Skutull

Árgangur

Skutull - 23.12.1955, Blaðsíða 4

Skutull - 23.12.1955, Blaðsíða 4
4 SKUTULL VESTFJARÐAFJOLLIN Kitt gagnmerkasta rit um Is- land fyrr og síðar er Ferðabók Eggerts Ólafssonar og Bjarna Pálssonar um ferðir þeirra á Is- landi árin 1752—1757. Bókin kom fyrst lit á dönsku 1772, og síðar kom hún út á þýzku, frönsku og ensku og í meira en heila öld var Ferðabókin hin eina heildarlýsing, sem til var á landinu, bæði um héraðaskip- an, náttúrufræði og þjóðlíf. Pað var fyrst árið 1943, að Ferða- bókin kom út á íslenzku í ágætri þýðingu Steindórs Steindórsson- ar, menntaskólakennara, frá Hlöðum. Eftirfarandi lýsing á Vest- fjarðafjöllum er úr Ferðabók- inni. „Vestfjarðafjöllin eru sundur- skorin í ótal arma og greinar. Fjallgarðar þessir, sem kvíslast fram á milli fjarðanna, eru að vísu að innanverðu gerðir úr föstu bergi, en til hliðanna eru þeir brattir og lausir í sér og skriðu- föll því tíð, og valda þau miklu tjóni á graslendi. Það er athygiis- vert, að fjöllin í Barðastrandar- sýslu eru miklu brattari að sunn- anverðu en norðan, þar sem þau eru víða aflíðandi. Lögun fjallanna beggja megin Isafjarðar er óreglu- legri, en þar fyrir norðan, frá Hornbjargi til Hrútafjarðar, taka aftur við hinir snarbröttu núpar og hyrnur. Á norður og norðvest- urhlið Vestfjarða eru björgin ekki jafnlaus og að sunnanverðu. Þar, sem hlíðum hallar, er jarðvegur þéttur og bundinn grasi og jurtum, sem ekki einungis virðast þola kuldann og norðannæðingana, heldur einnig vaxa þær hraðar og ná meiri vexti en á suðurhliðinni, enda þó gróður byrji hér seinna á vorin. Öll Vestfjarðafjöllin eru gróðurlaus að ofan. Þar uppi er ekki annað að sjá en grjót, en um miðbikið og hæst uppi á fjöllun- um eru fastir og sléttir klettar. Að ofanverðu eru þeir líkastir að sjá sem væru þeir settir saman af hálfkúlulaga bitum, svo að það er því líkast sém gengið sé á ótal steyptum hvelfíngum. Slíkar hvelfdar klappir hittast einnig á háfjöllum inni í miðju landinu, en þær eru hvergi jafngreinilegar né reglubundnar og hér. 1 hamra- veggjum fjallanna koma berglög- in í ljós hvert ofan á öðru. Vest- fjarðaskaginn er þannig að mestu leyti gerður af hinum reglulegu fjöllum, sem að útliti minna á múra, sem gerðir væru af trölla- höndum, eða þó öllu heldur væru einhvers konar skáldasmíði. Á Barðaströnd eru hamralögin 40—50 frá sjávarmáli upp á brún. Mjög er skriðuhætt hvarvetna í þessum landshluta, en sjaldan verður þar þó manntjón. 1 Dalasýslu og nokkrum hluta Strandasýslu eru fjöllin lág með hallandi hlíðum, sem hátt upp eft- ir eru klæddar jarðvegi og gróð- urbreiðu". Isafjörður. Hvilftin, sem sézt í Kirkjubólsfjalli, er sérkennandi fyrir mörg vestfirzk fjöll. Isafjorður á 90 ára kaupstaðarafmæli 26. janúar næstkomandi. Reglugjörð um að gjöra verzl- unarstaðinn Isafjörð að kaupstað og um stjórn bæjarmálefna þar, var útgefin af konungi hinn 26. dag janúarmánaðar 1866, og á því ísafjörður 90 ára kaupstaðaraf- mæli í næsta mánuði. Svo er að sjá af Tíðindum um stjórnarmálefni Islands, útgefnum í Kaupmannahöfn 1870, að á Al- þingi árið 1863 hafi komið fram „þegnlegar tillögur" um að stofna hér kaupstað, því þar segir: „II. Um þegnlegar bænarskrár, er komið hafa frá Alþingi. . . . 2. Út af þegnlegri bænarskrá Alþingis um, að verzlunarstaður- inn ísafjörður verði gjörður að kaupstað, og að þar verði stofnuð byggingarnefnd, þá munu þar að lútandi lagafrumvörp verða lögð fyrir Alþingi." Reglugjörðin var siðan „gefin“ 26. janúar 1866, eins og fyrr segir, og er upphaf hennar á þessa leið: „Vér Kristján hinn Níundi o. s. frv. gjörum kunnugt: Eptir að Vér höfum meðtekið þegnlegt álitsskjal Vors trúa Al- þingis um frumvarp, sem fyrir það hefir verið lagt til reglugjörðar um að gjöra Isafjörð að kaupstað og um stjórn bæjarmálefna þar, bjóðum Vér og skipum fyrir á þessa leið: 1. grein. Verzlunarstaðurinn ísafjörður, — þar með talin öll Skutulsfjarð- areyri og prestssetrið, sem á eyr- inni stendur, — skal héðan í frá vera bæjarfélag og lögsagnarum- dæmi sér, og nefnast kaupstaður. Bæjarfógetinn og fulltrúar kaup- staðarins skulu í sameining hafa á hendi alla stjórn þeirra bæjar- málefna, sem eigi eru undanskilin með öðrum ákvörðunum, undir til- sjón amtmannsins yfir vesturamt- inu og yfirstjórn viðkomandi stjórnarráðs. Sambandi því, sem verið hefir millum ísafjarðar verzlunarstaðar og Eyrarhrepps, skal þessvegna hér eptir vera slitið, og skal fé því, er verzlunarstaðurinn og hreppurinn nú eiga í sameining, og hrepps- þyngslum öllum skipt til helminga milli bæjarins og hreppsins. Skipti þessi skulu gjörð af sýslumanni í Isafjarðarsýslu, öllum bæjarfull- trúunum og jafnmörgum mönnum úr Eyrarhrepp, sem allir búendur í hreppnum, er gjalda nokkuð til sveitar, kjósa með atkvæðafjölda á kjörfundi fyrir sýslumanni. 2. grein. Fulltrúar ísafjarðar skulu vera fimm; þeir skulu kosnir af bæjar- búum þeim sem kosningarétt hafa samkvæmt þessari reglu- gjörð. 3. grein. Kosningarrétt hafa, með þeim undantekningum, sem gjörðar eru í 5. grein, allir fullmyndugir menn, sem ekki eru öðrum háðir sem hjú, og hafa verið búsettir í kaupstaðn- um síðasta árið, þegar þeir að minnsta kosti borga 2 ríkisdali í bæjargjöld á ári.“ Síðan heldur reglugjörðin áfram, og er hún alls í 26. greinum. Eru í henni ítarleg fyrirmæli, er snerta kjör bæjarstjórnar, réttindi og skyldur bæjarfulltrúa og meðferð þeirra mála, sem undir bæjar- stjórnina áttu að heyra. Verður þetta ekki rakið hér, en niðurlags- orð reglugjörðarinnar eru þessi: „Eptir þessu eiga allir hlutað- eigendur sér þegnlega að hegða. Gefið í Vorum konunglega aðsetur- stað, Kaupmannahöfn 26. dag jan- úarmánaðar 1866.“ Þennan sama dag gaf konung- ur einnig út Opið bréf um að stofna byggingarnefnd í kaupstaðnum á Isafirði, og skyldi nefndin vera skipuð bæjarfógetanum og 4 mönnum, 2 úr hópi bæjarfulltrúa, en 2 máttu vera utan bæjarstjórn- ar. Eru reglur þær sem nefndin átti að starfa eftir, mjög ítarleg- ar. — Bygginganefndin er þannig elzta nefnd bæjarstjórnar, og eru fundarbækur hennar til frá 18. október 1866 og til er eldri útmæl- ingabók. Fyrsta fundargerð bæjar- stjórnar, sem til er, er hinsvegar frá 23. sept. 1905 og stafar þetta af því, að margar af fundargjörða- bókum bæjarins glötuðust í eldi, þegar fangahúsið við Pólgötu brann 1924. Er því ýmsum erfiðleikum bund- ið að skrá sögu bæjarins frá þess- um tíma, og veitir ekki af að far- ið verði að hefjast handa um það verk, til þess að hægt verði að gefa út sögu bæjarins á 100 ára afmælinu. Þess má geta hér í þessu sambandi að með konungsúrskuröi 18. ágúst 1786 var verzlun á íslandi gefin frjáls við alla þegna Danakonungs, og jafnframt var 6 verzlunarstöð- um þá veitt kaupstaðarréttindi. Meðal þeirra var Isafjörður. Kaupstaðarlóðin var mæld og kortlögð 24. apríl 1787, og er sú útmæling og mælingabréf til í Þjóðskjalasafninu. Stærð lóðarinn- ar var 400.725 ferálnir, og lét kon- ungur jörðina Brekku á Ingjalds- sandi í skiptum fyrir kaupstaðar- lóðina, sem fengin var hjá prest- inum á Eyri. Land þetta mun hafa verið allur tanginn, neðan Mjallar- götu. En af einhverjum ástæðum voru ísafjörður, og fleiri verzlun- arstaðir aftur „felldir í tign“ og gerðir að „Udliggersted" eða „Handelssted". Af þessum sökum á kaupstaðurinn aðeins 90 ára af- mæli á næsta ári, í stað þess að hefðu réttindin frá 1786 haldizt, þá hefðum við átt að eiga 170 ára kaupstaðarafmæli.

x

Skutull

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skutull
https://timarit.is/publication/626

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.