Melkorka - 01.10.1950, Síða 18

Melkorka - 01.10.1950, Síða 18
að umtalsefni, hefur mér oft verið hugsað til kirkju þjóðarinnar. Hvað gerir kirkjan? Hér-á landi eru talsvert öflug samtök innan kirkjunnar undir forustu góðviljaðra, frjáls- lyndra manna. — Þótt segja megi að íslend- ingar séu ef til vill ekki kirkjuræknir um of, telja þeir sig vera vel kristna þjóð, sem láti mannúðarmál til sín taka, og hleypur kapp í kinn, ef ráðizt er á trúarskoðanir þeirra. Hér eru stórir söfnuðir, kirkjufélög karla og kvenna, safnaðarnefndir og einstök trúarfélög. Mörg kvenfélög landsins láta og trúmál til sín taka og starfa í nafni kristni og mannúðar. — Vel veit ég, að kristnar þjóðir hafa um allar aldir háð styrjaldir og á þann hátt þverbrotið öll boðorð kristninn- ar. En þær staðreyndir afsaka á engan hátt, að fulltrúar kristinnar þjóðar, minnsta lýð- veldis í heimi, sem á þá dásamlegu sérstöðu að eiga ekki mann í herklæðum og búinn morðvopnum, lireyfa ekki orði, þegar ábyrgðarlausir angurgapar róa að því öllum árum að flækja þjóðina inn í styrjaldarátök stórþjóða, og liggur stundum við að þeir jafnvel bjóði fram land sitt í þeim átökurn. Á ég þar við, að ávallt þykir sjálfsagt að nefndar stórþjóðir virði að engu rétt lítillar þjóðar til þess að lifa hlutlaus í landi sínu, heldur telji sjálfsagt og eðlilegt, að það sé hernumið, liersetið og notað í styrjaldartil- gangi, sem okkur kemur ekki við. — Aldrei hafa mér vitanlcga undangengin ár verið gerðar út sendinefndir, skipaðar mönnum frá ríki og kirkju til beggja deiluaðilja með áfrýjun um að svo lítilli, vopnlausri þjóð sé þyrmt og henni leyft að lifa í friði í landi sínu, utan styrjaldarátaka. Vera má að slík málaleitun hefði ekki borið neinn árangur, en hversvegna liefur þetta aldrei verið reynt? Mikil ábyrgð hvílir nú á kristinni kirkju á Islandi. Henni ber siðferðileg skylda til að skerast í málin og spoma af öllum mætti gegn því, að hér verði komið upp innlend- um her, í hvaða mynd sem er, eða hvaða nafni sem hann nefnist. Enginn vafi er á því, að kirkjan nær ekki til yngri kynslóðar- innar í landinu senr skyldi, en svo mun það víða vera. Skyldi orsökin til þess ekki m. a. vera sú, að kirkjan leggur víða blessun sína yfir verknaði, gagnstæða kenningum sínum, annaðhvort með þögninni, afskiptaleysi eða blátt áfram samjrykki. Boðorðið „Þú skalt ekki mann deyða“ nrissir t. d. æ meira hið upprunalega gildi sitt meðal kristinna þjóða, sem halda uppi fjöldanrorðum á fólki senr enga aðild á í styrjaldarorsökum, ein- ungis af því að það býr á hernaðarlega mik- ilvægum svæðunr. Unga fólkið, senr oft hef- ur nænrari réttlætiskennd en hið eldra, sem grafið er í hefðbundnum venjunr, sér þetta nrikla misræmi og fjarlægist þann kristin- dóm, sem ekki er sjálfum sér samkvæmur. Til allra kvenna í landinu vil ég segja þetta: Látið ekki blekkjast af styrjaldará- róðrinum, reynið að skynja hina ónrælan- legu fórn, senr styrjaldir liafa krafizt af eig- inkonum og mæðrum frá ónruna tíð og til þessa dags. Hversu þær hafa orðið að sjá á bak eiginmönnum sínunr og sonum út í lemstrun eða dauða, og þegar lrezt hefur gegnt, endurheimt þá nreira eða nrinna eyðilagða og flekkaða á sál og líkama eftir helgreipar hernaðarandans. Takið höndum saman og beitið áhrifum yðar til þess að kveða niður þann hernaðaranda, sem nú er að rísa með þjóðinni. Fáið kirkjuna í lið nreð yður til þess að hindra, að íslenzkum nrönnum verði hrundið út í mannvíg. Ákerblom læknir í Uppsölum, sem Ákerblom-stóllinn er kenndur við, segir að stólbakið verði að veita mögu- leika til að minnsta kosti þriggja hvíldarstellinga: Menn eigi að geta setið ofurlítið álútir, nokkurn veginn uppréttir með stuðningi við mjóhrygginn, og i þriðja lagi hallað sér lílið eitt aftur á bak og þá haft stuðning fyrir allt bakið. 68 MELKORKA

x

Melkorka

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Melkorka
https://timarit.is/publication/625

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.