjórnarskrá íslands svo á, að herskyldu megi ekki í lög leiða, — nema til landvarna. Sé innrás gerð í landið með vopnavaldi, eða sé slofnað liér til óeirða, sem sjálfstæði landsins stafar liáski af, þá er liver vígfær maður herskyld- ur, livort sem lionum líkar betur eða verr.“ Síðar stendur svo í sömu grein: ,,Sé Jrað svo, sem ekki beri að efa, að brez.ka heimsveldinu stafi ógn af undirróð- ursöflum og skemmdarverkalýð, er háskinn varla minni hjá smáríkjum, nema síður sé. Þar sem engar varnir eru fyrir hendi, ættu slík öfl að geta náð sér niðri í fyllingu tím- ans, og myndi Jreim þá auðveldur leikur á Itorði að koma skemmda- og skaðsemdarfýsn sinni fram. Við Islendingar eigum sjálfir að hafa frumkvæði að öryggisgæzlu hér heima 64 MELKORRA

x

Melkorka

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Melkorka
https://timarit.is/publication/625

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.