Skutull

Árgangur

Skutull - 23.12.1955, Blaðsíða 8

Skutull - 23.12.1955, Blaðsíða 8
8 SKUTULL og svo með smellum, sem þeir framkalla með tungunni. Þeir geta t. d. ekki talið hærra en upp í tvo. Allt sem meira er, kalla þeir að- eins margt. Þýzki hermaðurinn óttaðist að konan myndi yfirgefa sig og þar með ofurselja hann örlögum auðn- arinnar, hann greip því til þess ráðs að binda hana við sig með leðurbelti sínu. í tvo mánuði fylgd- ust þau að í eyðimerkurauðninni. Allan þann tíma sá gamla konan honum fyrir mat og vatni, en hann varð vitanlega að leggja sér til munns sömu fæðutegundir og leiðsögukona hans borðaði. Nótt eina vaknaði hann allt í einu við mannamál. Það var þýzka, sem hann heyrði, -— hér voru landar hans á ferð. En hann þorði ekki að leggja einn af stað út í náttmyrkr- ið, því hann óttaðist, að hann mundi villast, en gamla konan vildi ekki fylgja honum. Þegar hann síðan vaknaði um morguninn var hún horfin. Hún hafði leyzt sig um nóttina, og horf- ið á braut, án þess að hann yrði þess var. Aðeins í nokkur hundruð metra fjarlægð sá hann þýzkan herflokk. Eftir að hann hafði náð sambandi .við landa sína kom það í ljós, að gamla konan hafði bjargað lífi hans, hún hafði fylgt honum yfir eitt þúsund kílómetra vegalengd frá staðnum, sem hann villtist frá, að dvalarstað herflokksins. Á margvíslegan hátt hafa Búsk- mennirnir aðstoðað hvíta menn, sem villzt hafa. En það getur einn- ig haft dauðann í för með sér, fyr- ir hvítan mann, að rekast á hina villtu Búskmenn í heimkynnum þeirra. Fyrir fáum árum drápu Búsk- mennirnir stjórnarerindreka, sem' ferðaðist um landsvæði þeirra. Og 1943 nauðlentu tveir flugmenn úr konungl. flugflotanum í Kalaharí- eyðimörkinni. Þeir féllu báðir fyrir eitur örvum Búskmanna. Menningin hefir stöðugt verið að flæma Búskmennina lengra inn í sandauðnina. Hatur þeirra á hvítu mönnunum á rætur sínar að rekja til þess hrottaskapar og mannúð- arleysis, sem Þjóðverjarnir beittu þá, á meðan Suðvestur Afríka var þýzk nýlenda. En Þjóðverjarnir litu á þessa frumstæðu menn sem nokkurskonar dýr, og léku þá mjög grimmilega. Nú eiga Búskmennirnir við frið að búa í Kalaharí-eyðimörkinni. Hún er lokað land, sem hvítum mönnum er bannað að heimsækja nema sérstaklega standi á. Endrum og eins heppnast hvít- um manni að fá leyfi stjórnarvald- anna í Suður-Afríku til að fara í rannsóknarferð inn í þessi lokuðu landsvæði, en þá er það skýrt fram tekið í leyfinu, að viðkomandi beri sjálfur alla ábyrgðina. Vistir og annan útbúnað til eins mánaðar verða menn að hafa með sér, því stjómin vill ekki eiga það á hætu, að neyðast til að senda flugvélar til þess að leita týndra leiðang- ursmanna. Einnig verða menn að varast að skjóta veiðidýr í landi Búskmannanna, því þeir telja alla ókunna veiðimenn þjófa og ræn- ingja, og víla ekki fyrir sér að senda slíkum gestum eitraðar örv- ar. Nú skulum við víkja aftur að dvalarstað okkar í þessu lokaða landi. Okkur hafði tekizt að vinna trúnað Búskmannanna, þeir voru komnir alveg til okkar. Við gáfum þeim ýmsa gripi, meðal annars fáeinar litlar blikkdósir og leður- ólar, og við þessu tóku þeir með barnslegri gleði og eftirvæntingu. Þá fyrst, er meðfæddur ótti þeirra við hvítu mennina var yfir- unninn, gat ég byrjað að kvik- mynda þá. Ég varð þó að byrja á því að beina kvikmyndatökuvél- inni að sjálfum mér, áður en ég beindi henni að þeim. Eftir að hafa tekið margar mynd- ir af hinum hrukkóttu og svip- lausu andlitum þeirra ætlaði ég mér að taka myndir af daglegum háttum þeirra og venjum. Ég elti Búskmennina í fylgd með leiðsögusveini okkar, — Hereo-drengnum, — nokkra kíló- metra yfir eyðimörkina til dvalar- staðar þeirra. Þeir áttu ekki einu sinni heima í kofum, heldur sváfu þeir á naktri jörðinni undir skýli, sem byggt var úr grasstráum og kvistum. Lifnaðarhættir þeirra eru svo frumstæðir, að þeir kveikja ennþá eld með því að núa saman spítum. Hér, í dvalarstað þeirra, var öll fjölskyldan saman komin, samtals 16 einstaklingar. Flestir sátu á jörðinni og störðu forvitnislega á okkur. Það var vonlaust að fá þá til að „leika“ frammi fyrir kvik- myndatökuvélinni. Það tók mig all- an daginn, — og margar fettur og brettur og hina fáránlegustu til- burði, að ná aðeins fáeinum mynd- um af daglegum háttum þeirra. En undir kvöld, þegar sólin var að setjast, datt Hereo-drengnum snjallræði í hug. Hann vissi að það er venja allra Búskmanna að dansa í kvöldhúminu. Hann byrjaði sjálf- ur að stíga einn af dönsum þjóðar sinnar fyrir þá. Dans hans kom þeim til þess að reka upp ánægju- óp. Það var greinilegt, að þeir skildu þetta, og nú byrjuðu þeir sjálfir að dansa. Konurnar röðuðu sér nú upp og horfðu í áttina til sólarinnar, sem var að hverfa við yztu sjónarrönd, og klöppuðu saman höndunum taktfast og muldruðu með sínum sérkennilegu kokhljóðum tilbreyt- ingarlaust lag. Karlmennirnir mynduðu hring og hófu dansinn, þeir stöppuðu niður fótunum svo rykið þyrlaðist upp umhverfis þá. Þessi frumstæði dans og söngur hefir engum breytingum tekið í þúsundir ára, ekkert hljóðfæri hafa þessir menn fundið upp. En á þennan frumstæða og fábreytilega hátt hafa hinir fyrstu menn látið gleði sína í ljósi. Kvöldroðinn varpaði annarlegum blæ yfir þessa sérkennilegu sam- komu og við horfðum nokkra stund á þunglamalegan dans þess- ara snauðu náttúrubarna. Á ferð okkar yfir allar torfærur eyðimerkurinnar höfðum við æði oft formælt erfiðleikunum, — trú- boðinn engu síður. En nú fundum við, að strit okkar og fyrirhöfn hafði borið ríkulegan ávöxt. Brátt yfirgáfum við hina dans- andi Búskmenn. Þá bar við rauð- leitan kvöldhimininn í vestri, eins og ógreinilegar skuggaverur. Tilbreytingarlaus og fábreytileg- ur söngur þeirra barst langt út yfir endalausa sandauðnina. Þýtt. íiídamessui. Isaf jörður: Aðfangadagskvöld kl. 8 e. h. Jóladag kl. 2 e. h., á sjúkrahús- inu kl. 3 e. h. Gamlárskvöld kl. 8 e. h. Nýársdag kl. 2 e. h.. Elliheimil- inu kl. 3 e. h. Hnífsdalur: Aðfangadag kl. 6 e. h. 2. jóladag kl. 2 e. h. Gamlárskvöld kl. 6 e. h. ÞakbarorO. Gjafir til Kapellunnar í Hnífs- dal er borist hafa síðan vígsla fór fram 8. apríl s.l. Gísli Konráðsson Bakka í Hnífs- dal og kona hans 200 kr. Sigurláug Lísa Jónsdóttir, ísafirði 100 kr. „Ung stúlka“ áheit 200 kr. Krist- jana H. Kristjánsdóttir Hnífsdal 300 kr. Útgerðarfélagið Mímir Hnífsdal 500 kr. Karl Olgeirsson kaupm., ísafirði 2 fimmálma kerta- stjakar, gefnir til minningar um konu hans Elínu Guðmundsdóttur frá Hnífsdal. Böm Jóns Arnórs- sonar og Kristínar Jensdóttur, gáfu 15 sálmabækur í mjög vönd- uðu bandi og með skrautáletrun, til minningar um foreldra sína látna. Fyrir hönd sóknarnefndar og safnaðar í Hnífsdalssókn, færi ég gefendum öllum innilegar "þakkir. Sigurjón Jónsson. ----oOo----- Ábyrgðarmaður: Birgir Finnsson. Prentstofan ísrún h.f. Æskulýðsheimili. Æskulýsheimili Isafjarðar var stofnað 3. desember s.l. Forgöngu um stofnun heimilis- ins hafði Umdæmisstúkan nr. 6. Leitaði hún eftir þátttöku ýmissa félaga á staðnum í starfseminni, og endanlega tóku 13 félög þátt í stofnuninni. Félögin, sem að rekstri æsku- lýðsheimilisins standa eru þessi: Áfengisvarnarnefnd Isafjarðar. Umdæmisstúkan nr. 6. Barnaverndarfélag ísafjarðar. Kvenfélag Alþýðuflokksins. Kvenfélagið „Hlíf“. Kvenfélagið „ósk“. Kvenskátafélagið Valkyrjan. Knattspyrnufélagið Hörður. Knattspyrnufélagið Vestri. Stúkan Dagsbrún. Stúkan ísfirðingur. Stúkan Nanna. Stúkan Vaka. Fyrsta samkoma á vegum heim- ilisins var 15. desember, en reglu- leg starfsemi mun hefjast í byrj- un janúar. Heimilið hefir tekið á leigu Templarahúsið til starfsem- innar. Verður það opið mánudaga, miðvikudaga og föstudaga kl. 5—7 og 8—10 síðdegis. Öllum ungling- um á aldrinum 12 ára og eldri er heimill aðgangur, ókeypis. Fyrst um sinn verða höfð þarna ýmis leiktæki fyrir unga fólkið og tilgangurinn með starfseminni er að veita unglingum tækifæri til hollra tómstundaiðkana. E. t. v. verður síðar meir reynt að efna til námskeiða í ýmiskonar tómstunda- vinna. — Slíkt verður þó ekki í vetur. — Ráðgert er að heimilið starfi mánuðina nóvember til marz ár hvert. — Styrk hefir Áfengis- varnaráð og Áfengisvarnanefnd Isafjarðar veitt til heimilisins. Það er von þeirra, sem að heim- ilinu standa, að blaða- og bókaút- gefendur sýni þá vinsemd að láta í té eitthvað af blöðum og bók- um, er þarna gæti legið frammi fyrir gesti heimilisins. í stjórn æskulýðsheimilisins eru: Guðjón Kristinsson, skólastjóri, formaður, María Gunnarsdóttir, íþróttakennari og Ólafur Magnús- son, framkvæmdastjóri. Forstöðumaður hefir verið ráð- inn Guðni Jónsson, kennari. Gullbrúðkaup. Fimmtíu ára hjúskaparafmæli áttú tuttugasta þ. m. hjónin Ingi- björg Magnúsdóttir og Stefán Richter. Þessi sæmdarhjón hafa alla tíð búið hér í bænum. Þau hafa eignast 10 börn og eru sex þeirra á lífi. Þrír synir þeirra eru smiðir og einn arkitekt og hafa þeir fylgt í fótspor föður síns, því Stefán stundaði lengst af smíðar. Skutull árnar Ingibjörgu og Stefáni og fjölskyldu þeirra allra heilla í tilefni þessa afmælis. i l

x

Skutull

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skutull
https://timarit.is/publication/626

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.