Melkorka - 01.10.1950, Side 26

Melkorka - 01.10.1950, Side 26
Hún var vön að vera kyrrldt og hljóð og hugsa clreymin um hið ókomna. í Castelmola. Gleymdi ég kannske að taka það fram, að kirkjugarður þessi liggur uppi á hæðarhrygg utan í fjallshlíðinni, og að grafirnar líta út eins og þær geti á hverri stundu hrapað niður brattann? Enda var það ekki fyrr en eftir að Sebastíana hafði verið komið fyrir á þessum stað, að ógæfa hennar hófst — ef að atvik, sem koma fyrir dauðan líkama, lausan við þá sál, senr veitir lionum fegurð, geta kallazt því nafni. Dag nokkurn eftir mikið regn og storm, hrapaði skriða úr fjallinu, og Sebastína hraktist út úr gröfinni og niður brattann, fyrst í hnotviðarkistunni, en síðar kistulaus. Líkklæðin höfðu svipzt af henni í stormin- um og myrkrinu, og að lokum hafnaði hún á aðaltorginu í Taormina. Fyrsti vegfarand- inn, sem gekk fram á lík stúlkunnar þar sem það lá afhjúpað og iirakið á mannauðu aðal- torgi borgarinnar, eftir að hafa verið marga mánuði í gröfinni — gamall maður frá Gen- úa — missti nánast ráð og rænu við þessa óhugnanlegu sýn. Sebastíana var grafin á ný í kirkjugarðin- um í Taormina, nærri hliðargötu, sem að vísu var ekki hávær, en heldur ekki sem ró- legust. Elskendur, vændiskonur, hermenn, liðsforingjar og hjúkrunarkonur úr Rauða krossinum, voru þar á ferli um nætur, í faðmlögum, á tali og syngjandi gleðisöngva. Eftir því sem leið, hlaut þessi nætui'hávaði geigvænlegri blæ, ekki hvað sízt eftir að styrjöldin gerði næturmyrkrið ógnþrungið, svo á láði sem legi. Hvað eftir annað rufu skothvellir, óp og sprengingar næturkyrrð- ina, unz gleðihávaðinn hvarf með öllu fyrir gný styrjaldarinnar. Átökin nálguðust í sí- fellu, þar til dag nokkurn, að sprengja ein þeytti Sebastíönu upp úr gröfinni og kastaði henni niður að ströndinni hjá Giardini, ekki langt frá brautarstöðinni. Þetta var árið 1943, árið sem Þjóðverjar voru að flýja Sikiley og dreynrdi illa drauma einmana í skjóllitlum kofurn, sem þeir skriðu inn í til þess að sofa meðal brotanna af hernaðartækjum þeirra, kíkjum og vél- byssum. Stórvaxinn, fámæltur liðsforingi úr Bæheimi, sem var að þrem fjórðu hlutum brjálaður og einum fjórða örmagna eftir til- raunina til þess að leyna brjálæði sínu, þótt- ist þekkja aftur forna unnustu sína, þar sem Sebastíana var, en sú unnusta lá reyndar dauð undir rústum stórrar byggingar einhvers staðar í Þýzkalandi. J3rjálæðið, sem honum hafði lil þessa tekizt að halda niðri í viður- vist annarra, náði nú hámarki sínu, jafn- framt því sem leifar þær af viti, sem liann liafði reynt að kæfa það með, brutust fram á þann hátt sem nálgaðist snillingsæði. Hon- um tókst að koma Sebastíönu fyrir í vojnia- kassa, þekja kassann með svörtu klæði og setja hann upp á fallbyssuæki. Með þennan farangur hélt liðsforinginn síðan áfram flóttanum. Liðsveit sú, sem hann stjórnaði, brauzt gegnum bakvarðalínu Þjóðverja, og engu var líkara en að öll sú fylking, sem elti, væri fylgdarlið líksins á fallbyssuvagninum. Hinn ærandi og geigvænlegi hávaði styrj- aldarátakanna fylgdi Sebastíönu eftir á þess- ari för hennar norður á bóginn. Torfærur þær, sem liópurinn lenti í að næturlagi, voru þaktar hergagnaleifum og rotnandi líkum, en livað eftir annað leifraði himinn- 76 MELKORKA

x

Melkorka

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Melkorka
https://timarit.is/publication/625

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.