Skutull - 17.10.1947, Blaðsíða 6
6
VÍTSTURLAND
Tilkynning.
Hér með er skorað á alla þá, er telja til skulda í dánarbúi
Helga Sigurgeirssonar gullsmiðs, er andaðist 23. maí s. 1., að
lýsa kröfum sínum fyrir undirrituðum. Ennfremur er þess
óskað, að þeir, sem hafa átt geymda muni hjá honum, vitji
þeirra sem fyrst.
Isafirði, 20. ágúst 1947.
Stefán Bjarnason.
Auglýsing nr. 9 1947
frá skömmtunarstjóra
Samkvœmt heimild í 14. gr. reglugerðar um vörus'kömmtun,
takmörkun á sölu, dreifingu og afhendingu vara, frá 23. sept.
1947, hefir viðskiptanefndin samþykkt eftirfarandi sérstakar
reglur um veitingu innkaupaleyfa fyrir skömmtunarvörum til
iðnfyrirtœkja, veitingahúsa og annarra, sem líkt stendur á um,
og ekki eru skyld að krefjast skömmtunarreita vegna sölu sinn-
ar vegna þess, að veitingarnar eða iðnframléiðslan er ekki
skpmmtunarskyld vara:
1. Þar sem vafi er talinn á því, hvort eða að hve miklu leyti
vara sé skömmtunarskyld, sker skömmtunarstjóri úr. tJr-
skurði hans má þó áfrýja til viðskiptanefndar.
2. Skömmtunarskrifstofu ríkisins skal heimilt að veita fyrir-
tækjum þessum innkaupaleyfi fyrir skömmtunarvörum
til starfsemi sinnar í hlutfalli við notkun þeirra á þessum
vörum á árinu 1946, eða öðru tímabili eftir heimild skömmt-
unarstjóra, enda færi þau á það sönnur, er skömmtunar-
stjóri tekur gildar, hver sú notkun hefur raunverulega ver-
ið. Hlutfall þetta ákveður viðskiptanefnd fyrir einn alman-
aksmánuð í senn fyrirfram, og veitast innkaupaleyfi þessi
fyrirfram fyrir einn mánuð í senn.
3. Iðnfyrirtæki, veitingahús og aðrir þeir, er samþykkt þessi
tekur til, geta því aðeins fengið innkaupsleyfi fyrir skömmt-
unarvörum til starfsemi sinnar, að þau hafi verið starfandi
sem slík hinn 17. ágúst 1947. Skömmtunarskrifstofunni er
þó heimilt að veita undanþágu frá þessu ákvæði, ef fyrir
liggur álitsgjörð og meðmæli bæjarstjórnar eða hrepps-
nefndar, enda komi samþykki viðskiptanefndar til.
4. Ef* aðili, sem fengið hefur innkaupsleyfi samkvæmt sam-
þykkt þessari, hættir starfsemi sinni eða breytir henni á
þann veg, að skömmtunarvörurnar séu notaðar á annan hátt
en áður var, þegar innkaupsleyfi var veitt, skal hann skyld-
ur að tilkynna það skömmtunarskrifstofu ríkisins og leita
samþykkis hennar, ef um breytta notkun skömmtunarvar-
anna er að ræða.
5. Ef eignaskipti verða að fyrirtæki, sem samþykkt þessi tekur
til, má veita hinum nýja eiganda þess innkaupsleyfi eftir
sömu reglum og hinum fyrri eiganda, enda starfi fyrirtæk-
ið á sama hátt og áður var, og innan sama bæjar eða hrepps.
Sé hinum nýja eiganda veitt innkaupsleyfi, falla leyisveit-
ingar til fyrri eiganda niður frá sama tíma.
6. Óheimilt er að nota skömmtunarvörur þær, sem innkaups-
leyfi verða veitt fyrir samkvæmt þessari samþykkt, til ann-
arrar framleiðslu (eða veitingasölu) en þeirrar, er leyfis-
hafi hefur sjálfur með höndum. Sala og/eða afhending leyf-
anna eða varanna sjálfra til annarra er þvi óheimil. Brot
gegn þessu ákvæði sviptir hinn brotlega aðila rétti til að fá
ný innkaupsleyfi samkvæmt samþykkt þessari.
Reykjavík, 25. september 1947.
SKÖMMTUNARSTJÖRINN
Saltskip
með ágætu ítölsku salti getum vér útvegað hingað til
Vestf jarða í október—nóvember,. eftir nánara samkomu-
lagi.
Talið við oss sem fyrst.
i pr. pr. Verzlun J. S. Edwald
Högni Gunnarsson.
Auglýsing nr. 10 1947
írá skömmtunarstjóra.
Viðskiptanefndin hefir samþykkt, samkvæmt heimild i 2. gr.
reglugerðar frá 23. sept. 1947 um sölu og afhendingu benzíns og
takmörkun á akstri hifreiða, eftirfarandi reglur um sölu og af-
hendingu á benzíni til annarrar notkunar en bifreiðaaksturs og
notkunar handa flugvélum:
1. Aðili, sem þarf benzín til notkunar samkvæmt samþykkt
þessari, getur sótt um það til lögreglustjóra í viðkomandi
umdæmi, að sér verði úthlutað benzíni. Skal umsóknin skráð
á þar til gerð eyðublöð, sem skömmtunarskrifstofa ríkisins
leggur til, og skal þar tekið fram um hvers konar vél er að
ræða, hestorku vélarinnar, benzíneyðslu á vinnustund og
áætlaðan vinnustundafjölda fyrir hverjar komandi tvær
vikur.
2. Lögreglustjórum er heimilt, hverjum í sínu umdæmi, að
úthluta benzíni til þeirra nota, sem hér um ræðir, fyrirfram
fyrir allt að tveim vikum í einu. Standi sérstaklega á, þann-
ig að óvenjulegar fjarlægðir notanda (vélarinnar) frá skrif-
stofu lögreglustjóra eða umboðsmanns hans eða frá benzín-
birgðum sé að ræða, skal þó heimilt að úthluta benzíninu
fyrir lengri tíma í einu en tvær vikur.
3. Lögreglustjórum er heimilt að ákveða magn þessara benzín-
skammta með hliðsjón af benzínneyðslunni og hinum áætl-
aða vinnustundafjölda vélanna, eftir að hafa fullvissað sig
um að rétt sé frá skýrt um það hvorttveggja í umsókn-
inni.
4. Óheimilt er benzínsölum að afhenda hreinsað benzín annað
en sárabenzín, í stærri skömmtum en 100 g., án sérstakrar
skriflegrar heimildar frá lögreglustjóra eða skömmtunar-
skrifstofu ríkisins. I
5. Úthlutanir á benzíni samkvæmt samþykkt þessari skulu fara
fram með því að veita sérstök innkaupsleyfi á þar til gerð-
urn eyðublöðum, sem skömmtunarskrifstofa ríkisins leggur
til, og má ekki úthluta benzínmiðum (reitum) í þessu skyni.
Reykjavík, 25. september 1947.
SKÖMMTUNARSTJÓRINN
Auglýsing
nr. 15, 1947, frá skömmtunarstjóra.
Ákveðið hefur verið, að þannig skuli að farið, að með B-reiti
af núgildandi skömmtunarseðli í verzlunum, hvort scm um
stærri eða smærri kaup er að ræða, að sleppt sé verðmæti, sem
ekki nær einni krónu, en 2 kr. reiturinn afhendist allur, þegar
þannig stendur á að verðmætið fer yfir eina krónu.
Skömmtunarst j óri.