Skutull

Árgangur

Skutull - 17.10.1947, Blaðsíða 8

Skutull - 17.10.1947, Blaðsíða 8
8 SKUTULL w * Utvarpsumræður á Alþingi síðastl. þriðjudag. Stjórnarandstaðan fær hina háðulegustu útreið. Einar Olgeirsson verður mát. Á þriðj udagskvöldið f óru fram á alþingi útvarpsumræð- ur um þingsályktunartillögu Einars Olgeirssonar i samein- uðu þingi, þar sem krafist er skýrslu stj órnarinnar um þátt- töku hennar í Parísarráðstefn- unni um efnahagslega viðreisn Evrópuríkj anna. Tillaga þessi mun vera ein- stakt þingplagg, bæði snertandi orðbragð og annað. Sýnt var á allri framkomu Einars, að hann gekk nauðug- ur til þessara umræðna, enda hafði maðurinn sleppt sér með öllu á Alþingi, er honum varð ljóst, að hjá útvarpsumræðun- um yrði ekki komist. Við umræður þessar skeði það óvænta, að flutningsmaður tillögunnar neitaði fyrst i stað að hefja framsögu um það mál, sem hann sjálfur flutti inn i þingið. En þegar ekki varð hjá því komist hóf Einar umræður um tillöguna, en þóttist í upphafi málsins ekkert geta sagt, þar eð hann hefði ekki þá heyrt skýrslu utanríkisráðherra, og hvarf því hið skjótasta frá hl j óðnemanum. En í síðari umferð, er Einar tók til máls á ný, kom hann aldrei inn á skýrslu utanríkis- ráðherra og fannst flestum þvi fyrri mótbára Einars gegn þvi að hefja umræðurnar rökleysa ein. Og mun enginn þingmað- ur hafa fengið háðulegri út- reið í útvarpsumræðum á Al- þingi heldur en Einar hlaut að þessu sinni, enda hefir hann hlotið fyrir frumhlaup sitt ó- þvegna ofanígjöf hjá eigin flokksmönnum. 1 umræðum þessum kom ým- islegt það fram, sem öllum al- menningi er þörf á að vita, eins og upplýsingar þær, sem for- sætisráðherra, Stefán Jóhann Stefánsson, gaf um bruðl Áka Jakobssonar í sambandi við verksmiðjubyggingarnar og alla þá sendimenn, sem í sigl- ingum voru á vegum Áka, en kostnaður af þeim nam hátt í einni miljón króna. Þá var það eftirtektarvert í ræðu Emils Jónssonar, að með þeim aðgerðum, sem nú hefir verið efnt til, eins og skömrttt- uninni o. fl., til þess að mæta gj aldeyrisskortinum, þá hefir það áunnist að við stöndum nú 50 miljón krónum nær því að vera okkur nógir með gjald- eyri heldur en við vorum i ágústmánaðar byrjun. Utanríkismálaráðherra — Bjarni Benediktsson — sann- aði skýrt og skilmerkilega, að allur orðaflaumur kommún- ista um sölumöguleika fiskaf- urða okkar, er ekki hafi verið hagnýttir, er staðlausir stafir. Auk þeirra ráðherra, sem hér hafa verið nefndir tóku þeir Bjarni Ásgeirsson, at- vinnumálaráðherra og Ey- steinn Jónsson menntamála- ráðherra þátt i umræðunum og mun það almanna rómur, að ríkisst j órnin hafi vaxið við umræður þessar en stjórnar- andstaðan minnkað að sama skapi. -------0------ Skömmtun á nauðsyn j avörum Um síðusttu mánaðamót var tek- in upp víðtæk skömmtun á mörg- um helztu nauðsynjavörum al- mennings. Skömmtun þessi er víð- tækari og flqknari en áður hefir verið hér á landi og er mjög nauð- synlegt að almenningur gjöri sér fulla grein fyrir hvað fæst út á hina ýmsu reiti. Samkvæmt tilkynningum skömmt- unarstjóra nær vöruskömmtunin til eftirtaldra vöruflokka: Kornvörur og brauð, kaffi, sykur, erlent smjör, hreinlætisvörur, vefnaðarvörur og búsáhöld og fatn- aður. Eins og kunnugt er eru skömmt- unarreitirnir merktir bókstöfum og tölum. Reitum þessum liefir verið gefið ákveðið innkaupagildi. I útvarpserindi, er Elís Ó. Guð- mundsson skömmtunarstjóri flutti, gerði hann grein fyrir gildi reit- anna, og er það þannig: Reitirnir A 1—A 15 gilda aðeins fyrir kornvörum og brauðum. Gild- ir hver reitur fyrir 1 kg. Litlu reit- irnir A 11—A 15 gilda hver um sig fyrir 200 gr. af kornvöru eða brauði, og eru þeir einkum gefnir út vegna brauðkaupa. Kornvöru- skammturinn er alls 15 kg. til ára- móta eða 5 kg. á mann á mánuði. Reitirnir J 1—J 8 gilda aðeins fyrir kaffi. Gildir hver retur fyrir 125 gr. af brenndu og möluðu kaffi eða 150 gr. af óbrenndu kaffi. Tvo reiti þarf því fyrir hverjum pakka af brenndu og möluðu kaffi. Kaffiskammturinn eru 4 pakkar á mann til áramóta. Reitirnir K 1—K 9 gilda aðeins fyrir sykri og fæst 500 gr. út á hvern K-reit eða 1500 gr. á mann á mánuði. Reitirnir M 1—M 4 gilda aðeins fyrir hreinlætisvörum. Heimilt er að kaupa gegn hverjum M-reit eitt- hvað eitt af þessu fernu: % kg. blautsápu eða 1 stykki af stangar- sápu eða 2 pakka af þvottaefni eða 1 stykki af handsápu. Réitirnir B 1—B 50 gilda fyrir vefnaðarvörum og búsáhöldum og er h^imilt að kaupa fyrir hvern reit kr. 2,00 verðmæti miðað við smásöluverð. Stofnauki nr. 14 gildir til kaupa á 1 kg. af erlendu smjöri. Stofnauki nr. 13 gildir aðeins til kaupa á ytrifatnaði. Gegn þessum stofn- auka má kaupa einn alklæðnað karla eða eina yfirhöfn karla eða kvenna eða tvo ytri kjóla kvenna eða einn alklæðnað og eina yfir- höfn á börn undir 10 ára aldri. Allir ofantaldir skömmtunar- reitir gilda til næstu áramóta nema stofnauki nr. 13, sem gildir til 31. desember 1948. Af eldri seðlunum er nú aðeins í gildi stofnauki nr. 11, er gildir fyrir einu pari af skóm til 1. maí 1948, eins og áður hefur verið tilkynnt. Skömmtun á vefnaðarvörum og búsáhöldum er algjör nýmæli hér á landi. Til grundvallar þessari vöru er lagt smásöluverð varanna, og er mönnum heimilt að kaupa þessar vörur fyrir kr. 100,00 til næstu áramóta. Hver B-reitur gild- ir sem innkaupaheimild fyrir kr. 2,00 miðað við útsöluverð, þó þannig að verðmæti innan við kr. 1,00 er sleppt við seðlaskilin en kr. 1,00 eða meir er hækkað upp í kr. 2,00. Til frekari glöggvunar á þessu nýmæli skulu tilfærð dæmi: Ef keyptar eru vefnaðarvörur og búsáhöld fyrir kr. 36,80 þarf að skila 18 tveggja króna B-reitum. En sé keypt fyrir kr. 37,05 þarf að skila 19 B-reitum. Eins og sjá má er nú enn nauðsynlegra en áður að almenningur gjöri kaup sín þar sem vörurnar eru beztar og ódýr- astar og gæti þess að afhenda ekki seðla sína fyrir öðrum vörum en skammtaðar eru. Barnshafandi konum verður út- hlutað aukaskammti af vefnaðar- vörum og nemur skammtur þessi kr. 300,00 miðað við smásöluverð. Til þess að hljóta þennan auka- skammt þarf að afhenda vottorð frá lækni eða Ijósmóður. Til stofnunar nýrra heimila er heimilt að veita kr. 1500,00 auka- skammt af búsáhöldum og vefnað- arvörum. Leyfi þetta nær aðeins til nýrra heimila en er ekki veitt vegna stækkunar heimila eða til endurnýjunar búsáhalda á heimil- um. Verzlanir eiga nú að afhenda skömmtunarreiti sína til heildsala eða framleiðanda, og er það ný- mæli. Verður þó verzlunum veitt fyrirfram-innkaupaleyfi til þess að- þær geti jafnan haft fyrirliggjandi liinar skömmtuðu nauðsynjavörur. Að vonum mun mörgum þykja óhægra að á skömmtunarseðlana er elcki skráð heiti og magn þeirrar vörutegundar, er fæst út á hvern reit, en til þess munu liggja þær á- stæður, að seðlarnir voru prentað- ir löngu áður en ákveðið var til fullnustu hvaða vöruflokkar yrðu teknir með í skömmtunina. Er von- andi að þessu verði breytt til batn- aðar, þegar næst verða prentaðir seðlar. Eins er með ýmsa byrjun- arannmarka, er koma í ljós, að vænta mun mega lagfæringu á þeim. En eins og skömmtunar- stjóri sagði í viðtali við Alþýðu- blaðið nýlega: „Það er ekki að búast við, að skömmtunarkerfið komi fullskapað á fyrsta degi“. E. Aðalfundur Kaup félags ísfirðinga. Aðalfundur Kaupfélags Is- firðinga var haldinn 14. sept. s. 1. Á fundinum voru mættir um 70 fulltrúar frá 6 deildum félagsins. Framkvæmdastj-óri félagsins Ketill Guðmundsson las upp reikninga síðastliðins árs og skýrði þá. Vörusala félagsins 1946 nam kr. 7 800 668,00. Tekjuaf- gangur þess árs varð krónur 100103,87. Samþykkt var að greiða félagsmönnum í stofn- sjóð 4% af ágóðaskyldum vörukaupum þeirra. Stjórn félagsins skipa nú: Ilannibal Valdimarsson, Isa- firði, formaður, Birgir Finnsson, Isafirði, varaformaður. Grímur Kristgeirsson, Isaf. Þorleifur Guðmundss., Isaf. Jón H. Fjalldal, Melgraseyri. Páll Pálsson, Þúfum. Þórður Hjaltason, Bolunga- vík. -------0------- Fréttabréf úr Reykj- arf j ar ðarhr eppi hefir Skutli nýlega borist og segir bréfritari að i sumar hafi spretta á túnum og ræktaðri jörð verið góð; en öllu lakari á engjum. Heyfeng segir hann í hreppnum í tæplegu meðal- lagi, en hey hafi lítið hrakist. 1200 lömb voru seld úr hreppnum til Vestur-Húnvetn- inga fyrir 157 og 168 krónur stykkið. Slátrun hófst í Vatnsfirði seint í s. 1. mánuði og telur bréfritari sláturfé þar heldur rýrara en í fyrra; Verkakaup í hreppnum seg- ir bréfritari hafa verið í sumar hjá konum 100—175 kr. á viku, en vikukaup karla 300—350 krónur. Skutull þakkar bónda þeim, er sendi honum línur þessar og vill gjarnan fá slik fréttabréf sem oftast og sem víðast frá. St. Dagsbrún nr. 67 lieldur fund þriðjudaginn 21. okt. kl. 9 síðd. Fundarefni: Embættismannakosning. Rætt um vetrarstarfið o. fl. Félagar eru beðnir að mæta stundvíslega. Athugið að nú er brýn þörf að standa vel á verði gegn áfengisbölinu. Æðstitemplar.

x

Skutull

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skutull
https://timarit.is/publication/626

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.