Skutull - 17.10.1947, Blaðsíða 1
VERKAMENN 1
SAMVINNUMENN !
Komum Skutli inn á hvert
heimili á Vestfjörðum!
Gjalddagi blaðsins var 1.
júlí. Greiðið andvirði blaðs-
ins í Bókaverzlun Jónasar
Tómassonar.
XXV. ár.
Isafjörður, 17. okt. 1947 23.-24. tölublað.
Ávarp til lesenda Skutuls. MarkmiðHlþýðuflokksins.
Með blaði þessu verður sú breyting á útgáfu Skutuls,
að Alþýðuflokkurinn verður útgefandi hans og eigandi.
Á miðju næsta ári eru liðin 25 ár frá því að Skutull hóf
göngu sína, en hann var stofnaður í júlí 1923 af bæjarfull-
trúum alþýðunnar á Isafirði og var ritstjóri hans fyrstu
árin séra Guðmundur Guðmundsson frá Gufudal, eins og
flestum Vestfirðingum a. m. k. mun í minni. Skutull hefir
ávallt verið þann aldarfjórðung, sem er liðinn frá fyrsta
útkomudegi hans, málsvari alþýðuhreyfingarinnar í land-
inu og flokks hennar, Alþýðuflokksins.
Árið 1928 tók Verkalýðssamband Vestfjarða við útgáfu
Skutuls, en þá var sú skipan á alþýðusamtökunum að bæði
stéttarfélögin og jafnaðarmannafélögin voru innan sömu
allsherjarsamtaka þ. e. í Alþýðusambandi Islands, og var
svo þangað til fagleg og pólitísk samtök alþýðunnar voru
aðskilin 1940.
Verkalýðssamband Vestfjarða, sem við skipulagsbreyt-
inguna fékk nafnið Alþýðusamband Vestfjarða, hélt þó
áfram útgáfu blaðsins þar til í júlí 1944, að þing sambands-
ins ákvað að fela útgáfu þess sambandsforseta Hannibal
Valdimarssyni, en hann hefir nú afhent blaðið fulltrúa-
ráði Alþýðuflokksins hér í bæ.
Við getum glatt hina mörgu lesendur Skutuls með því,
að þetta boðar á engan hátt, að Hannibal og Skutull séu
skildir að skiptum.
Hannibal mun hér eftir sem hingað til lofa Skutli að
njóta síns röggsama og hárbeitta penna, þótt hann hafi
nú vegna þingstarfa og fjarveru úr bænum látið af út-
gáfu og ritstjórn blaðsins.
Einnig hafa þeir tveir aðrir þingmenn Alþýðuflokks-
ins á Vestf jörðum, Ásgeir Ásgeirsson og Finnur Jónsson,
heitið blaðinu stuðningi sínum.
Skutull mun framvegis sem hingað til fyrst og fremst
leggja áherzlu á að ræða bæjarmál Isafjarðarkaupstaðar
og innanhéraðsmál Vestfirðinga, jafnframt því mun blað-
ið leitast við að vera ötull málsvari Alþýðuflokksins og
alþýðuhreyfingarinnar í landinu.
Þá hefir Skutull ávallt túlkað málstað verkalýðsins og
samtaka hans og mun svo einnig verða framvegis.
En til þess það megi takast sem bezt og með sem mest-
um árangri fyrir verkalýðshreyfinguna, óskar blaðið að
vera í sem nánustum tengslum við verkalýðsfélögin og
einstaklinga innan þeirra.
Bindindismálunum óskar Skutull að vinna allt það gagn,
sem hann megnar, og svo er um hvert það mál, sem til
menningarauka og þjóðþrifa stefnir.
Skutull hefir alla jafna þótt berorður í málflutningi og
mun svo enn verða.
Fulltrúaráði Alþýðuflokksins er ljóst, að aukið viðfangs-
efni, eins og útgáfa vikublaðs, kallar á aukin störf flokks-
fólks almennt.
Fyrir því vill fulltrúaráðið nú skora á allt alþýðufólk
að duga vel Skutli m. a. með því að auka kaupendatölu
blaðsins, svo að hann megi verða því sem árangursríkast
baráttutæki fyrir sigri jafnaðarstefnunnar.
Fulltrúaráð Alþýðuflokksins á Isafirði.
Tvö megin sjónarmið eru
jafnan uppi í þjóðfélagsmál-
um. Annað er sjónarmið það,
sem jafnaðarstefnan grund-
vallast á, en það er, að allir
menn, konur og karlar, sem í
heiminn eru borin eigi jafnan
rétt til þeirra lífsgæða, er móð-
ir jörð býr yfir, án tillits til
þess, hvar eða af hverjum þeir
eru fæddir.
Hitt er svo sjónarmið íhalds
og afturhaldsstefna sem er það,
að þeim, sem komist hafa yfir
auð og náð með honum sér-
stöðu í þjóðfélaginu, komi á
engan hátt við, hvort aðrir hafi
við manneskjuleg kjör að búa
eður ei.
Um tugi ára hafa jafnaðar-
menn boðað kenningu sína, en
jafnan mætt harðri andstöðu
sérhyggjumannanna, er ávallt
virðast lifa eftir þeirri kenn-
ingu, að þeir eigi ekki að gæta
bróður síns.
En kenningar j afnaðar-
manna gegnum árin hafa opn-
að augu æ fleiri og fleiri fyrir
þeim sannleika, að sjálfstæðu
menningarlífi verður einungis
lifað þar, sem hæfileikar hvers
einstaklings fá notið sín innan
þjóðfélagsins, en til þess svo
inegi / verða, þarf þjóðfélagið
að vera þannig byggt upp, að
þjóðfélagsþegnarnir fái notið
sem mest frjálsræðis, en eitt
aðal skilyrði fyrir því frjáls-
ræði er það, að einstaklingnum
séu sköpuð innan þjóðfélags-
ins þau lífsslcilyrði, að hann sé
elcki brauðstritinu háður.
Alla jafnan hafa því verið
hörð átök milli jafnaðar-
manna annars vegar og sér-
hyggjumanna liins vegar um
þær stefnur í þjóðfélagsmál-
um, sem minnst er á hér að
framan.
Jafnaðarstefnan hér á landi
þróast í fyrstu í formi verka-
lýðsfélaganna, sem mynduð
eru til að vinna að bættu kaupi
og kjörum íslenzkrar aljiýðu,
en íslenzk alþýða, sem og al-
þýða annarra landa, verður
sér þess brátt meðvitandi, að
kaupgjalds- og kjarabaráttan
ein fullnægir ekki réttlætis-
kröfum hennar innan þjóðfé-
lagsins. Alþýðan sér því brátt
lífsnauðsyn þess að hefja
stjórnmálabaráttuna. — Hún
myndar því brátt sinn eigin
stjórnmálaflokk — Alþýðu-
flokkinn.
Stefna og starf Alþýðuflokks-
ins hefir ávallt miðað að því
að frelsa íslenzka alþýðu úr
viðjum þrældóms, kúgunax og
öryggisleysis.
Að þessu hefir flokkurinn
unnið með því að vekja sjálfs-
traust, vilja og þrek hinna
vinnandi stétta.
Og með því að koma fram á
Alþingi stórmerkum umbóta-
málum hefir Alþýðuf 1 okkmím
nú þegar tekizt að umbreyta
kjörum íslenzkrar alþýðu á
svo glæsilegan og stórfengleg-
an hátt, að þeir einir, er kynna
sér kjör alþýðunnar fyrr og
nú, geta lagt þar á réttlátt mat.
En rétt er að hafa það í huga
að alla sigra sína hefir Alþýðu-
flokkurinn unnið sem minni-
hlutaflokkur og þó verið þeirri
grundvallarhugsj ón sinni trúr
að vera lýðræðisflokkur. Og
málum sínum á alþingi til
framdráttar, hefir hann eink-
um notað tvær aðferðir.
I fyrsta lagi unnið fólkið í
landinu til fylgis við málin,
svo að aðrir flokkar hafa
neyðst til að gera eitt af tvennu
til að forðast fylgistap, þ. e.
veita málum Alþýðuflokksins
fylgi eða jafnvel tekið þau upp
sein sín eigin mál, er þeir sáu,
hversu vinsæl þau voru með
þjóðinni.
I öðru lagi hefir Alþýðu-
flokkurinn aldrei gengið svo
til þátttöku í ríkisstjórn, að
hann setti ekki fram ákveðnar
kröfur um framgang hags-
munamála islenzkrar alþýðu.
En eigi skal svo starað á
unna sigra, að framtiðin
gleymist með öllu. Heldur
skulu þeir verða unnendum
j afnaðarstefnunnar meðal
yngri kynsslóðarinnar helgur
arfur, er blási henni kapp í
kinn, auki þrek hennar og
þrótt í áframhaldandi baráttu
fyrir bættu þjóðfélagsskipu-
lagi, þar sem rikir meiri lífs-
Framhald á 3. síðu.