Melkorka - 01.10.1950, Síða 22

Melkorka - 01.10.1950, Síða 22
Úr hversdagslífinu: Ö RY GGISNÆLUR Eftir Grethe Benediktsson í fyrra sumar mátti lesa í blöðum að einn af nauðsynjahlutum daglegs lífs ætti aldar- afmæli: öryggisnælan. Þeir eru varla marg- ir, ef þeir eru þá til, sem liefðu annars nokkru sinni hugsað til uppfundninga- manns hennar. Örlög hans voru svipuð því sem virðist hafa orðið hlutskipti flestra upp- fundningamanna: hann átti alltaf sjálfur í basli með að afla naumustu lífsnauðsynja handa sér og sínum, en aðrir uppskáru ávextina af hæfileikum hans. Sagan, eins og ég las hana í fyrra í einhverju blaði, var eitthvað á þessa leið: Upp fundningamaðurinn var fátækur New York-búi, Walter Hunt að nafni; hafði hann hleypt sér í skuldir og fór til vinar síns að leita ráða. Sagt er að vinurinn hafi verið fús að hjálpa, en þar sem Hunt hafði þegar fengið léða peninga hjá honum, vildi hann helzt ekki auka skuldir sínar, og Hunt settist því niður að velta málinu fyrir sér. Loksins fann hann ráð og lofaði að koma aftur og borga, fór heirn og settist að vinnu. Hann tók vírspotta, beygði og snéri hann nokkrum sinnum, — og úr því varð öryggis- næla. Nú mátti Hunt því miður ekki vera að því að reyna að fá einkaleyfi og lán til þess að hefja framleiðslu. í staðinn fór hann til kaupmanns nokkurs, Richardsons að nafni. Þessi maður sá sölumöguleika nælunnar og keypti uppfundninguna fyrir 100 dollara. Richardson fékk einkaleyfi sama ár, kom upp verksmiðju og fór að græða, og græddi vel. En Hunt garmurinn gat lokið verstu skuldunum og haldið áfram í bili. 72 Um síðari ævi Hunts er sömu sögu að segja. Hann varð aldrei fésýslumaður; upp- fundningar sínar varð hann alltaf að selja öðrum, en sjálfur græddi hann lítið á þeim. Hann bjó við fátækt til æviloka. í raun og veru var þó um endur-upp- fundningu að ræða. Þessi hugsun hafði verið hugsuð áður og gerð að veruleika, og það fyrir meira en tveimur jDÚsundum ára. Það hlýtur að hafa gerzt í Grikklandi, því að þar liafa elztu nælurnar fundizt, sem vit- að er um, ótrúlega svipaðar nútímanælum. Án efa hefur tilefnið verið gríski fatnaður- inn. Svala fjallaloftið í Grikklandi gerði ullarfatnað nauðsynlegan, og í liinum gisna vefnaði tolldu venjulegu nálarnar, sem voru eins og risavaxnir títuprjónar, miður vel, ennfremur var skraddaralistin á mjög frum- stæðu stigi. Einn góðan veðurdag hefur einhver fyrirrennari Walters Hunts komizt upp á að beygja og snúa venjulegan prjón alveg eins og Hunt gerði, og það þurfti að- eins fáeinar smávegis lagfæringar til að fá nothæfa nælu. Þetta gerðist um 400 f. Kr. b. Nælurnar bárust fljótt til nágrannalandanna í vestri og norðri, og úr því eru þessar nælur með algengustu hlutum í fornmenjafundum í Norðurálfu. Efnið var fyrst bronsi, seinna líka járn og gull og silfur. Þær urðu stöðugt fyrir alls konar breytingum. Stærðin er mjög misjöfn, frá örsmáum nælum til geysi- stórra seri hafa varla getað átt að vera ann- að en fórnargjafir til guðanna, — hentugar voru þær að minnsta kosti ekki. Hið upp- MELKORKA

x

Melkorka

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Melkorka
https://timarit.is/publication/625

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.