Skutull - 17.10.1947, Blaðsíða 3
S K U T U L L
3
X
! YERKALÝÐSMÁL.
Frá sameiginlegum fundi
flokksfélaganna.
Finnur Jónsson alþingis-
maður dvaldi hér í bænum fá-
eina daga um s. 1. mánaðamót.
Þriðjudaginn 23. september
héldu Alþýðuflokksfélögin hér
í bænum afar fjölmennan fund
í kjallara Alþýðuhússins. Þing-
maðurinn hóf umræður og
ræddi mjög ýtarlega um fjár-
hags- og viðskiptamálin og
önnur þýðingarmikil mál, sem
úrlausnar bíða. Gaf Finnur
Jónsson jansar mikilvægar
upplýsingar um framangreind
málefni og skýrði greinilega
frá ástandi og horfum á stjórn-
málasviðinu.
Að lokinni ræðu þingmanns-
ins hófust fjörugar umræður.
Til máls tóku eftirtaldir menn:
Helgi Finnbogason, Jón Jóns-
son frá Þingeyri, Birgir Fins-
son, Bjarni Guðnason og
Hannibal Valdimarsson.
Fundurinn var hinn ánægju-
legasti í alla staði og má með
sanni segja að vetrarstarf
flokksfélaganna hér á Isafirði
hafi hafizt með mesta glæsi-
brag og gefi góðar vonir um
dáðríkt starf á komandi vetri.
Verkalýðsf élagið Baldur
hóf vetrarstarf sitt með fé-
lagsfundi sunnudaginn 5. þ. m.
Auk félagsmála ræddi fund-
urinn ástand atvinnumálanna
i bænum og kaus fimm manna
nefnd til þess, í samvinnu við
nefnd frá Sjómannafélagi Is-
firðinga, að kynna sér ástand
og horfur í atvinnumálum bæj-
arbúa og leggja niðurstöður
sínar fljótlega fyrir félagsfund.
Þá gáfu þeir bæj arfulltrúarnir
Hannibal Valdimarsson og
Helgi Hannesson glöggt yfirlit
yfir bæjarmál, og urðu um-
ræður um bæjarmálin hinar
fjörugustu.
Mun Baldur hafa að öllum
jafnaði á fundum sínum í vet-
ur bæjarmálaumræður.
Félagið er nú í undirbúningi
með hlutaveltu fyrir Sjúkra-
sjóð sinn, eins og venja þess er
á hausti hverju.
Eins og áður hefir verið frá
skýrt samþykkti félagið í
haust að segja ekki upp samn-
ingum, og þeim hefir heldur
ekki verið sagt upp af atvinnu-
rekendum og gilda því núver-
andi samningar félagsins til 1.
apríl n. k.
Sjómannafélag lsfirðinga
hóf sitt vetrarstarf með fé-
lagsfundi 12. þ. m.
Þar var rætt m. a. yfirvof-
andi atvinnuleysi í bænum og
nefnd kosin til samvinnu við
nefnd frá Baldri til þess að
kynna sér ástand og horfur at-
vinnumálanna í bænum.
Þá ræddi fundurinn um,
hvort segja skyldi upp samn-
ingum við útgerðarmenn, en á-
kvörðun var frestað til næsta
félagsfundar.
Það er því áríðandi, að sem
allra flestir sjómannafélags-
menn mæti á næsta félags-
fundi til þess að ræða og taka
afstöðu til þess hvað gera skuli
í kjaramálum félagsins.
Atvinnurekendur
í Hafnarfirði og Reykjavik,
sem sögðu upp samningum
við Hlíf og Dagsbrún frá í
sumar, hafa nú framlengt
sanminga sína við þessi félög,
þannig að þeir eru nú upp-
segj anlegir með mánaðarfyrir-
vara hvenær sem er.
------o
Skutull skiptir
um útgefendur.
Eins og getið er í ávarps-
orðum þeim, sem blaðið flytur
í dag til lesenda sinna, þá er
Alþýðuflokkurinn nú útgef-
andi Skutuls
Á trúnaðarráðsfundi þeim,
sem afgreiddi mál þetta var
kosin þriggja manna blað-
stjórn og skipa hana þeir: Jón-
as Tómasson, Björgvin Sig-
hvatsson og Helgi Hannesson.
Varamenn voru kjörnir þeir
Stefán Stefánsson og Jón H.
Guðmundsson.
Enn sem komið er hefir ekki
verið ákveðið um skipulag og
tilhögun á útgáfu blaðsins, en
þar til öðruvísi verður ákveðið
mun formaður fulltrúaráðs Al-
þýðuflokksins vera ábyrgðar-
maður blaðsins.
------o------
Markmið Alþýðu-
flokksins.
Framhald af 1. síðu.
hamingja, aukið öryggi, meiri
menntun og fullkomnari
menning. Alþýðuflokkurinn
mun halda áfram. baráttu
sinni á sviði verkalýðssamtaka
og stjórnmála, sem öll miðar
að. því að tryggja varanlegan
sigur til handa þjóðfélagi, þar
sem útrýmt er baráttu milli
stétta og styrjöldum milli
þjóða. Og liann lieitir á lið-
sinni allra hugsandi manna,
kvenna. og karla til þess að
vinna að þessu göfuga tak-
marlti.
Tveir borgarísjakar sáust fyrir
nokkrum dögum. Annar norðaustur
af Isafjarðardjúpi, hinn norðvestur
frá Barða. .
Merkjasöludagur S. í. B. S. var
5. okt. Hér á Isafirði seldust merki
fyrir kr. 3 000,00.
Tvö kolaskip, annað danskt, en
hitt rússneskt, hafa nýlega losað um
4000 tonn af kolum hjá Kaupfélagi
Isfirðinga. Birgðir þessar œttu að
nægja bæjarbúum vel í vetur.
Elzta kona bæjarins, Þuríður
Guðmundsdóttir, Skipagötu 12,
varð 95 ára 20. sept. s. 1. Þuríður
er fædd í Arnardal en hefir dvalið
hér í bæ rúm 30 ár. Hún er nú til
heimilis lijá syni sínum, Agli Kr.
Jónssyni, símamanni.
Pétur Njarövík, .netagerðarmeist-
ari á Grænagarði, varð 50 ára 8.
okt. s. 1.
Pétur er einn þekktasti maður í
sinni iðn og hefir hann um langt
skeið rekið hér netaviðgerðarverk-
stæði, sem talið er eitt liið elzta á
landinu.
Vélbátar frá Isafirði og þorpun-
um hér í grennd hafa undanfarna
daga stundað smokkfiskveiðar inni
í Djúpi. Afli hefir verið tregur.
Mesta veiði mun vera 3000 kg. yfir
nóttina. Aflinn liefir verið frýstur
í beitu.
Benzinskömmtun
1 ágústmánuði s. 1. var tekið
að skammta benzín til bifreiða
og annarrar notkunar. Þannig
var bifreiðum úthlutað benz-
ínkortum og út á þessi kort var
aðeins afgreitt það benzín, sem
sett var á geymir hifreiðarinn-
ar í hvert sinn og afgreiðsla
fór fram.
Nú í októberbyrjun var tek-
in upp ströng benzínskömmt-
un og hverjum flokki bifreiða
ákveðiiin viss lítrafjöldi, sem
nota má hvern mánuð.
Bifreiðunum er skipt í tvo
aðalflokka, eru í öðrum fólks-
bifreiðar og bifhjól en í hin'um
vörubfreiðar.
1 A-flokki eru fólksbilar, og
verður þeim afhentur þriggja
mánaða skammtur í einu.
Mánaðarskammtur í þessum
flokki er þanni:
1. Strætisvagnar 1800 lítrar.
2. Sérleyfis- og mjólkurbílar
900 1.
3. Leigubílar 4—6 manna
400 1.
4. Einkabílar 4—6 manna
60 1.
5. Einkabílar 2—4 manna
45 1.
6. Bifhjól 15 1.
Síld hefir einnig verið nokkur í
Djúpinu og verið veidd til beitu
Mesta veiði hafa þeir Brynjólfur
Jónsson og Ólafur Guðjónsson feng-
ið, þ. e. 1400 tunnur af millisíld.
Þá hefir einnig orðið vart tals-
verðrar síldar í Jökulfjörðum og
hafa bátar héðan fengið nokkra
veiði. Þetta er mest allt millisíld
og er hún fryst til beitu.
Leikflokkur frá Flateyri sýndi
fyrir nokkru hér í Alþýðuhúsinu
sjónleikinn Syndir annara eftir
Einar H. Kvaran. Ágæt aðsókn var
að seinni sýningupni og almenn á-
nægja með leikinn.
Hjörtur Hjálmarsson lék Þorgeir
ritstjóra Ættjarðarinnar, og var
auk þess leikstjóri, aðrir helztu
leikendur voru frú Laufey Marías-
dóttir, er lék Guðrúnu, Sigurður
Samsonarson, er lék Grím Ásgeirs-
son, lögfræðing. Leikur Sigurðar
var ágætur, og liélt hann að miklu
leyti uppi leiknum. Frú Sigríður
Magnúsdóttir lék önnu.
Leiksýning þessi var hin ánægju-
legasta og Isfirðingum þörf til-
breyting og eiga leikendur þakkir
skilið fyrir framtaksemi sína, að
koma og gefa bæjarbúum tækifæri
til að sjá leikinn.
Jón Gauti rafveitustjóri átti fer-
tugsafmæli 14. þ. m.
I B-flokki eru vörubifreiðar
og er mánaðarskammtur
þeirra sem hér segir:
1 Bílar yfir 5 tonn 600 1.
2’ Bílaar 4—5 tonn 500 1.
3. Bílar 3—4 tonn 400 1.
4. Bilar 2—3 tonn 350 1.
5. Bilar 1—2 tonn 200 1.
6. Bílar 1 tonn 100 1.
7. Minni en V2 tonn 45 1.
Vörubilum er aðeins af-
hentur skammtur til eins mán-
aðar í senn, og verður svo að
leggja fram vinnunótur til þess
að fá skanunt sinn eftir það.
Þegar liægt er að sýna með
framlögðum vinnunótum, að
eytt hafi verið 9/10 af benzín-
skannnti þessa mánaðar, er
hægt að fá úthlutað nóvember-
skammtinum og á tilsvarandi
hátt, þegar 9/10 af honum hef-
ir verið eytt, er hægt að fá des-
emberskammtinn.
Mun benzínskammtur sá, er
nú gildir ekki nema helmingi
af því benzíni, er flestar bif-
reiðar hafa notað að undan-
förnu. E.
BARNAMESSA
kl. 11 á sunnudaginn.
Börnin mæti í söngæfingu í
kirkjunni hálftíma áður.