Skutull

Árgangur

Skutull - 23.12.1955, Blaðsíða 3

Skutull - 23.12.1955, Blaðsíða 3
„Yður er í dag frelsari fæddur“ Þannig hljóðaði fagnaðarboðskapurinn fyrir nær 2000 árum síðan, þegar sá maður fæddist á jörðu hér, er mest álirif hefir haft á mann- kynið. Jesús Kristur varð Jió eltki gamall að árum, og starfsár hans eru aðeins talin þrjú eða fjögur. Rúmlega þrítugur Ieið hann kvalafullan dauða á krossi. En samt lagði hann grundvöllinn að útbreiddustu trú- arbragðahreyfingu í heiminum — kristnidóminum. Hver var þessi dásamlegi maður? Fylgismenn hans elskuðu hann, og þúsundir þeirra hafa glaðir þolað fátækt og píslarvætti hans vegna. Hvernig gátu líf hans og kenningar orðið andlegur aflgjafi fyrir hundr- uð milljónir manna? Jesús lét ekki eftir sig nein rit, svo vitað sé. Aðal .heimildir okkar um hann eru í guðspjöllum Mattheusar, Markúsar og ,Lúkasar; einnig í Jóhannesar guðspjalli og bréfum Páls. Þetta eru þær heimildir, sem allar sögulegar frásagnir um Jesú og hina dásamlegu per- sónu hans, byggjast á. Fæðingarborg hans, Nazaret, er í Galíleu, frjósömu og undurfögru landi. Faðir hans var Jósef, fátækur trésmiður. Sagt var, að foreldrar hans Jósef og María, væru bæði komin af Davíð konungi. Guðspjöllin telja fæðingarstað Jesú vera Betlehem í Júdeu, en þar var Davíð kon- ungur einnig fæddur. Líklegt er talið að fæðingarár lians hafi verið fimm eða sex árum fyrr en iniðað er við í tímatali okkar. Við fæðingu hans skeðu undursamlegir lilutir, sem guðspjöllin Iýsa á {iessa leið: María, móðirin, sem bar hann í heiminn, var hrein mey. Og meðan hann lá sem ungbarn í jötu í fjárhúsi, komu þrír vitringar frá Austurlöndum að leita hans og tilbiðja hann og færa honum gjafir, en skær stjarna í austri vísaði þeim rétta leið til hans. Englar vitruð- ust f járhirðunum, og þeir þyrptust í kringum jötuna til að tilbiðja hann. Þegar Heródes frétti um fæðingu barnsins, sem átti að verða konung- ur Gyðinganna, lét hann myrða öll börn innan tveggja ára aldurs í Betleliem. En foreldrar Jesús fengu vitrun frá guði og flýðu til Egypta- lands ineð ungbarnið og dvöldu þar meðan Heródes lifði. Eftir dauða lians héldu þau á ný til Nazaret. Ekkert er vitað uni fyrstu ár Jesús annað en um för hans til Jerúsalem með foreldrunum, þegar hann var tólf ára gamall. Sennilegt er að líf hans hafi ekki verið frábrugðið lífi annarra Gyðingadrengja í þorpinu hans: Skólaganga, Gyðingasamkundur og seinna trésmíðavinna með Jósef, föður hans. En allan þennan tíma var hann samt að búa sig undir köllun sína. Þegar Jesús hóf starf sitt ríkti neyðarástand meðal Gyðinga vegna lcúgunar Rómverja, og þeir leituðu sér liuggunar í trú sinni — og trú- in tendraði lijá þeim vonina. Spámennirnir höfðu sagt fyrir um komu Messíasar (Hins Smurða), afkomenda Davíðs, sem átti að frelsa þjóð- ina undan okinu, og sem átti að færa henni velinegun, hamingju, rétt- læti og frið. Gyðingar biðu komu þessa lausnara með óþreyju. Jóhannes skírari — rödd hrópandans í eyðimörkinni — talaði til þjóðarinnar af þrótti og eldmóði, og skipaði lienni að iðrast, því ríki guðs á jörðu væri í nánd, lausnarinn mikli myndi bráðlega birtast. Til hans komu stórir hópar manna og hlutu skírn í ánni Jóran, og þeir fylltust eftirvæntingu eftir komu Messíasar. — Jesús fór á fund Jó- hannesar til að láta skírast, og þá vitraðist Jóhannesi guðdómleg rödd, um köllun Jesú, og hinn strangi kennimaður sagði: Ég er ekki verður að binda skóþveng þinn. Jesús leitaði einverunnar í eyðimörkinni eftir skírnina til að sigrast á freistingum, sem á hann sóttu. Svo hóf hann ætlunarstarf sitt, þrí- tugur að aldri. Hann ferðaðist um landið og prédikaði eins og Jóhannes hafði gjört, að ríki guðs á jörðu væri í nánd. En gagnstætt Jóhannesi, sem var strangur og ógnandi, var Jesús blíður og elskufullur. Meðal samtíðarmanna sinna varð Jesús þekktastur sem læknir og kennimaður. Hann kenndi allstaðar: 1 hofum, í heimahúsum, við vötn og í fjallshlíðum. Hvarvetna þar sem hann kom, var fúslega á hann hlítt af alþýðu manna. Hann hafði aðsetur sitt að Kapernaum í Galíleu, en þaðan ferðaðist hann um borgir og þorp og gjörði kraftaverk, sem sönnuðu guðdómlega köllun hans. Hann reisti menn upp frá dauðum, læknaði geðveika og sjúka, lægði vinda og öldur. Víðast hvar í Galíleu var Jesú vel fagnað, en í heimaborg hans, Naza- ret, var hann hæddur. Þar féllu kenningar hans í grýtta jörð, því eng- inn er spámaður í sínu föðurlandi. En han lét ekki hugfallast, heldur ferðaðist víðar um og boðaði fagnaðarerindið. Fylgendur hans söfnuð- ust um hann, og hann kjöri sér postulana tólf og bauð þeim að fara út á meðal fólksins og boða því fagnaðarerindi hans. Aðaldyggðir Jesú voru blíða, samúð með öðrum og hugrekki. Hann jiataði fals og hræsni. Þegar hann var víttur fyrir að þræða ekki lögin, kallaði hann þá, sem það gerðu, hræsnara, og taldi réttara að fylgja anda laganna en bókstaf þeirra. Hann lifði fábrotnu lífi, og elskaði heitast fátæklingana, sem hann helgaði krafta sína. Fylgjendur hans voru alþýðumenn. Étlagar og bersyndugir nutu einnig gæzku hans. Hann hafði samúð með öllum, skildi alla, og umgekkst alla sem jafn- ingja sína. Lærisveinarnir tilbáðu hann. Hann helgaði sig eingöngu köllun sinni: Að lúta vilja föðursins á himnum og vinna þjóð sinni gagn. Og hann talaði uin köllun sína eins og sá, sem valdið hefir. Þ'ó var hann alltaf lítillátur. Trúarkenningar Jesú voru oft ósamhljóða viðtekinni trú samtíðar- rnanna hans. Hann kenndi það, að liann væri komin til þess að stofna guðs ríki á jörðu, ríki gæzku, miskunnsemi og réttlætis, og hann kenndi það, að þetta líf væri undirbúningur annars og betra lífs. Koma guðsríkis átti að boða endalok þeirra, sem illir væru og forhertir í synd- inni. Hinum trúuðu, auðmjúku og iðrandi átti koma þess að færa ei- lífa frelsun og fyrirgefningu. Guð var ekki strangur konungur, held- ur mildur og sáttfús faðir. Mennirnir voru ekki ánauðugir þrælar hans eða kúgaðir þegnar, heldur börn hans. Sjálfur var Jesús guðsson. Siðalædómur Jesú er óviðjafnanlegur í einfaldleika sínum, fegurð og miskunnsemi. Hann barðist gegn sjálfselsku, hræsni, hefnigirni og ágirnd. Gefðu þeim, sem biður þig, sagði hann. Gerðu góðverk þín á laun. Láttu ekki vinstri hönd þína vita, hvað hin hægri gerir. Hann kenndi það að fyrirgefningin væri guðdómleg — þú átt ekki að fyrir- gefa náunga þínum einu sinni eða sjö sinnum, lieldur sjötíu sinnum sjö sinnum. Ekki skaltu heldur hrúga saman veraldar auði, því það er auð- veldara fyrir úlfalda að komast í gegnum nálarauga, heldur en fyrir ríkan mann að komast inn í guðs ríki. Elska skalt þú guð þinn af öllu hjarta þínu, og náunga þinn eins og sjálfan þig. Elska skalt þú guð þinn og náunga þinn. 1 þessum fyrstu boðorðum er fólginn lykillinn að kenningum Krists, þeim kenningum, sem lýst hafa gegnum aldirnar, og enn þann daga í dag gefa mannkyninu von um nýjan og betri heim og framhald lífsins. Leyfið börnunum að koma til mín, en bannið þeim það ekki, sagði Jesús, og svo hefir líka orðið, að fæðingarhátíð hans, jólin, eru fyrst og fremst hátíð barnanna. En allir höfuin við eitt sinn verið börn og jólahátíðin veitir einnig fullorðnum frið. Minnumst lians um þessi jól með auðmjúkum liuga barnsins. — Gleðileg jól.

x

Skutull

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skutull
https://timarit.is/publication/626

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.