Skutull - 17.10.1947, Blaðsíða 5
SKUTULL
5
Auglýsing nr. 7 1947
írá skömmtunarstjóra.
Samkvæmt heimild í 3. gr. reglugerðar frá 23. sept. 1947 um
sölu og afhendingu benzíns og takmörkun á akstri bifreiða,
hefur Viðskiptanefndin ákveðið eftirfarandi:
Á tímabilinu frá 1. okt. til 31. des. 1947 skal mánaðar benzín-
skammtur bifreiða vera sem hér segir í þeim flokkum, er að
neðan greinir:
A 1 Strætisvagnar 1800 litrar.
A 2 Aðrar sérleyfisbifreiðar svo og mjólkurflutningabif-
reiðar 900 litrar.
A 3 Leigubifreiðar til mannflutninga, 5—7 manna, 400
lítrar.
A 4 Einkabifreiðar, 5—7 manna, 60 lítrar.
A 5 Einkabifreiðar, 2—4 manna, 45 litrar.
A 6 Bifhjól 15 litrar.
B 1 Vörubifreiðar yfir 5 tonna 600 lítrar.
B 2 Vörubifreiðar, 4—5 tonna, 500 lítrar.
B 3 Vörubifreiðar, 3—4 tonna, 400 lítrar.
B 4 Vörubifreiðar, 2—3 tonna, 350 lítrar.
B 5 Vörubifreiðar, 1—2 tonna, 200 lítrar.
B 6 Vörubifreiðar, y2—1 tonn, 100 lítrar.
B 7 Vörubifreiðar (sendiferðabifreiðar) minni en y2 tonn
45 lítrar.
CJthluta skal til bifreiða, sem taldar eru í A flokki, benzín-
skammti fyrir þrjá mánuði í einu, þ. e. til 31. des. 1947, en til
bifreiðanna, sem taldar eru í B flokki (vörubifreiðanna), til að-
eins eins mánaðar i einu.
Beykjavik, 30. september 1947.
SKÖMMTUNARSTJ ÓRINN
HVERGI *
er betra að verzla en í
KAUPFÉLAGINU.
AUGLÝSING nr. 16 1947
frá skömmtunarstjóra.
Samkvæmt 3. gr. reglugerðar um vöruskömmtun, takmörkun
á sölu, drei|ingu og afhendingu vara, frá 23. sept. 1947, hefur
Viðskiptanefndin ákveðið þær takmarkanir á sölu á frostlegi á
bifreiðar, að seljendum þessarar vöru skuli vera óheimilt að af-
greiða hana, nema hið keypta magn sé um leið og kaupin fara
fram skráð í benzínbók viðkomandi bifreiðar. Mesta magn, sem
einstök bifreið má fá, er sem hér segir:
Fólksflutningabifreiðar fjögra farþega eða minni, sendiferða-
bifreiðar liálft tonn og aðrar minni bifreiðar, hvort heldur eru
fólks- eða vöruflutningabifreiðar, 1 gallon.
Fólksflutningabifreiðar fimm farþega eða stærri, svo og vöru-
bifreiðar stærri en hálft tonn 2 gallon.
Takmarkanir þessar á sölu á frostlegi gilda frá og með deg-
inum í dag og þar til annað verður ákveðið.
Jafnframt er lagt fyrir lögreglustjóra, að þeir, þegar þeir af-
lienda nýja henzínbók í skiptum fyrir eldri benzínbók,riti í
nýju benzínbókina samhljóða athugasemd um sölu á frostlegi
og vai’ i eldri benzinbókinni.
Beykjavík, 9. okt. 1947.
Skömmtunar stj óri.
Tilkynning
til húsavátryggjenda
Samkvæmt útreikningi Hagstofunnar hækkar vísitala
byggingarkostnaðar í kaupstöðum og kauptúnum upp í
433 og í sveitum upp í 521, miðað við 1939. Vátryggingar-
verð húsa hækkar að sama skapi frá 15. október 1947 og
nemur hækkunin í kaupstöðum og kauptúnum rúmlega
17% og í sveitum rúmlega 30% frá núverandi vátrygg-
ingarverði, þó hækkar ekki vátryggingarverð þeirra húsa
í kaupstöðum og kauptúnum, sem metin eru eftir 1. októ-
ber 1945 og í sveitum, sem metin eru eftir 1. júní 1945.
Vátryggjendur þurfa því, vegna hækkunar á vátrygg-
ingarfjárhæð eigna þeirra að greiða hærri iðgjöld á næsta
gjalddaga, en undanfarin ár, sem vísitöluhækkun nemur.
Brunabótafélag Islands.
Auglýsing nr. 8 nn
frá skömmtunarstjóra
Samkvæmt heimild í 3. gr. reglugerðar frá 23. sept. 1947 um
vöruskömmtun, takmörkun á sölu, dreifingu og afhendingu
vara, hefur Viðskiptanefnd ákveðið þessa skammta af eftirtöld-
um skömmtunarvörum handa hverjum einstaklingi á timabil-
inu frá 1. okt. til 31. des. 1947, og að reitir þeir af hinum nýja
skömmtunarseðli skuli á þessu timabili gilda sem lögleg inn-
kaupaheimild samkvæmt því, sem hér greinir:
Reitii’nir merktir A1 til A10 (báðir meðtaldir) gildi hver
reitur fyrir 1 kg. af kornvörum. Beitirnir merktir A 11 til A 15
(báðir meðtaldir) gildi á sama hátt fyrir 1 kg. af kornvörum,
en hver hinna afmörkuðu hluta þessarra reita fyrir 200 g. af
kornvörum.
Reitirnir merktir B 1 til B 50 (báðir meðtaldir) gildi hver
fyrir 2 króna verðmæti í smásölu af skönnntuðum vefnaðarvör-
um (öðrum en tilbúnum ytri fatnaði) og/eða skömmtuðum bús-
áhöldum, eftir frjálsu vali kaupanda.
Reitirnir merktir K 1 til K 9 (báðir meðtaldir) gildi hver fyrir
V2 kg. af sykri.
Reitirnir merktir M 1 til M 4 (báðir meðtaldir) gildi hver fyrir
hreinlætisvörum þannig, að gegn hverjum slíkum reit fáist af-
hent y2 kg. af blautsápu eða 2 pakkar af þvottaefni eða 1 stykki
af handsápu eða 1 stykki af stangarsápu.
Reitirnir merktir J 1 til J 8 (báðir meðtaldir) gildi hver fyrir
125 g. af brenndu og/eða möluðu kaffi eða 150 g. af óbrenndu
kaffi.
Stofnauki nr. 14. gildi fyrir 1 kg. af erlendu smjöri.
Ennfremur hefur Viðskiptanefndin ákveðið að stofnauki nr.
13 gildi fyrir tilbúnum ytri fatnaði fram til ársloka 1948 þannig
að gegn þeim stofnauka fáist afhent á þessu tímabili einn al-
klæðnaður karla eða ein yfirhöfn karla eða kvenna eða tveir
ytri kjólar kvenna eða einn alklæðnaður og ein yfirhöfn á börn
undir tiu ára aldri.
Reykjavík, 30. september 1947.
SKÓMMTUN ARST J ÖRINN