Skutull


Skutull - 17.10.1947, Blaðsíða 2

Skutull - 17.10.1947, Blaðsíða 2
SKUTULL SKUTULL VIKUBLAÐ Útgefandi: Alþýðuflokkurinn á Isafirði. Ábyrgðarmaður: Helgi Hannesson Urðarveg 6, Isafirði — Sími 216 Afgreiðslumaður: GuZmundur Bjarnason Alþýðuhúsinu, lsaf. — Sími 202 Innheimtumaður: Jónas Tómasson Hafnarstræti 2, Isafirði Símar 123 og 205 Þingmálafundur Fimmtudaginn 25. f. m. hélt Finnur Jónsson almennan þingmálafund í Alþýðuhúsinu. Fundurinn var vel sóttur. — Fundarstjóri var Guðmundur G. Kristj ánsson. Þingmaðurinn gerði grein fyrir ýmsum þingmálum og ræddi sérstaklega þau vanda- mál, sem nú eru efst á baugi og úrlausnar bíða. Finnur gaf fundarmönnum glöggt yfirlit yfir fjárhags- og viðskiptamál þjóðarinnar, sýndi með ljósum rökum fram á öngþveitið i þeim málum svo og í afurða- sölumálunum, og benti einnig á þá aðkallandi nauðsyn, sem er á skjótri og giftusamlegri lausn þeirra mála. Finnur Jónsson hrakti lið fyrir lið hinn taumlausa og á- byrgðarlausa blekkingavaðal kommúnistaflokksins i þessum málum og sýndi fram á hvern- íg þeir gegn betri vitund reyna að afvegaleiða ajþýðu landsins með rakalausu þvaðri sínu um þessi aðkallandi vandamál. Övæntur liðsauki barzt Finni Jónssyni á fundinn, sem leiddi fundarmönnum glögglega fyr- ir sjónir, að allar staðhæfingar Finns, hvað blekkingar og ráðleysisfálm kommúnista- flökksihs snertir, væru sann- leikahum samkvæmar í smáu og stóru og á traustum rökum reistar. Sá, sem liðsaukann veitti var Haukur Helgason, fyrrverandi viðskiptaráðsmaður. Það skal fúslega fram tekið, að þessi ó- vænti liðsauki Hauks Helga- sonar við réttan málstað, var veittur án vitundar hans og vilja, og stafaði eingöngu af getuleysi og ófimlegri frammi- stöðu þessa uppflosnaða ævin- týramanns, sem enn einu sinni ætlaði að villa um fyrir Isfirð- ingum. 1 klukkustundarræðu óð Haukur Helgason blekkingar- elginn og endursagði þar rang- færslur og ósannindi Þjóðvilj- ans og fléttaði inn i mál sitt hin venjulegu hálfyrði komm- únista um menn og flokka. En eins og fyrr segir, var málflutningurinn manninum sízt burðugri og snerust vopn- in í hendi Hauks gegn þeim málstað og flokki, sem hann vildi vinna gagn, ogmáþvímeð sanni segja, að margt fer öðru- vísi en ætlað er. Ymsum, sem á hlýddu, flaug í hug, að sæmra hefði Hauki verið að sitja heima og láta sig dreyma horfna sæludaga við- skiptaráðsdýrðarinnar og öll þau hnoss, sem henni voru samfara, en að láta ímyndað atgerfi og manndóm hlaupa með sig í gönur. Þegar Finnur Jónsson svar- aði ræðu Hauks og hrakti full- yrðingar hans orði til orðs og sýndi fram á fláttskap, rang- færslur og blekkingar Hauks og annara kommúnista i um- ræddum málum, varð Haukur lágur í sessi, enda fundu þá margir til meðaumkunar með honum. Ekki var laust við að kjökur- hljóð væri í rödd „hetjunnar", er hún tók til máls á ný, enda var nú orðaflaumurinn bæði minni og meira i hóf stillt. Að- spurður var hann neyddur til að viðurkenna eitt og annað, sem kommúnistar hafa hingað til ekki viljað játa, enda sann- aðist hið fornkveðna, að sök bítur sekan, því þessi fyrrver- andi viðskiptaráðsmaður veit hvernig bæði hann og ýmsir flokksbræður hans stýrðu f j ár- hagsmálefnum þjóðarinnar, meðan þeir sátu við stjórnvöl- inn, og að nú sýpur þjóðin seyðið af þeirri óstjórn. Fundurinn stóð til miðnættis og fór i alla staði líið bezta fram. ALDURSKIRTEINI Barnaverndar Isaf jarðar eru afgreidd i Túngötu 1 (kjallara- dyr) mánudaga kl. 8—9 síð- degis. BIÖ ALÞYÐUHUSSINS sýnir: Laugard. og sunnud. kl. 9: Sonur Hróa Hattar (The Bandit of Sherwood Forest). Æfintýraleg mynd í eðli- legum litum eftir skáldsögu Castetons: „Son of Robin- Hood". Aðalhlutverk: Cornel Wilde Anita Louise Sunnudag kl. 5: Dagbókin hénnar Barnasýning. Síðasta sinn. Mánudag kl. 9: Nótt í paradís Siðasta sinn. Get tekið nokkra nemend- ur í ensku, dönsku og ís- lenzku. Ingibjðrg Magnúsdóttir Pólgötu 5. R .úgur er meðal hollustu næringarefna. — Gefið börn- um yðar, og etið sjálf, meira af rúgbrauði. Reynið rúgbrauð frá Bök- unarfélagi lsfirðinga. Ekkert brauðgerðarhús á Vesturlandi framleiðir nú meira af þessari brauðteg- und en Bökunarfélagið. Bæði seydd og óseydd. Nýtízku tæki til brauðgerðar Prentstofan Isrún h.f. ÞAKKARÁVARP Hér með þakka ég vinum mínum og kunningjum, sem gerðu mér ógleymanlegan 8. október 1947 i tilefni af 70 ára afmælisdegi mínum. Sérstaklega þakka ég Dúdda og minum nánustu vinum ásamt húsfólki mínu. Guð blessi ykkur öll nær og fjær. Betúel Jón Friðriksson. u_____. .«..»¦.».»....«¦ .^ ¦..»¦.. -------------------j Verðbréf. Höfum til sölu nokkur ríkistryggð verðbréf. Allt 5 þús- und króna bréf. Vextir 5%. Allar nánari upplýsingar gefur: SALA OG SAMNINGAR Sölfhólsgötu 14 — Reykjavík — Sími 6916 Tilkynning frá umboðsmanni Brunabótafélags íslands, ísaíirði. Frá qg með 15. okt. hefst innheimta brunabótagj alda fyrir gjaldárið 1947—1948 og er veitt móttaka daglega frá kl. 4—7 á skrifstofu minni, Brunngötu 16. Athygli lausafjártryggjenda skal sérstaklega vakin á þvi, að ef ekki er greitt iðgjaldið fyrir 15. nóvember 1947 er tryggingar- skírteinið fallið úr gildi. Er þvi nauðsynlegt að greiða gjöldin fyrir þann tíma. lsafirði, 14. okt. 1947. Hrefna Bjarnadóttir Umboðsmaður Brunabótafélags Islands. A Ð V Ö R U N. Sjúkrasamlag Isaf jarðar minnir á, að öll iðgjöld fyrir yfirstandandi ár ber að greiða að fullu fyrir lok þessa mánaðar. Eftir þann tíma verða þau afhent til lögtaks á kostnað gjaldenda. ¦ , • Vanskil á iðgjaldagreiðslum varða missi réttinda til sjúkrahjálpar hjá Almannatryggingum á árinu 1948. Sjúkrasamlag ísafjarðar.

x

Skutull

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skutull
https://timarit.is/publication/626

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.