Skutull

Árgangur

Skutull - 23.12.1955, Blaðsíða 7

Skutull - 23.12.1955, Blaðsíða 7
SKUTULL 7 V I heimsókn hjá steinaldarfólki. (iúslz tnenHÍlnii í lCalaLa'iíexjÍimcilzinni í {yuðui-Újjiiliu /<|a ennj?á á J>ioslzasti(ji, sem ei ha ceðia en j>ioslzasti<j dýia meikuiinnai. Héi ei sa<jt jjiá Leimsólzn td j, essa jjiumstœða jjólks. Við Bruder Ebert trúboði vorum vart skriðnir úr svefnpokum okk- ar, og ekki búnir til fulls að hrista af okkur eyðimerkurrykið, þegar fylgdarsveinn okkar, sem húkti á hækjum sínum og vermdi sig við hálfkulnaðar glæður eldsins, snéri sér til okkar, og mælti lágum rómi fáein orð á hinni sérkennilegu mál- lýzku sinni. „Einhverjir ósýnilegir athugend- ur stara á okkur,“ þýddi Brúder Ebert. Hann sagði þessi orð mjög íbygginn. Við rýndum á umhverfið fullir eftirvæntingar, en það var sveipað daufum morgunbjarma. í hérumbil hundrað metra fjar- lægð til hægri við okkur, komum við auga á fáeinar smávaxnar, dökkar og hálfbognar mannverur. Aðeins höfuð þeirra og herðar bar yfir hinn gulleita gróður eyðimerk- urinnar. Þetta voru Búskmenn, hin gleymda steinaldarþjóð Afríku. Eftir margra daga lýjandi ferða- lag í vörubifreið, mörg hundruð kílómetra vegalengd yfir auðnir og bnma-sanda, vorum við loksins komnir í dvalarstað Búskmann- anna, — til þessa afskekkta, skrælnaða landssvæðis, sem enginn fær að heimsækja nema með sér- stöku leyfi yfirvaldanna. í tvo daga höfðum við haldið kyrru fyrir og beðið þess fullir eftirvæntingar, að Búskmennirnir létu sjá sig. Trúboðinn, sem var leiðsögumaður minn á þessari rannsóknarferð, vissi það af fyrri reynslu sinni, að Búskmennirnir, sem flakka stað úr stað í leit að æti, mundu leggja leið sína um þetta hérað þurrasta tíma ársins. Þó ég væri hingað kominn, þá var það síður en svo, að þrautin væri unnin. Við urðum að gæta fyllstu varúðar, ef við vildum komast í samband við þetta stein- aldarfólk. Búskmennirnir eru tor- tryggnir og afar varkárir. Ferðizt maður fram og aftur um eyðimörk- ina til þess að leita þeirra, þá láta þeir aldrei sjá sig. Ef maður aft- ur á móti tjaldar og dvelur um kyrrt á réttum stöðum í eyðimörk- inni og bíður þar rólegur og þol- inmóður, þá knýr forvitnin Búsk- mennina til þess að sýna sig fyrr en seinna. Það er eins og vindurinn beri fréttina um komu hvíta mannsins yfir auðnir og steppusvæði Kala- haríeyðimerkurinnar. í nokkrar mínútur athuguðum við hvorir aðra, — hinir villtu Búskmenn og við, tveir ókunnir, hvítir ferðalangar, sem lagt höfðu leið sína inn í land þeirra. Þetta var æsandi augnablik. Við urðum umfram allt að varast að vekja ótta þeirra og tortryggni. „Þú mátt ekki kvikmynda þá núna“, sagði Bruder Ebert, ,,en þú skalt bíða þartil við höfum upp- rætt undrun þeirra og ótta.“ Hann tók upp pípuna sína, tróð í hana tóbaki, kveikti svo í og blés frá sér, út í lognkyrrt morgun- loftið, þykkum reykjarmekki. Hann brosti síðan vingjarnlega til Búskmannanna og benti þeim að koma nær, og hampaði jafnframt framan í þá tóbaki. Búskmennirnir voru risnir á fæt- ur og þokuðust nú varfærnislega í áttina til okkar. Þetta var gamall maður og f jórar ungar stúlkur. Við Ebert brostum til þeirra og hvött- um þau með bendingum til að koma nær. Gamli maðurinn, sem gekk í fararbroddi, kom nær og rétti fram hendurnar í beiðni um tóbak. Ebert gaf honum handfylli af tóbaki og sýndi honum jafn- framt að hann ætti að nasa af því. Gamli maðurinn lét ekki segja sér það tvisvar og breitt bros breiddist yfir skorpið og hrukk- ótt andlit hans. Þetta bros verkaði eins og visbending til stúlknanna, sem hingað til höfðu haldið sig í dálítilli fjarlægð. Þær komu nú nær og brátt voru þau öll komin til okkar og virtu okkur fyrir sér af athygli og einurð. Ekkert þeirra var hærra en 150 sm. Klæðnaður þeirra samanstóð af smá skinnpjötlum, sem bundn- ar voru um mjaðmirnar. Húð þeirra, sem var dökkbrún að lit, var næstum svört af margvísleg- um óhreinindum, er safnazt höfðu á líkama þeirra allt frá fæðingu. Megnan óþef lagði af þeim. Búsk- menn þvo sér aldrei, — fyrst og fremst af því, að þeir finna sjaldn- ast meira vatn en það, að það nægi til að slökkva sárasta þorst- ann, og einnig af því, að þeir telja að vatnið sé óhollt fyrir húðina. Þeir ,,baða“ sig á þann hátt, að þeir velta sér í sandinum. Allir voru þessir Búskmenn magrir og sinaberir, en magar þeirra voru sérkennilegir og vöktu athygli okkar. Þeir voru útþandir og framstandandi eins og stórefl- is belgir. Það stafar af hinu frum- stæðu og sérkennilegu venjum þeirra í matarræði. Enn í dag veiða þeir villibráð- ina, — mestmegnis smávaxna stökkhafrategund, með bogum og eiturörvum. Það er fátt um veiði- dýr í eyðimörkinni, svo Búskmað- urinn veit aldrei hvenær hamingj- an verður honum svo hliðholl að hann rekist á veiðidýr á ný. Þess- vegna etur hann og fjölskylda hans hið fallna dýr upp til agna undir eins. Fjölskyldan heldur áfram að troða í sig matnum þar til ekkert er eftir sem hægt er að éta. Að máltíðinni lokinni leggst fólkið fyrir á skuggsælum stað eða grefur sig í sandinn, og þar ligg- ur það í nokkra daga og meltir fæðuna. Þegar sulturinn gerir vart við sig á ný, hefst leitin aftur að bráð. Búskmennirnir lifa ekki eins og aðrir negrar í Afríku, í ættflokk- um. Aftur á móti í minni hópum þar sem einstaklingarnir eru tengdir nánari fjölskylduböndum. Venjulega flakka þeir frá einum stað til annars eftir því hvernig veiðidýrin flytja sig til. 1 miklum þurrkaárum eru þeir í vesturhluta eyðimerkurinnar, þar sem rakir vindar frá Atlantshafi bera nætur- dögg yfir landið og skapar þar með lífsskilyrði fyrir kjarr og þyrr- kingsgróður, sem veiðidýrin geta lifað á. En þegar þrumuveður og haglél dynja yfir Kalaharí, — venjulega með eins árs millibili, — og vökva hina sendnu og skorpnu jörð, leggja Búskmennirnir af stað lengra inn í landið, til afskekktari veiðisvæða, þar sem þeir geta stundað veiðar sínar óáreittir fyrir yfirgangi annara Svertingja. Einu sinni, fyrir mörgum árþús- undum, lifðu þessir frumstæðu menn sem hellisbúar um mestalla Afríku, en þeir urðu að þoka lengra inn í eyðimörkina fyrir öðr- um kynflokkum, sem voru þrosk- aðri og öflugri. Hinar mörgu teikn- ingar Búskmanna, sem fundizt hafa í hellum víðsvegar í Afríku, bera þess glögg merki, að þeir réðu yfir sérkennilegri myndlist. Þessi fornu listaverk Búskmanna eru í litlum tengslum við nútíma list þeirra. En hún er fólgin í því, að draga upp mismunandi rákir og í'andir í dýraskinn með rauðri steintegund. Búskmenn sýna mikla hug- kvæmni og snilli í veiðimennsku sinni. Margir kannast við myndina af Búskmanninum, sem hálfboginn nálgast hóp villtra strúta, vopnað- ur langri kylfu með grasbúski á endanum, en þetta gerir hann, úr fjarlægð séð, áþekkan strúti. Hvað eftir annað rekst maður á svæði í eyðimörkinni, þar sem grasið er brunnið. Þetta er verk Búskmann- anna. Á þennan hátt hrekja þeir veiðidýrin úr fylgsnum þeirra og auðvelda sér jafnframt að rekja spor dýranna í öskunni. Hæfileiki þeirra til að rekja spor er næsta ótrúlegur. Sé ekkert um veiðidýr, þá bjargast þeir með því að éta slöngur og skordýr og jurtarætur, sem þeir grafa upp úr sandinum. Efalaust mundi enginn annar kynþáttur geta dregið fram lífið við svo óhagstæðar aðstæð- ur og jafn þröngan kost. Þessi erfiðu lífsskilyrði hafa skerpt eðlishvatir þessara frum- stæðu manna, svo þeir nálgast að sumu leyti dýrin. Þeir hafa ótrúlegan hæfileika til þess að finna vatn. Það er eins og lyktarskyn þeirra vísi þeim á duld- ar vatnsæðar í iðrum jarðar. 1 slíkum tilfellum stinga þeir löngu og stinnu strái gegnum sandlagið og sjúga síðan vatnið upp. Það hefir oft komið fyrir, að þessir hæfileikar Búskmanna hafa bjargað lífi hvítra manna. Þegar við voi’um á leiðinni yfir eyðimörkina sagði Bruder Ebert mér margar merkilegar sögur um Búskmennina. Hann er í þjónustu rómv. kaþólska trúboðsins í Suð- vestur-Afríku og þekkti þetta land- svæði betur en nokkur annar, enda tekið þátt í mörgum rannsóknar- leiðöngrum. Þar að auki er hann þrekvaxinn og glaðlyndur náungi og líkist meira veiðimanni en trú- boða. Á árunum fyrir fyrri heims- styrjöldina, * þegar Suðvestur Afríka var þýzk nýlenda, skeði það, að þýzkur hermaður er Fröst- er hét, villtist frá herflokki sínum og flæktist fram og aftur um eyði- mörkina. Eftir að hafa reikað þannig um nokkra daga, var hann hálfdauður úr hungri og þorsta. Allt í einu sá hann gamla konu af kynþætti Búskmanna, sem var að grafa jurtarætur, er hún síðan borðaði. Fyrst í stað var hún hrædd við Þjóðverjann, en er hún sá hve máttfarinn hann var og sjúkur, gekk hún til hans og gaf honum rætur og graslauka að borða. Hann gat ekki talað við gömlu konuna, en Búskmenn eiga eigin- lega ekkert mál, heldur talast þeir við með hjálp nokkurra kokhljóða

x

Skutull

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skutull
https://timarit.is/publication/626

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.