Melkorka - 01.10.1950, Blaðsíða 25

Melkorka - 01.10.1950, Blaðsíða 25
SEBASTIANA SkráÖ hejur Vitaliano Brancati Þröngur vegur, alsettur hnullungsgrýti líkt og uppþornaður farvegur fjallasprænu, liggur í bugðum rnilli hárra kletta upp bratta fjallshlíð ofanvert við Taormina. Við enda hans klúkir smáþorp, er nefnist Castel- mola. Það er á að gizka hundrað kofar, og standa hver upp af öðrum. Dyrnar á fram- hliðunum eru rétt mátulega háar fyrir asna að komast gegnum þær, og þröskuldur efra hússins er í jafnri hæð og þakskeggið á því neðra. Tveir staurar undir svölum eins húss- ins hvíla raunverulega á dyraþrepum ann- ars. Götur þorpsins liggja allar að kirkjunni, sem nýlega liefur verið endurbyggð, rétt eins og þær séu að forðast það að hrapa nið- ur bratta fjallshlíðina. — Þær eru þröngar og stuttar, og eftir tvær eða þrjár skarpar bugð- ur enda þær þar sem ber við heiðan himin- inn eða blátt hafið — þúsund fet fyrir ofan örmjóa strandræmuna — eða hallandi trjá- garða með tærum lækjarsytrum, garða, sem þó gefa ekki frá sér þá dýrlegu angan senr ætla mætti, sökum þess að yf’ir þorpinu lrvíl- ir sífelldur daunn af áburði, sem engin haf- gola megnar að lirekja á brott. Á stundar- fjórðungs fresti heyrist stórfengleg klukka slá og gefa til kynna hina óhagganlegu rás tímans þar sem hún varpar skugga sínum frá kirkjuturninum og fær flesta lausa hluti til að bifast um leið og hún gefur frá sér liljóð. í þessu þorpi bjó stúlka nokkur, ólst þar upp og náði tvítugsaldri. Þegar kvöldaði og sást til tungls, var hún vön að sitja kyrrlát og hljóð og lmgsa dreymin um liið ókomna, þar sem henni varð litið yfir endalausan haf- flötinn, silfurlitt grjótið og skuggana af hús- þökunum. Hún hét Sebastíana. Hún var fjarska auð- mjúk og hljóð í allri framkomu, lík þjón- ustustúlku á sveitabæ, og fljót til að roðna og fara hjá sér. Enda þótt hún væri lirein sem drykkjarvatn, var hún jafnan uppburð- arlaus og skömmustuleg hvað sem leið ó- venjulegri fegurð hennar, var hún hlédræg og feimin líkt því sem hún væri vansköpuð og forðaðist að láta sjá sig og svo hrædd var hún við að líta í spegil, að systur hennar urðu að draga hana að speglinum með valdi eins og iirædda kind, ef þær vildu að hún speglaði sig, og neyða hana til þess að opna skelfd augun. ,,Æ, gerið jrað fyrir mig, látið mig vera,“ var Sebastíana vön að segja. „Ég bið ykkur ekki um annað en að láta mig vera. Geri ég nokkrum nokkuð? Lofið mér þá að vera í friði. Ef ykkur langar til þess að fara eitt- livað, þá farið. Ef þið viljið fara frá Castel- mola, þá farið frá Castelmola, en um fram allt lofið mér að vera í friði.“ Og systur hennar, móðir og faðir létu liana í friði. Sebastíana gat setið klukkustundum sam- an í litla lierberginu sínu, að því er virtist afskiptalaus af því sem var og gerðist kring- um hana, — dauðum hlutum, svo sem borð- inu og skápnum, jafnt sem lifandi hlutum, hvort lieldur sem þeir gengu á gólfinu eða skriðu um loft og veggi. Öllu þessu sýndi hún sömu hæverskuna, auðmýktina, um- burðarlyndið. Hamingjusöm í lítillæti sínu og þögn, í senn glöð og kyrr, ánægð þrátt fyrir afskiptaleysi annarra, lifði hún lífi sínu á þennan hátt, unz 9. september 1939, er hún fékk skyndilega liitasótt. Fyrir sólarlag var hún látin. Hún var jarðsett í litla kirkjugarðinum MELKORKA 75

x

Melkorka

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Melkorka
https://timarit.is/publication/625

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.