Skutull - 17.10.1947, Blaðsíða 4
4
S K U T U L L
Skömmtunin og sóun hins erlenda gjaldeyris
Skömmtun er nauðsynleg, eins og ástand gjaldeyrismál-
anna er nú, en framkvæmd hennar þarfnast mikilla breyt-
inga. Viðskiptaráð virðist hafa verið um megn að hafa
nægilegt yfirlit yfir gjaldeyriseyðsluna. Bílar hafa verið
fluttir inn til landsins fyrir 68 miljónir kr. á 21 mánuði.
Skömmtun eins og sú, sem
nú hefir veriði upptekin á
fjölda vörutegunda er algjör-
lega nýtt fyrirbæri í íslenzku
þjóðlífi.
Að vísu höfum við búið við
skömmtun áður, en langt um
yfirgripsminni.
Það er þvi ekki nema að von-
um, að jafn róttækri skömmt-
un og á var sett um s. 1. mán-
aðamót sé misjafnlega tekið,
þegar í hlut á þjóð, sem alla
jafnan hefir hlotið hrós fyrir
annað fremur en fylgja í hví-
vetna settum lögum og reglum.
Telja má víst, að allur al-
menningur ræði fátt meira um
þessar mundir en skömmtun-
ina, og vill Skutull leggja þar
nokkuð til þessara umræðna.
Það fyrsta, sem um hlýtur
að vera spurt í sambandi við
skömmtunina, er, hvort hennar
sé þörf og hvert sé stefnt með
henni.
Kommúnistar, sem alla jafn-
an eru reisuferðugri til orða
en raunhæfra úrbóta, hafa í
ræðu og riti svarað þessum at-
riðum á þá lund, að skömmt-
unarinnar sé engin þörf og
með henni sé einungis stefnt
að því að svala þorsta núver-
andi ríkisst j órnar eftir að
þrengja kosti alþýðunnar í
landinu.
Skal þetta nú nánar athug-
að. Fjárhagsráð, sem tók til
starfa i byrjuðum júlí s. 1. lét
það verða sitt fyrsta verk að
gera sér grein fyrir gjaldeyr-
isástandi þjóðarinnar. Þá
koma í Ijós þær nöktu stað-
reyndir, að fimm síðustu mán-
uði þessa árs muni okkur
skorta 137 milj. króna til þess
að geta fullnægt þeim innflutn-
ingsþörfum, sem gera yrði ráð
fyrir, ef ástand væri eðlilegt.
Nýbyggingarreikningur var
yfirdreginn um 45,6 miljónir
króna. Stofnlánadeild vantaði
um 57,8 miljónir króna.
En síðan fjárhagsráð gaf
skýrslu sína um mánaðamótin
ágúst-september hefir komið í
ljós, að skýrslan var sízt máluð
dekkri litum en efni stóðu til.
Það eru því blákaldar stað-
reyndir, að þjóðina skortir nú
gjaldeyrir svo tilfinnanlegt er.
Þessir gjaldeyriserfiðleikar
okkar stafa fyrst og fremst af
því, hve útflutningurinn í ár
verður minni en vonir stóðu til
og veldur hvorutveggja þar
um, aflabrestur og sölutregða.
Hvað síldarafurðunum við-
kemur, þótti hæfilegt áætlað
magn af lýsi, saltsild og mjöli
sem hér segir:
Síldarlýsi 50 þúsund smá-
lestir, saltsíld 200 þúsund tunn-
ur, síldarmjöl 40 þúsund smá-
lestir. En þetta varð þannig:
Síldarlýsi 20 þús. smálestir,
saltsild 60 þús. tunnur og sild-
armjöl til útflutnings um 7
þús. smálestir.
Fyrir þessar þrjár vörur
einar fást því um 130—140
milj. króna minna en gera
mátti ráð fyrir í meðal aflaári.
Það er því augljóst, að meg-
in orsök erfiðleikanna er okk-
ur með öllu óviðráðanleg, og
úr þeim fáum við bezt bætt
með því að auka framleiðslu
útflutningsvara okkar af
fremsta megni.
En þá rekum við okkur á þá
erfiðleika, sem eru i vegi fyrir
eðlilegum framleiðslustörfum
þar sem dýrtíðardraugurinn og
verðbólgan er.
Þá má og fullyrða, að ekki
svo lítil ástæða fyrir gjaldeyr-
iserfiðleikum okkar nú er sú
taumlausa sóum gjaldeyrisins,
sem átt hefir sér stað undan-
farin ár í höndum viðskipta-
ráðs.
Menn hrukku ónotalega við,
er fjárhagsráð hafði gefið upp-
lýsingar um ástand gjaldeyris-
málanna, og það var engu lík-
ara en þetta kæmi jafnvel á
óvart þeim, sem þessum mál-
um áttu að vera kunnugastir.
Það er því líkast, að við-
skiptaráð hafi á engan hátt
haft yfirsýn yfir ástandið í
g j aldeyrismálunum.
Enda hefir gengið í Reykja-
vík allskonar orðrómur um
leyfisveitingar fyrir gjaldeyri
og innflutningi, og segir eitt
Reykjavíkurblaðanna — Vísir
— þann 28. ág. s. 1. í forustu-
grein, er nefnist „Embættis-
brot“ svo, um orðróm 'þennan
m. a.:
„1 bænum gengur nú þrálát-
ur orðrómur manna á milli um
það, að allt sé ekki með felldu
um leyfisveitingar í þeim
stofnunum, sem undanfarið
hafa ráðið innflutningnum.
Gengur orðrómur þessi jafn-
vel svo langt, að fullyrða, að
gefin hafi verið út leyfi, sem
hvergi séu skráð í stofnunum
þessum fyrir vörum, sem mik-
il eftirspurn hefir verið um.
Er jafnframt fullyrt, að mest
brögð hafi verið að þessu síð-
ustu vikurnar, sem stofnan-
irnai- störfuðu, eða áður en
Viðskiptanefndin tók við störf-
um“.
Sama blað segir tveim dög-
um síðar um þetta mál í lok
forustugreinar blaðsins þann
dag:
„Hitt dylst aftur engum
manni, að heildarárangur af
störfum Viðskiptaráðs og Ný-
byggingarráðs stenzt ekki
gagnrýni með því að nefndirn-
ar hafa misst allt vald á þeim
málum, sem þær áttu að
stj órna“.
Þetta segir Vísir, og mun ó-
hætt að fullyrða, að ritstjórar
hans eru ekki einir um þessa
skoðun.
Skutull hefir á engan hátt
möguleika til að meta sann-
leiksgildi þess orðróms, sem
Vísir minnist á, og er mjög
lífseigur þar syðra.
Skutull hefir aftur á móti
fyrir satt, að fulltrúi sá, sem
kommúnistar áttu i Viðskipta-
ráði, Isfirðingurinn Haukur
Helgason, sem litið stóð út af
hjá efnalega hér á Isafirði,
hafi haft efni á og nægan
gjaldeyri til nú í sumar að fara
ásamt frú sinni í sumarleyfi
suður til Miðjarðarhafslanda,
og mundi blað'hai/s, Þjóðvilj-
inn, hafa haft skrif um slíkt
í vandlætingartón, ef annar
hefði átt hlut að máli.
Gj aldeyrisskorturinn er stað-
reynd, þó að um það megi ef-
laust deila, að hversu miljdu
leyti hann hafi verið okkur ó-
umflýj anlegur, og hve mikið
fyrir handvömm þeirra, er um
áttu að fjalla.
Hann skapar okkur nú þá
erfiðleika, sem þjóðin verður
að vera umkomin að vinna
bug á.
En til þess eru einkum tveir
möguleikar, og er annar sá að
auka framleiðslu útflutnings-
verðmæta og hinn að tak-
marka kaup erlendra vara af
fremsta megni, og það er ein-
mitt að því, sem stefnt er með
skömmtuninni. Skömmtunin er
þvi ill nauðsyn, sem við verð-
um að mæta af fullum skiln-
ingi.
Fjöldamargar þjóðir hafa
um lengri tíma orðið að búa
við miklu strangari skömmtun
en við nú, þótt þær hafi á all-
an hátt verið ver undir hana
búnar en við, en þó tekið
henni af fullum þegnskap.
Sómi íslenzku þjóðarinnar
er í veði, ef hver einstaklingur
tekur ekki skömmtuninni af
fullum skilningi og nægum
þegnskap.
Þegar okkur er Ijóst, að
þjóðin hafði þegar í ágúst að-
eins um 30 miljónir króna í er-
lendum gjaldeyri úr að spila
til áramóta í stað 170 miljóna,
sem þurft hefði til að viðhalda
venjulegum innflutningi á
sama tíma, þá getur engum
manni blandast hugur um það,
að víðtækrar skömmtunar var
þörf til þess að draga úr eyðslu
erlends gjaldeyris og til þess
að skipta því, sem inn er flutt
sem jafnast milli þjóðarþegn-
anna.
En þótt við séum sammála
um óumflýjanlega nauðsyn
þess að upp sé tekin róttæk
skömmtun á erlendum vörum,
til þess að draga úr eyðslu er-
lends gjaldeyris, þá er ýmis-
legt um framkvæmd sköinmt-
unafinnar, sem virðist full-
komin ástæða til að gagnrjma.
Það virðist t. d. ástæðulaust
að skammta íslenzkar ullar-
vörur, og það er sýnt að ekki
hefir á neinn hátt verið tekið
tillit til þarfa verkamanna og
sjómanna fyrir hlífum, vinnu-
fötum og skófatnaði.
Ekki virðist það ná nokkurri
átt að konur skuli ekki geta
keypt sér efni í kjól, en vera til
þess neyddar að kaupa tilbúna
dyra kjóla og meira að segja
tvo samtímis.
Margar konur sauma sjálfar
kjóla sína, og þykja, sem von
er, óhagkvæmt það fyrirkomu-
lag að vera neyddar til kaupa
á tilhúnum fatnaði. Þá er það
fyrirkomulag að hafa sameig-
inlega skömmtunarreiti fyrir
vefnaðarvöru og búsáhöld í
fyllsta máta óhentugt fyrir-
komulag og þannig mætti á
}Tnislegt benda, sem betur
mætti fara um framkvæmd
skömmtunarinnar, en væntan-
lega verður úr þessum göllum
og fleiri bætt hið hráðasta, því
að það er hægt að gera án þess
að auka gjaldeyriseyðsluna.
'------0